Dæmdur fyrir kynferðislega áreitni gegn 16 ára pilti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2015 10:18 Héraðsdómur Austurlands mynd/365 Héraðsdómur Austurlands dæmdi í gær 44 ára gamlan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni gegn 16 ára pilti í nóvember 2013. Þá var maðurinn jafnfræmt dæmdur fyrir barnaverndarlagabrot en honum var gefið að sök að hafa káfað og klipið innanklæða í rass piltsins þar sem þeir lágu saman í rúmi, ásamt tveimur öðrum. Maðurinn neitaði sök en brotið átti sér stað í unglingapartýi þar sem allir voru á aldrinum 16-19 ára nema ákærði. Fyrir dómi sagði maðurinn að verið væri að ljúga upp á hann sök „til að koma honum í klandur“ en að mati dómsins var sú staðhæfing hans ekki trúverðug. Þá er þess getið í dómnum að misræmi var á milli framburðar hans hjá lögreglu og fyrir dómi auk þess sem hann gat ekki gefið sennilegar skýringar „á því hvers vegna hann kom sér fyrir í rúmi hjá brotaþola og tveimur öðrum, þar sem þröng var á þingi.“Piltinum brá mjög þegar hann vaknaði við áreitni mannsins Frásögn piltsins fyrir dómi var aftur á móti metin trúverðug auk þess sem dómurinn mat það sem svo að hún fengi stoð í framburði annarra vitna. Pilturinn lýsti því að hann hefði farið inn í svefnherbergi þess sem hélt partýið. Hann hafi fyrst verið einn en svo hafi vinur hans og vinkona komið og lagst upp í hjá honum. Síðan hafi ákærði komið inn í herbergið og farið upp í rúm hjá þeim en pilturinn sagðist hafa sofnað skömmu síðar. Pilturinn sagði að hann hefði svo vaknað við það að maðurinn væri með höndina „inni á brókinni á mér aftan frá.“ Hafi hann verið að káfa á rasskinum hans og sagðist pilturinn muna eftir því að hafa fært sig frá. Hann hafi svo staðið upp og minnti að hann hefði strax rætt við manninn um að hann ætlaði að tilkynna atburðinn. Við það hafi maðurinn tárast og farið „alveg í kerfi." Fyrir dómi sagði pilturinn að honum hefði brugðið við atvikið. Hann sagðist aldrei hafa gefið manninum leyfi til að snerta og vildi það alls ekki. Dómurinn taldi sannað að maðurinn hefði brotið gegn piltinum og dæmdi hann því til refsingar sem var eins og áður segir þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var hann einnig dæmdur til að greiða piltinum 400 þúsund krónur í miskabætur. Dóm Héraðsdóms Austurlands má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
Héraðsdómur Austurlands dæmdi í gær 44 ára gamlan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni gegn 16 ára pilti í nóvember 2013. Þá var maðurinn jafnfræmt dæmdur fyrir barnaverndarlagabrot en honum var gefið að sök að hafa káfað og klipið innanklæða í rass piltsins þar sem þeir lágu saman í rúmi, ásamt tveimur öðrum. Maðurinn neitaði sök en brotið átti sér stað í unglingapartýi þar sem allir voru á aldrinum 16-19 ára nema ákærði. Fyrir dómi sagði maðurinn að verið væri að ljúga upp á hann sök „til að koma honum í klandur“ en að mati dómsins var sú staðhæfing hans ekki trúverðug. Þá er þess getið í dómnum að misræmi var á milli framburðar hans hjá lögreglu og fyrir dómi auk þess sem hann gat ekki gefið sennilegar skýringar „á því hvers vegna hann kom sér fyrir í rúmi hjá brotaþola og tveimur öðrum, þar sem þröng var á þingi.“Piltinum brá mjög þegar hann vaknaði við áreitni mannsins Frásögn piltsins fyrir dómi var aftur á móti metin trúverðug auk þess sem dómurinn mat það sem svo að hún fengi stoð í framburði annarra vitna. Pilturinn lýsti því að hann hefði farið inn í svefnherbergi þess sem hélt partýið. Hann hafi fyrst verið einn en svo hafi vinur hans og vinkona komið og lagst upp í hjá honum. Síðan hafi ákærði komið inn í herbergið og farið upp í rúm hjá þeim en pilturinn sagðist hafa sofnað skömmu síðar. Pilturinn sagði að hann hefði svo vaknað við það að maðurinn væri með höndina „inni á brókinni á mér aftan frá.“ Hafi hann verið að káfa á rasskinum hans og sagðist pilturinn muna eftir því að hafa fært sig frá. Hann hafi svo staðið upp og minnti að hann hefði strax rætt við manninn um að hann ætlaði að tilkynna atburðinn. Við það hafi maðurinn tárast og farið „alveg í kerfi." Fyrir dómi sagði pilturinn að honum hefði brugðið við atvikið. Hann sagðist aldrei hafa gefið manninum leyfi til að snerta og vildi það alls ekki. Dómurinn taldi sannað að maðurinn hefði brotið gegn piltinum og dæmdi hann því til refsingar sem var eins og áður segir þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var hann einnig dæmdur til að greiða piltinum 400 þúsund krónur í miskabætur. Dóm Héraðsdóms Austurlands má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira