Innlent

Sjósókn að færast í eðlilegt horf eftir óveðrið

Vísir/Stefán
Sjósókn er nú sem óðast að færast í eðlilegt horf eftir óveðrið mikla og voru hátt í 200 fiskiskip komin á sjó klukkan sex í morgun. Það þykir að vísu ekki mikill fjöldi á góðum degi, en skipunum fer fjölgandi.

Eftir því sem fréttastofan kemst næst voru öll fiskiskip í landi eða í vari þegar óveðrið geisaði, utan örfá línuskip , sem héldu áfram veiðum fyrir austan land, en um borð í einu þeirra mældist vindhraðinn liðlega 50 metrar á sekúndu um tíma, og var lítið sofið á frívöktum á meðan það versta gekk yfir, að sögn skipstjórans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×