Attar: Gunnar stendur frammi fyrir risatækifæri Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. desember 2015 14:07 Laugardagskvöldið er risastórt fyrir umboðsmanninn Audie Attar enda á hann þrjá bardagamenn á aðalhluta kvöldsins. Tveir þeirra berjast um titil. Attar er umboðsmaður Gunnars Nelson (ásamt Haraldi Nelson), Conor McGregor og Chris Weidman. Svo eru fleiri strákar á hans snærum að keppa þessa vikuna í Las Vegas. „Ég er mjög spenntur fyrir hönd allra strákanna enda sjö að fara að keppa. Þetta er mikil vinna en það er mikill heiður að vera með þessum íþróttamönnum í liði,“ segir Attar en hann er sem fyrr mjög spenntur fyrir því að fylgast með Gunnari.Sjá einnig: Kavanagh: Veit ekki hvort orðið stress sé til á íslensku en Gunni kann það ekki „Gunnar er ótrúlegur íþróttamaður og hann stendur frammi fyrir risatækifæri. Það eru margir að tala um þennan bardaga. Ég ber mikla virðingu fyrir Demian Maia en Gunni er af nýju kynslóðinni í íþróttinni. Ég mæli með því að fólk fái sér popp og bjór og njóti bardagans,“ segir Attar og glottir við. „Ef að Gunnar skilar sínu í þessum bardaga þá verður hann kominn í umræðuna um titilbardaga. Hann er að keppa við það góðan andstæðing.“Sjá einnig: Haraldur: Maia hefur aldrei verið betri en núna Gunnar hefur ekkert farið leynt með metnað sinn til þess að vinna heimsmeistarabeltið á næsta ári. Sér Attar það gerast? „Ef hann sýnir afburðaframmistöðu og vinnur flottan sigur þá er það ekkert vafamál að hann hefur efni á að vera með í umræðunni um beltið. Þetta er raunhæft markmið fyrir hann.“Sjá einnig: Gunnar mætir goðsögn í UFC-heiminum Eins og áður segir þá er Attar einnig umboðsmaður Írans Conor McGregor. Hvernig ætli sé að vera í miðjunni á þeim fellibyl? „Ég lít frekar á það sem fallega snjókomu á Íslandi. Maður verður að njóta þess. Þetta er búið að vera ótrúlegt ferðalag með honum en við höfum verið með honum síðan í fyrsta bardaga hans í UFC. Það tala allir um hvað hann er góður að rífa kjaft og hann fær ekki nóg hrós fyrir vinnu sína í búrinu. Hann og Gunnar æfa eins og geðsjúklingar. Conor talar mikið en hann fylgir því líka eftir með góðum frammistöðum. Stendur undir stóru orðunum. Ég held að Conor munu rota Jose Aldo í annarri lotu." Viðtalið við Attar má sjá í heild sinni hér að ofan.Bardagakvöldið stóra með Gunnari Nelson og Conor McGregor verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. Íþróttadeild 365 er í Las Vegas og flytur ykkur nýjustu tíðindi. Fylgstu með á Facebook, Twitter og Snapchat: sport365. MMA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Sjá meira
Laugardagskvöldið er risastórt fyrir umboðsmanninn Audie Attar enda á hann þrjá bardagamenn á aðalhluta kvöldsins. Tveir þeirra berjast um titil. Attar er umboðsmaður Gunnars Nelson (ásamt Haraldi Nelson), Conor McGregor og Chris Weidman. Svo eru fleiri strákar á hans snærum að keppa þessa vikuna í Las Vegas. „Ég er mjög spenntur fyrir hönd allra strákanna enda sjö að fara að keppa. Þetta er mikil vinna en það er mikill heiður að vera með þessum íþróttamönnum í liði,“ segir Attar en hann er sem fyrr mjög spenntur fyrir því að fylgast með Gunnari.Sjá einnig: Kavanagh: Veit ekki hvort orðið stress sé til á íslensku en Gunni kann það ekki „Gunnar er ótrúlegur íþróttamaður og hann stendur frammi fyrir risatækifæri. Það eru margir að tala um þennan bardaga. Ég ber mikla virðingu fyrir Demian Maia en Gunni er af nýju kynslóðinni í íþróttinni. Ég mæli með því að fólk fái sér popp og bjór og njóti bardagans,“ segir Attar og glottir við. „Ef að Gunnar skilar sínu í þessum bardaga þá verður hann kominn í umræðuna um titilbardaga. Hann er að keppa við það góðan andstæðing.“Sjá einnig: Haraldur: Maia hefur aldrei verið betri en núna Gunnar hefur ekkert farið leynt með metnað sinn til þess að vinna heimsmeistarabeltið á næsta ári. Sér Attar það gerast? „Ef hann sýnir afburðaframmistöðu og vinnur flottan sigur þá er það ekkert vafamál að hann hefur efni á að vera með í umræðunni um beltið. Þetta er raunhæft markmið fyrir hann.“Sjá einnig: Gunnar mætir goðsögn í UFC-heiminum Eins og áður segir þá er Attar einnig umboðsmaður Írans Conor McGregor. Hvernig ætli sé að vera í miðjunni á þeim fellibyl? „Ég lít frekar á það sem fallega snjókomu á Íslandi. Maður verður að njóta þess. Þetta er búið að vera ótrúlegt ferðalag með honum en við höfum verið með honum síðan í fyrsta bardaga hans í UFC. Það tala allir um hvað hann er góður að rífa kjaft og hann fær ekki nóg hrós fyrir vinnu sína í búrinu. Hann og Gunnar æfa eins og geðsjúklingar. Conor talar mikið en hann fylgir því líka eftir með góðum frammistöðum. Stendur undir stóru orðunum. Ég held að Conor munu rota Jose Aldo í annarri lotu." Viðtalið við Attar má sjá í heild sinni hér að ofan.Bardagakvöldið stóra með Gunnari Nelson og Conor McGregor verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. Íþróttadeild 365 er í Las Vegas og flytur ykkur nýjustu tíðindi. Fylgstu með á Facebook, Twitter og Snapchat: sport365.
MMA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Sjá meira