Innlent

Skjálfti af stærð 3,2 í Geitlandsjökli

Atli Ísleifsson skrifar
Skjálftahrinur eru tiltölulega algengar á þessu svæði.
Skjálftahrinur eru tiltölulega algengar á þessu svæði. Vísir/Stefán
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 varð við Geitlandsjökul í Langjökli klukkan 9:47 í morgun.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að skjálftinn hafi fundist á Hvanneyri í Borgarfirði.

„Á annan tug skjálfta hafa mælst við Geitlandjökul síðan kl. 9 í morgun. Skjálftahrinur eru tiltölulega algengar á þessu svæði.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×