Vilja að sjómenn greiði veiði- og kolefnisgjöld Óli Kr. Ármannsson skrifar 12. desember 2015 07:00 Þungt hljóð er í sjómönnum vegna krafna sem útgerðarmenn hafa sett fram í kjaraviðræðum við félög þeirra. Fréttablaðið/Stefán Sjómenn eiga að standa undir greiðslum útgerðarfyrirtækja á kostnaði vegna veiðigjalda, trygginga-, raforku- og kolefnisgjalds, auk þess að taka meiri þátt í olíukostnaði fyrirtækjanna. Þetta er á meðal krafna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS, áður LÍÚ) í kjaraviðræðum við sjómenn, sem hafa verið án samnings frá ársbyrjun 2011. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir allar kröfur uppi á borðinu á ný eftir að upp úr viðræðum hafi slitnað fyrir viku. Sjómannasambandið hefur birt á Facebook-síðu sinni bæði eigin kröfur og kröfur útgerðarmanna.Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands ÍslandsAf því að sjómenn séu á hlutaskiptum segir Valmundur afstöðu útgerðarinnar þá að þeir eigi að borga fyrir hana veiðigjöldin og viðlíka kostnað. „En þeir gera sér þá líklega grein fyrir að þeir eru líka á hlutaskiptum og það er ekki okkar að greiða skatta sem á þá eru settir.“ Þá bendir hann á að sjómenn standi þegar undir olíukostnaði útgerðanna. Verð hennar hafi lækkað um 60 prósent frá því útgerðin setti fram kröfur sínar og því standi sá 30 prósenta aflahlutur sem tekinn sé frá fyrir skipti vegna hennar alfarið undir kostnaðinum. Félagið segir Valmundur ætla í fundaherferð milli jóla og nýárs þegar allir séu í landi. „Við ætlum að heyra ofan í okkar bakland hvað menn vilja gera.“ Þrennt sé í stöðunni; óbreytt ástand, semja um tryggingar- og launaliði í skammtímasamningi eða fara í aðgerðir. Ef hann ætti að giska segir hann sér finnast líklegast að leið númer þrjú verði fyrir valinu. „Mér heyrist á mönnum að þeir séu ekki par ánægðir. Þeir eru farnir að gefa sig upp bæði á síðunni okkar og víðar og það er mjög nýtt að sjómenn geri það og þýðir bara að þeir eru búnir að missa þolinmæðina.“Samningslausir frá 2011 Kjaraviðræður sjómanna og útgerðarmanna lögðust fljótlega af í ársbyrjun 2011. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, segir útgerðarmenn hafa farið í hart og að sjómenn hafi fremur viljað búa við óbreytt ástand en fá á sig gerðardóm líkt og búast hafi mátt við tækju þeir slaginn. En í haust hafi SFS viljað taka upp viðræður á ný. Ákveðið hafi verið að setja til hliðar stóru deilumálin, þátttöku sjómanna í gjöldum útgerðarinnar og kröfu sjómanna um að allur afli fari á markað, og ræða hluti sem ná mætti saman um. „Síðan hefur komið í ljós að þeir eru ekki tilbúnir að ræða neitt nema hækkun kauptryggingar og launaliðar. Um það hefur ekki þurft að semja fyrr en nú, því allar almennar hækkanir hafa tekið gildi hjá okkur eins og öðrum.“ Verði sjómenn áfram samningslausir verði lágmarkskaup þeirra á næsta ári lægra en hjá öldruðum og öryrkjum. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
Sjómenn eiga að standa undir greiðslum útgerðarfyrirtækja á kostnaði vegna veiðigjalda, trygginga-, raforku- og kolefnisgjalds, auk þess að taka meiri þátt í olíukostnaði fyrirtækjanna. Þetta er á meðal krafna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS, áður LÍÚ) í kjaraviðræðum við sjómenn, sem hafa verið án samnings frá ársbyrjun 2011. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir allar kröfur uppi á borðinu á ný eftir að upp úr viðræðum hafi slitnað fyrir viku. Sjómannasambandið hefur birt á Facebook-síðu sinni bæði eigin kröfur og kröfur útgerðarmanna.Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands ÍslandsAf því að sjómenn séu á hlutaskiptum segir Valmundur afstöðu útgerðarinnar þá að þeir eigi að borga fyrir hana veiðigjöldin og viðlíka kostnað. „En þeir gera sér þá líklega grein fyrir að þeir eru líka á hlutaskiptum og það er ekki okkar að greiða skatta sem á þá eru settir.“ Þá bendir hann á að sjómenn standi þegar undir olíukostnaði útgerðanna. Verð hennar hafi lækkað um 60 prósent frá því útgerðin setti fram kröfur sínar og því standi sá 30 prósenta aflahlutur sem tekinn sé frá fyrir skipti vegna hennar alfarið undir kostnaðinum. Félagið segir Valmundur ætla í fundaherferð milli jóla og nýárs þegar allir séu í landi. „Við ætlum að heyra ofan í okkar bakland hvað menn vilja gera.“ Þrennt sé í stöðunni; óbreytt ástand, semja um tryggingar- og launaliði í skammtímasamningi eða fara í aðgerðir. Ef hann ætti að giska segir hann sér finnast líklegast að leið númer þrjú verði fyrir valinu. „Mér heyrist á mönnum að þeir séu ekki par ánægðir. Þeir eru farnir að gefa sig upp bæði á síðunni okkar og víðar og það er mjög nýtt að sjómenn geri það og þýðir bara að þeir eru búnir að missa þolinmæðina.“Samningslausir frá 2011 Kjaraviðræður sjómanna og útgerðarmanna lögðust fljótlega af í ársbyrjun 2011. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, segir útgerðarmenn hafa farið í hart og að sjómenn hafi fremur viljað búa við óbreytt ástand en fá á sig gerðardóm líkt og búast hafi mátt við tækju þeir slaginn. En í haust hafi SFS viljað taka upp viðræður á ný. Ákveðið hafi verið að setja til hliðar stóru deilumálin, þátttöku sjómanna í gjöldum útgerðarinnar og kröfu sjómanna um að allur afli fari á markað, og ræða hluti sem ná mætti saman um. „Síðan hefur komið í ljós að þeir eru ekki tilbúnir að ræða neitt nema hækkun kauptryggingar og launaliðar. Um það hefur ekki þurft að semja fyrr en nú, því allar almennar hækkanir hafa tekið gildi hjá okkur eins og öðrum.“ Verði sjómenn áfram samningslausir verði lágmarkskaup þeirra á næsta ári lægra en hjá öldruðum og öryrkjum.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira