Illugi segir fjármagn til RÚV óbreytt þrátt fyrir lækkun útvarpsgjalds Bjarki Ármannsson skrifar 21. desember 2015 18:02 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir Ríkisútvarpið á næsta ári koma til með að hafa að lágmarki jafn mikið fjármagn milli handanna og nú í ár, þrátt fyrir að frumvarp ráðherrans um óbreytt útvarpsgjald hafi ekki náð í gegn við afgreiðslu fjárlaga. Hann segir niðurstöðuna í málinu mjög viðunandi.Líkt og Vísir hefur greint frá, hefur Illugi legið undir ámæli fyrir að hafa ekki komið því í gegn að útvarpsgjaldið yrði óbreytt en samkvæmt fjárlagafrumvarpi verður það lækkað úr 17.800 krónum í 16.400. Á móti koma þó aukin framlög til Ríkisútvarpsins á fjárlögum. Í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag segir Illugi það mikla einföldun að hann hafi „tapað“ í málinu. „Það er rétt að ég hafði lagt það til fyrir mörgum mánuðum síðan að við myndum ekki setja Ríkisútvarpið í þá stöðu að lækka útvarpsgjaldið,“ segir Illugi. „Það var vegna þess að ég taldi að það væru ennþá það mikil vandamál í rekstrinum að menn gætu ekki lokað augunum fyrir þeim. Niðurstaðan í málinu verður sú að, jú, útvarpsgjaldið verður tekið niður en á móti kemur að framlagið verður hækkað um 175 milljónir. Líklega munu koma inn að lágmarki 60 milljónir því til viðbótar á næsta ári, bara vegna þess að það verða fleiri gjaldendur.“ Illugi nefnir einnig að Ríkisútvarpið kom nýlega í verð byggingarrétti sínum á lóð við Efstaleiti 1 og var hann seldur fyrir um einn og hálfan milljarð króna. Lóðin hafi verið í eigu Ríkissjóðs en ákveðið hafi verið að láta féð renna til Ríkisútvarpsins til að greiða niður skuldir félagsins. „Að lágmarki verður fjármagnið sem Ríkisútvarpið hefur á næsta ári það sama og það hafði á þessu ári. Meira að segja að teknu tilliti til verðbólgu. Þannig að þegar menn eru í einhverjum samkvæmisleikjum um það hvort einstakir ráðherrar hafi tapað eða unnið málið ... ja, ef menn vilja halda slíkt bókhald þá er það rétt að ég náði ekki fram frumvarpinu en ég náði þessu fram í staðinn og ég held að það sé mjög viðunandi niðurstaða.“Viðtal Reykjavík síðdegis við Illuga um málefni RÚV má hlusta á í heild sinni hér að ofan. Tengdar fréttir Menntamálaráðherra dregur RÚV frumvarpið til baka Breytingartillaga verður lögð fram við fjárlagafrumvarpið sem tryggja á RÚV sömu tekjur af útvarpsgjaldinu og stofnunin hafði á þessu ári. 18. desember 2015 18:30 Tvísýnt um pólitískt líf Illuga RUV-frumvarp Illuga Gunnarssonar er við að leysast úr læðingi og er nú til kynningar hjá þingflokksformönnum. 18. desember 2015 16:01 Illugi var búinn að lofa Magnúsi Geir óbreyttu útvarpsgjaldi Fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra situr pikkfast í ríkisstjórninni. 15. desember 2015 12:49 Minnihlutinn vill útvarpsgjaldið í 17.800 krónur Þingkonur minnihlutans hafa lagt fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið 2016. 15. desember 2015 16:53 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir Ríkisútvarpið á næsta ári koma til með að hafa að lágmarki jafn mikið fjármagn milli handanna og nú í ár, þrátt fyrir að frumvarp ráðherrans um óbreytt útvarpsgjald hafi ekki náð í gegn við afgreiðslu fjárlaga. Hann segir niðurstöðuna í málinu mjög viðunandi.Líkt og Vísir hefur greint frá, hefur Illugi legið undir ámæli fyrir að hafa ekki komið því í gegn að útvarpsgjaldið yrði óbreytt en samkvæmt fjárlagafrumvarpi verður það lækkað úr 17.800 krónum í 16.400. Á móti koma þó aukin framlög til Ríkisútvarpsins á fjárlögum. Í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag segir Illugi það mikla einföldun að hann hafi „tapað“ í málinu. „Það er rétt að ég hafði lagt það til fyrir mörgum mánuðum síðan að við myndum ekki setja Ríkisútvarpið í þá stöðu að lækka útvarpsgjaldið,“ segir Illugi. „Það var vegna þess að ég taldi að það væru ennþá það mikil vandamál í rekstrinum að menn gætu ekki lokað augunum fyrir þeim. Niðurstaðan í málinu verður sú að, jú, útvarpsgjaldið verður tekið niður en á móti kemur að framlagið verður hækkað um 175 milljónir. Líklega munu koma inn að lágmarki 60 milljónir því til viðbótar á næsta ári, bara vegna þess að það verða fleiri gjaldendur.“ Illugi nefnir einnig að Ríkisútvarpið kom nýlega í verð byggingarrétti sínum á lóð við Efstaleiti 1 og var hann seldur fyrir um einn og hálfan milljarð króna. Lóðin hafi verið í eigu Ríkissjóðs en ákveðið hafi verið að láta féð renna til Ríkisútvarpsins til að greiða niður skuldir félagsins. „Að lágmarki verður fjármagnið sem Ríkisútvarpið hefur á næsta ári það sama og það hafði á þessu ári. Meira að segja að teknu tilliti til verðbólgu. Þannig að þegar menn eru í einhverjum samkvæmisleikjum um það hvort einstakir ráðherrar hafi tapað eða unnið málið ... ja, ef menn vilja halda slíkt bókhald þá er það rétt að ég náði ekki fram frumvarpinu en ég náði þessu fram í staðinn og ég held að það sé mjög viðunandi niðurstaða.“Viðtal Reykjavík síðdegis við Illuga um málefni RÚV má hlusta á í heild sinni hér að ofan.
Tengdar fréttir Menntamálaráðherra dregur RÚV frumvarpið til baka Breytingartillaga verður lögð fram við fjárlagafrumvarpið sem tryggja á RÚV sömu tekjur af útvarpsgjaldinu og stofnunin hafði á þessu ári. 18. desember 2015 18:30 Tvísýnt um pólitískt líf Illuga RUV-frumvarp Illuga Gunnarssonar er við að leysast úr læðingi og er nú til kynningar hjá þingflokksformönnum. 18. desember 2015 16:01 Illugi var búinn að lofa Magnúsi Geir óbreyttu útvarpsgjaldi Fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra situr pikkfast í ríkisstjórninni. 15. desember 2015 12:49 Minnihlutinn vill útvarpsgjaldið í 17.800 krónur Þingkonur minnihlutans hafa lagt fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið 2016. 15. desember 2015 16:53 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
Menntamálaráðherra dregur RÚV frumvarpið til baka Breytingartillaga verður lögð fram við fjárlagafrumvarpið sem tryggja á RÚV sömu tekjur af útvarpsgjaldinu og stofnunin hafði á þessu ári. 18. desember 2015 18:30
Tvísýnt um pólitískt líf Illuga RUV-frumvarp Illuga Gunnarssonar er við að leysast úr læðingi og er nú til kynningar hjá þingflokksformönnum. 18. desember 2015 16:01
Illugi var búinn að lofa Magnúsi Geir óbreyttu útvarpsgjaldi Fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra situr pikkfast í ríkisstjórninni. 15. desember 2015 12:49
Minnihlutinn vill útvarpsgjaldið í 17.800 krónur Þingkonur minnihlutans hafa lagt fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið 2016. 15. desember 2015 16:53
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“