Innlent

Kattholt: Gefið ekki kettling í jólagjöf

Bjarki Ármannsson skrifar
Hugsum okkur tvisvar um áður en við gefum svona sætar kisur í jólagjöf.
Hugsum okkur tvisvar um áður en við gefum svona sætar kisur í jólagjöf. Vísir/Getty
Kettlingur er ekki hentug jólagjöf til að gefa öðrum. Þetta segir í Facebook-færslu Kattholts, sem minnir sérstaklega á það fyrir jólin að hátíðarnar séu slæmur tími fyrir fólk að skuldbinda sig til að sjá um gæludýr.

„Mörgum kettlingum er reynt að „skila“ eftir áramót,“ segir í færslunni. „Dæmi er um fólk sem fékk kettling að gjöf sem það var ekki tilbúið að annast.“

Í færslunni eru þeir sem eru að hugsa um að gefa ketti í jólagjöf hvattir til að fara frekar í Kattholt og fá gjafabréf til að gefa í staðinn.

„Þá getur viðkomandi heimsótt Kattholt eftir áramót og valið sér kött. Það er oft sagt að kötturinn velji sér eiganda og því er sú leið mun betri.“

"Ég er ekki jólagjöf sem fæst skilað eða skipt".Kettlingur er ekki hentug jólagjöf til að gefa öðrum. Mörgum...

Posted by Kattholt on 12. desember 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×