Fótbolti

Barcelona gæti opnað veskið í janúar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Luis Enrique, þjálfari Barcelona.
Luis Enrique, þjálfari Barcelona. vísir/getty
Félagaskiptabanni Barcelona lýkur 1. janúar og mun hið ógnarsterka lið þá styrkjast enn frekar.

Þá mega þeir Arda Turan og Aleix Vidal báðir byrja að spila með félaginu en þeir voru fengnir til félagsins síðasta sumar en hafa þurft að bíða eftir því að mega spila.

Þjálfari liðsins, Luis Enrique, útilokar ekki að félagið styrki sig enn frekar í janúarglugganum.

„Það er eðlilegt að skoða þann möguleika að styrkja hópinn enn frekar. Það er allt opið. Ef það koma menn þá er ekkert útilokað að menn fari líka. Það fer samt enginn nema við getum styrkt okkur á móti,“ sagði Enrique.

Spænskir fjölmiðlar segja líklegt að félagið muni reyna að kaupa nýjan framherja til að létta álaginu af MSN-tríóinu. Þeim Messi, Suarez og Neymar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×