Sér eftir formennsku sinni í mannréttindaráði Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2015 11:55 Líf Magneudóttir segist sjá eftir formennsku sinni í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar og telur eðlilegast að Sóley Tómasdóttir svari fyrir vendingarnar í borgarstjórnarflokki Vinstri-Grænna. Þetta kom fram í spjalli hennar við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi í morgun. Þar ræddu þau ásamt Guðrúnu Hafsteinsdóttur um fréttaefni liðinnar viku, sem og hræringarnar í stjórnmálunum í Reykjavík. Samþykkt var á fundi borgarstjórnar í upphafi mánaðarins að Sóley, oddviti Vinstri grænna, skyldi taka sæti Lífar flokkssystur sinnar í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Jafnframt varð Sóley formaður ráðsins.Sjá einnig: Sóley ýtir Líf til hliðar og fer sjálf í formanninnLíf hafði gegnt formennsku í mannréttindaráði borgarinnar um nokkurt skeið. Hún var skipuð formaður ráðsins þegar meirihluti var myndaður í borginni í júní 2014 en á sama tíma tók Sóley við hlutverki forseta borgastjórnar. Á Sprengisandi sagðist Líf ekki getað svarað til um það hvort hún hafi stigið á tær Sóleyjar í aðdraganda breytinganna á mannréttindaráði. Það hafi hún í það minnsta ekki gert viljandi. „Ég hef bara verið að sinna minni vinnu og vanda mig eins og maður á að gera í stjórnmálum. Ég held að það sé bara eðlilegt að hún svari fyrir þetta,“ sagði Líf og vísaði þar til Sóleyjar. Þegar hún var spurð hvort hún sæi eftir formennsku sinni í ráðinu sagði hún: „Já, já. Það eru mörg skemmtileg verkefni framundan sem ég kem til með að sakna en ég bara læt til mín taka þá á öðrum vettvangi,“ segir Líf sem verður formaður borgarmálahóps Vinstri grænna og þá situr hún í skóla- og frístundaráði fyrir hönd flokksins. Sjá einnig: Afar skiptar skoðanir innan VG með ákvörðun SóleyjarEins og frægt er orðið sigraði Sóley sigraði Líf í formannskjöri í borgarstjórnarflokknum með minnsta mögulega mun, einu atkvæði, á sínum tíma.Sjónvarpfrétt Stöðvar 2 eftir þær kosningar hjá má sjá hér að neðan.Þegar Líf var spurð hvort að það hafi sett svip sinn á samstarf þeirra kom eilítið fát á Líf sem svaraði: „Ekki hvað mig varðar. Ég ákvað að bjóða mig fram í annað sætið og gerði það. Ég er í öðru sæti og sinni því bara eins og mér ber skylda til að gera,“ sagði Líf og bætti við: „Ég meina, pólitíkin er ævintýraleg. Það gerist alltaf eitthvað. Stundum vonbrigði en það sem skiptir mestu máli er að einbeita sér að verkefnunum framundan. Maður situr í umboði kjósenda, þeir kjósa mann til einhverra verka og það er það sem maður á að gera. Maður á að láta allan persónulegan ágreining til hliðar.“ Hún segir að í grunninn snúist pólitíkin ekki um titla og heiti heldur séu það fyrst og fremst verkefnin sem einkenna stjórnmálin. „Ég held að við þurfum bara að sameinast í því þá fyrst að svona er komið,“ segir Líf. Spjall þeirra Sigurjóns og Guðrúnar má heyra í spilaranum hér efst í fréttinni. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Líf Magneudóttir segist sjá eftir formennsku sinni í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar og telur eðlilegast að Sóley Tómasdóttir svari fyrir vendingarnar í borgarstjórnarflokki Vinstri-Grænna. Þetta kom fram í spjalli hennar við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi í morgun. Þar ræddu þau ásamt Guðrúnu Hafsteinsdóttur um fréttaefni liðinnar viku, sem og hræringarnar í stjórnmálunum í Reykjavík. Samþykkt var á fundi borgarstjórnar í upphafi mánaðarins að Sóley, oddviti Vinstri grænna, skyldi taka sæti Lífar flokkssystur sinnar í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Jafnframt varð Sóley formaður ráðsins.Sjá einnig: Sóley ýtir Líf til hliðar og fer sjálf í formanninnLíf hafði gegnt formennsku í mannréttindaráði borgarinnar um nokkurt skeið. Hún var skipuð formaður ráðsins þegar meirihluti var myndaður í borginni í júní 2014 en á sama tíma tók Sóley við hlutverki forseta borgastjórnar. Á Sprengisandi sagðist Líf ekki getað svarað til um það hvort hún hafi stigið á tær Sóleyjar í aðdraganda breytinganna á mannréttindaráði. Það hafi hún í það minnsta ekki gert viljandi. „Ég hef bara verið að sinna minni vinnu og vanda mig eins og maður á að gera í stjórnmálum. Ég held að það sé bara eðlilegt að hún svari fyrir þetta,“ sagði Líf og vísaði þar til Sóleyjar. Þegar hún var spurð hvort hún sæi eftir formennsku sinni í ráðinu sagði hún: „Já, já. Það eru mörg skemmtileg verkefni framundan sem ég kem til með að sakna en ég bara læt til mín taka þá á öðrum vettvangi,“ segir Líf sem verður formaður borgarmálahóps Vinstri grænna og þá situr hún í skóla- og frístundaráði fyrir hönd flokksins. Sjá einnig: Afar skiptar skoðanir innan VG með ákvörðun SóleyjarEins og frægt er orðið sigraði Sóley sigraði Líf í formannskjöri í borgarstjórnarflokknum með minnsta mögulega mun, einu atkvæði, á sínum tíma.Sjónvarpfrétt Stöðvar 2 eftir þær kosningar hjá má sjá hér að neðan.Þegar Líf var spurð hvort að það hafi sett svip sinn á samstarf þeirra kom eilítið fát á Líf sem svaraði: „Ekki hvað mig varðar. Ég ákvað að bjóða mig fram í annað sætið og gerði það. Ég er í öðru sæti og sinni því bara eins og mér ber skylda til að gera,“ sagði Líf og bætti við: „Ég meina, pólitíkin er ævintýraleg. Það gerist alltaf eitthvað. Stundum vonbrigði en það sem skiptir mestu máli er að einbeita sér að verkefnunum framundan. Maður situr í umboði kjósenda, þeir kjósa mann til einhverra verka og það er það sem maður á að gera. Maður á að láta allan persónulegan ágreining til hliðar.“ Hún segir að í grunninn snúist pólitíkin ekki um titla og heiti heldur séu það fyrst og fremst verkefnin sem einkenna stjórnmálin. „Ég held að við þurfum bara að sameinast í því þá fyrst að svona er komið,“ segir Líf. Spjall þeirra Sigurjóns og Guðrúnar má heyra í spilaranum hér efst í fréttinni.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira