Innlent

Jólaandinn sveif yfir Árbæjarsafni í dag

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Jólaandinn sveif yfir Árbæjarsafni í dag þar sem árleg jólasýning er nú haldin.

Ungir sem aldnir leggja jafnan leið sína á safnið á aðventunni og upplifa undirbúning jólanna eins og hann var í gamla daga.

Hrekkjóttir jólasveinar fara um safnið og gægjast í glugga og kíkja í potta. Þá má fylgjast með því þegar laufabrauð er skorið út og spunnið er og prjónað á baðstofulofti. Hápunktur margra er svo að dansa í kringum jólatréið á torginu á safninu og syngja nokkur jólalög.

Tökumaður Stöðvar 2 var á svæðinu og tók þessar myndir.

Vísir/Egill
Vísir/Egill
Vísir/Egill
Vísir/Egill
Vísir/Egill
Vísir/Egill



Fleiri fréttir

Sjá meira


×