Jón Viðar: Sigur gerir Gunna heimsfrægan Henry Birgir Gunnarsson í Las Vegas skrifar 10. desember 2015 15:30 Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, fylgir sínum manni hvert sem er og er að sjálfsögðu mættur til Las Vegas. „Þetta er það langstærsta sem Gunni hefur farið í. Fari þetta vel þá mun þetta skjóta honum upp á stjörnuhimininn út um allan heim. Hann verður ekki lengur bara frægur í Evrópu heldur líka í Bandaríkjunum og Brasilíu,“ segir Jón Viðar en það er gríðarlega mikið undir hjá báðum köppum enda stefna þeir báðir á heimsmeistaratitilinn.Sjá einnig: Maia: Ég er betri í gólfinu en Gunnar „Ef Gunnar vinnur besta glímumanninn í deildinni þá eru það mjög stór skilaboð frá Gunna og það beint í kjölfarið á sigri á besta boxaranum í deildinni.“ Jón býst við því að Gunni muni láta reyna áfram á boxið gegn Maia enda þurfi hann ekki að verja sig of mikið. „Gunni er nefnilega ekkert hræddur við að fara með honum í gólfið. Gunna langar svo að upplifa að fara í gólfið með honum. Hann mun samt ekki taka neinar áhættur og reynir örugglega að slá hann niður fyrst.“Sjá einnig: Gunnar: Conor sturlast pínulítið á hverjum degi Gunnar var í frábæru formi síðasta sumar, betra formi en áður. Hann segist vera í enn betra formi núna. „Andlegi hlutinn skiptir miklu máli og hann var að vinna með hann í síðasta bardaga. Honum líður mjög vel,“ segir Jón Viðar og bætir við að tapið gegn Rick Story hafi gert Gunnari mjög gott. „Það er stærsti hlutinn af hans breytingu. Hlutirnir voru orðnir of auðveldir fyrir hann. Ef hann tekur þennan og einn til tvo í viðbót þá fær Gunni titilbardaga.“ Jón Viðar segist eðlilega vera stressaður á bardagakvöldunum en líði vel því nær búrinu sem hann er. „Ég hef verið bæði heima og upp við búrið. Því lengra sem ég er frá því stressaðri verð ég.“Bardagakvöldið stóra með Gunnari Nelson og Conor McGregor verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. Íþróttadeild 365 er í Las Vegas og flytur ykkur nýjustu tíðindi. Fylgstu með á Facebook, Twitter og Snapchat: sport365. MMA Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sjá meira
Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, fylgir sínum manni hvert sem er og er að sjálfsögðu mættur til Las Vegas. „Þetta er það langstærsta sem Gunni hefur farið í. Fari þetta vel þá mun þetta skjóta honum upp á stjörnuhimininn út um allan heim. Hann verður ekki lengur bara frægur í Evrópu heldur líka í Bandaríkjunum og Brasilíu,“ segir Jón Viðar en það er gríðarlega mikið undir hjá báðum köppum enda stefna þeir báðir á heimsmeistaratitilinn.Sjá einnig: Maia: Ég er betri í gólfinu en Gunnar „Ef Gunnar vinnur besta glímumanninn í deildinni þá eru það mjög stór skilaboð frá Gunna og það beint í kjölfarið á sigri á besta boxaranum í deildinni.“ Jón býst við því að Gunni muni láta reyna áfram á boxið gegn Maia enda þurfi hann ekki að verja sig of mikið. „Gunni er nefnilega ekkert hræddur við að fara með honum í gólfið. Gunna langar svo að upplifa að fara í gólfið með honum. Hann mun samt ekki taka neinar áhættur og reynir örugglega að slá hann niður fyrst.“Sjá einnig: Gunnar: Conor sturlast pínulítið á hverjum degi Gunnar var í frábæru formi síðasta sumar, betra formi en áður. Hann segist vera í enn betra formi núna. „Andlegi hlutinn skiptir miklu máli og hann var að vinna með hann í síðasta bardaga. Honum líður mjög vel,“ segir Jón Viðar og bætir við að tapið gegn Rick Story hafi gert Gunnari mjög gott. „Það er stærsti hlutinn af hans breytingu. Hlutirnir voru orðnir of auðveldir fyrir hann. Ef hann tekur þennan og einn til tvo í viðbót þá fær Gunni titilbardaga.“ Jón Viðar segist eðlilega vera stressaður á bardagakvöldunum en líði vel því nær búrinu sem hann er. „Ég hef verið bæði heima og upp við búrið. Því lengra sem ég er frá því stressaðri verð ég.“Bardagakvöldið stóra með Gunnari Nelson og Conor McGregor verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. Íþróttadeild 365 er í Las Vegas og flytur ykkur nýjustu tíðindi. Fylgstu með á Facebook, Twitter og Snapchat: sport365.
MMA Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sjá meira