Gjaldþrot ekki að renna úr greipum Ásta S. Helgadóttir skrifar 22. desember 2015 07:00 Frá 1. febrúar 2014 hefur umboðsmaður skuldara greitt dómstólum tryggingu fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta 229 einstaklinga. Að auki hefur embættið veitt 50 einstaklingum vilyrði fyrir að greiða þennan kostnað óski þeir eftir gjaldþrotaskiptum hjá hlutaðeigandi héraðsdómsstól. Aðstoðin byggist á lögum um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta nr. 9/2014. Líkt og við árslok 2014 hafa þeir sem leita til embættisins lýst yfir áhyggjum yfir því að þetta úrræði og tveggja ára fyrningarfrestur krafna við gjaldþrotaskipti muni falla niður um næstkomandi áramót. Virðist vera um útbreiddan misskilning að ræða. Embættið vill vekja athygli á því að engin umræða hefur farið fram hjá stjórnvöldum um að fella framangreind lög úr gildi. Til að lengja fyrningarfrest krafna í kjölfar gjaldþrotaskipta þarf að breyta lögum um gjaldþrotaskipti nr. 21/1991 en ekkert slíkt frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi. Það er því ekki fyrirsjáanlegt í náinni framtíð að nokkuð muni breytast er snýr að aðgengi einstaklinga að fjárhagsaðstoð vegna gjaldþrotaskipta eða fyrningu krafna. Innifalið í aðstoð umboðsmanns skuldara er mat á skuldastöðu þeirra sem til embættisins leita, öflun gagna sem þarf að leggja fyrir dómstóla og leiðbeiningar fyrir þá sem embættið telur að geti komist úr skuldavanda með öðrum hætti en með gjaldþrotaskiptum. Það er stór ákvörðun að óska eftir að verða gjaldþrota og mikilvægt að vera vel upplýst/ur um hvað það getur haft í för með sér. Það eru hagsmunir allra að skoða fyrst hvort önnur vægari úrræði geti hentað. Hlutverk embættisins felst í því að veita leiðbeiningar um úrræðið og er kappkostað að veita þeim sem til þess leita sem besta þjónustu. Er því óþarfi fyrir einstaklinga að leita sér kostnaðarsamrar aðstoðar til að sækja um fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar. Það er jákvætt að einstaklingar leiti lausna á sínum skuldamálum og óski sem fyrst eftir gjaldfrjálsri aðstoð umboðsmanns skuldara. Þeir þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af því að gjaldþrot eða tveggja ára fyrningarfrestur krafna í kjölfar gjaldþrots sé að renna þeim úr greipum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Frá 1. febrúar 2014 hefur umboðsmaður skuldara greitt dómstólum tryggingu fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta 229 einstaklinga. Að auki hefur embættið veitt 50 einstaklingum vilyrði fyrir að greiða þennan kostnað óski þeir eftir gjaldþrotaskiptum hjá hlutaðeigandi héraðsdómsstól. Aðstoðin byggist á lögum um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta nr. 9/2014. Líkt og við árslok 2014 hafa þeir sem leita til embættisins lýst yfir áhyggjum yfir því að þetta úrræði og tveggja ára fyrningarfrestur krafna við gjaldþrotaskipti muni falla niður um næstkomandi áramót. Virðist vera um útbreiddan misskilning að ræða. Embættið vill vekja athygli á því að engin umræða hefur farið fram hjá stjórnvöldum um að fella framangreind lög úr gildi. Til að lengja fyrningarfrest krafna í kjölfar gjaldþrotaskipta þarf að breyta lögum um gjaldþrotaskipti nr. 21/1991 en ekkert slíkt frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi. Það er því ekki fyrirsjáanlegt í náinni framtíð að nokkuð muni breytast er snýr að aðgengi einstaklinga að fjárhagsaðstoð vegna gjaldþrotaskipta eða fyrningu krafna. Innifalið í aðstoð umboðsmanns skuldara er mat á skuldastöðu þeirra sem til embættisins leita, öflun gagna sem þarf að leggja fyrir dómstóla og leiðbeiningar fyrir þá sem embættið telur að geti komist úr skuldavanda með öðrum hætti en með gjaldþrotaskiptum. Það er stór ákvörðun að óska eftir að verða gjaldþrota og mikilvægt að vera vel upplýst/ur um hvað það getur haft í för með sér. Það eru hagsmunir allra að skoða fyrst hvort önnur vægari úrræði geti hentað. Hlutverk embættisins felst í því að veita leiðbeiningar um úrræðið og er kappkostað að veita þeim sem til þess leita sem besta þjónustu. Er því óþarfi fyrir einstaklinga að leita sér kostnaðarsamrar aðstoðar til að sækja um fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar. Það er jákvætt að einstaklingar leiti lausna á sínum skuldamálum og óski sem fyrst eftir gjaldfrjálsri aðstoð umboðsmanns skuldara. Þeir þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af því að gjaldþrot eða tveggja ára fyrningarfrestur krafna í kjölfar gjaldþrots sé að renna þeim úr greipum.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar