Formaðurinn segir lykilatriði að Samfylkingin hugsi stórt Heimir Már Pétursson skrifar 27. desember 2015 14:10 Formaður Samfylkingarinnar miklar þjóðfélagsbreytingar hér á landi sem og annars staðar hafa áhrif á fylgi stjórnmálaflokka. Auðvitað hafi minnkandi fylgi áhrif á Samfylkinguna en stærsta hættan sem stjórnmálaflokkar standi frammi fyrir sé að hætta að hugsa stórt. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Sigurjón spurði hann út í þverrandi fylgi flokksins í könnunum, stöðu hans sem formanns og gagnrýni sem heyra mætti á formanninn innan úr Samfylkingunni sjálfri. „Auðvitað hefur þessi staða áhrif en það þýðir ekkert að velta sér allt of mikið upp úr henni. Fólk bara tekur afstöðu og það sem er að gerast um allan heim eru gríðarlegar breytingar í stjórnmálunum,“ sagði Árni Páll. Ísland hafi lenti í kreppunni fyrr en aðrar þjóðir, komist upp úr henni fyrr en aðrar þjóðir og kannski brotið af sér gömlu stjórnmálin fyrr en aðrar þjóðir. „Það blasir auðvitað við að fólk er að hrinsta af sér gamla strúktúra og gömul formog vill kannski taka afstöðu með öðrum hætti en áður. Stjórnmálin verða að laga sig að því. Flokkar verða að laga sig að því,“ sagði Árni Páll. Burt séð frá persónulegri stöðu hans eða Samfylkingarinnar á þessum tímapunkti sýni reynslan að fylgi flokka geti breyst hratt. Hitt sé ljóst að áfram verði þörf fyrir jafnaðarmannaflokk á Íslandi sem þurfi að vera með svör við vaxandi misskiptingu og þeim væntingum sem fólk hafi til stjórnmálanna. Efast þú þá aldrei um að þú sért rétti maðurinn til að leiða flokkinn, spurði Sigurjón. „Ég velti því oft fyrir mér hvort ég hafi svör við þessum stóru spurningum. Mér þætti satt að segja gaman að hitta einhvern stjórnmálamann í dag sem telur sig hafa svör við þessum stóru spurningum. Mér þætti gaman að sjá forystumann í einhverjum flokki sem halda að hann skilji til fulls þá strauma sem við erum að ganga í gegnum,“ sagði Árni Páll. Auðvitað velti hann fyrir sér hvort hann sé rétti maðurinn til forystu en til þess að svara því hafi Samfylkingin lýðræðislegar aðferðir. „Samfylkingin þarf að opna sig. Hún þarf að vera fjölbreytilegur flokkur. Hún þarf að vera tilbúin að vera alvöru jafnaðarmannaflokkur. Það er ekki forsjárhyggjuflokkur. Það er ekki er ekki forskriftaflokkur. Stóra hættan er bara ein og hún er sú sem ég varaði við í ræðu á kosninganótt: Flokkar verða ekki litlir við að missa fylgi heldur við að hætta að hugsa stórt og lykilatriði fyrir Samfylkinguna núna er að hugsa stórt,“ sagði Árni Páll Árnason. Tengdar fréttir Árni Páll: Stjórnarandstöðunni ber siðferðileg skylda til að reyna myndun stjórnar „Ég er alveg til í að setjast yfir það, ef menn hafa áhuga á, að búa til sameiginlega málefnaskrá fyrir næstu kosningar,“ segir formaður Samfylkingarinnar. 27. desember 2015 12:20 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar miklar þjóðfélagsbreytingar hér á landi sem og annars staðar hafa áhrif á fylgi stjórnmálaflokka. Auðvitað hafi minnkandi fylgi áhrif á Samfylkinguna en stærsta hættan sem stjórnmálaflokkar standi frammi fyrir sé að hætta að hugsa stórt. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Sigurjón spurði hann út í þverrandi fylgi flokksins í könnunum, stöðu hans sem formanns og gagnrýni sem heyra mætti á formanninn innan úr Samfylkingunni sjálfri. „Auðvitað hefur þessi staða áhrif en það þýðir ekkert að velta sér allt of mikið upp úr henni. Fólk bara tekur afstöðu og það sem er að gerast um allan heim eru gríðarlegar breytingar í stjórnmálunum,“ sagði Árni Páll. Ísland hafi lenti í kreppunni fyrr en aðrar þjóðir, komist upp úr henni fyrr en aðrar þjóðir og kannski brotið af sér gömlu stjórnmálin fyrr en aðrar þjóðir. „Það blasir auðvitað við að fólk er að hrinsta af sér gamla strúktúra og gömul formog vill kannski taka afstöðu með öðrum hætti en áður. Stjórnmálin verða að laga sig að því. Flokkar verða að laga sig að því,“ sagði Árni Páll. Burt séð frá persónulegri stöðu hans eða Samfylkingarinnar á þessum tímapunkti sýni reynslan að fylgi flokka geti breyst hratt. Hitt sé ljóst að áfram verði þörf fyrir jafnaðarmannaflokk á Íslandi sem þurfi að vera með svör við vaxandi misskiptingu og þeim væntingum sem fólk hafi til stjórnmálanna. Efast þú þá aldrei um að þú sért rétti maðurinn til að leiða flokkinn, spurði Sigurjón. „Ég velti því oft fyrir mér hvort ég hafi svör við þessum stóru spurningum. Mér þætti satt að segja gaman að hitta einhvern stjórnmálamann í dag sem telur sig hafa svör við þessum stóru spurningum. Mér þætti gaman að sjá forystumann í einhverjum flokki sem halda að hann skilji til fulls þá strauma sem við erum að ganga í gegnum,“ sagði Árni Páll. Auðvitað velti hann fyrir sér hvort hann sé rétti maðurinn til forystu en til þess að svara því hafi Samfylkingin lýðræðislegar aðferðir. „Samfylkingin þarf að opna sig. Hún þarf að vera fjölbreytilegur flokkur. Hún þarf að vera tilbúin að vera alvöru jafnaðarmannaflokkur. Það er ekki forsjárhyggjuflokkur. Það er ekki er ekki forskriftaflokkur. Stóra hættan er bara ein og hún er sú sem ég varaði við í ræðu á kosninganótt: Flokkar verða ekki litlir við að missa fylgi heldur við að hætta að hugsa stórt og lykilatriði fyrir Samfylkinguna núna er að hugsa stórt,“ sagði Árni Páll Árnason.
Tengdar fréttir Árni Páll: Stjórnarandstöðunni ber siðferðileg skylda til að reyna myndun stjórnar „Ég er alveg til í að setjast yfir það, ef menn hafa áhuga á, að búa til sameiginlega málefnaskrá fyrir næstu kosningar,“ segir formaður Samfylkingarinnar. 27. desember 2015 12:20 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Árni Páll: Stjórnarandstöðunni ber siðferðileg skylda til að reyna myndun stjórnar „Ég er alveg til í að setjast yfir það, ef menn hafa áhuga á, að búa til sameiginlega málefnaskrá fyrir næstu kosningar,“ segir formaður Samfylkingarinnar. 27. desember 2015 12:20