Ólína segir þinginu stjórnað af nátttröllum Heimir Már Pétursson skrifar 15. desember 2015 13:17 Taugastríð stjórnar og stjórnarandstöðu um þingstörfin heldur áfram og útlit fyrir að annarri umræðu um fjárlög verði enn eina ferðina framhaldið fram á kvöld eða nótt. Þingmaður Samfylkingarinnar sagði ástandið í þinginu forystu þess til skammar og líkti forsetum þingsins við nátttröll á þingfundi í morgun. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar minnti á það á Alþingi í morgun að þingfundi hefði verið slitið á fjórða tímanum í nótt og fundur í allsherjar- og menntamálanefnd hefði hafist fimm tímum síðar eða klukkan hálf níu í morun. Ólína segir að ítrekað hafi verið gengið eftir svörum hjá þingforsetum hver verkáætlun Alþingis væri, en formlegri starfsáætlun þingsins lauk á föstudag. „Það er talað inn í næturnar. Engin svör berast og menn sitja eins og nátttröll á stóli á bakvið einhvern kjánalegan þagnarskjöld og neita að upplýsa þingmenn um hvað þeim sé ætlað að gera. Hvernig verkáætlun þeirra eigi að líta út,“ sagði Ólína. Þingið setti niður við þessi vinnubrögð. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis sagði ástandið í þinginu vera óvanalegt. „Meðan sú staða er uppi að ekki sér fyrir endann á þeirri umræðu sem stendur yfir um fjárlögin er forseta og forsætisnefnd gjörsamlega fyrirmunað að skipuleggja störf þingsins. Hvað þá boðið upp á einhvern fyrirsjáanleika,“ sagði Einar. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins og einn varaforseta Alþingis sagði umræðurnar um fjárlögin undanfarnar daga og nætur hafa verið góðar og upplýsandi. En Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins sagði umræðuna hafa staðið hátt í sextíu klukkustundir og vísaði ábyrgðinni á ástandinu í þinginu til stjórnarandstöðunnar. „Það er miður desember, það styttist til jóla og það er auðvitað ábyrgð stjórnarandstöðunnar að setja niður fyrir sig hvenær hún ætlar að ljúka þessari umræðu,“ sagði Ásmundur Einar. Ólína sagði stífni stjórnarforystunnar kalla fram stífni hjá stjórnarandstöðunni og verið væri að búa til vandamál að ástæðulausu. „Það er þess vegna sem þingið setur niður við þetta og ég hafna því algerlega að stjórnarandstaðan beri ábyrgðina á ástandinu í þessu húsi núna. Það er þingforystan sem á það algerlega skuldlaust og forsetarnir, sem sitja hér eins og steinrunnin nátttröll á stóli,“ sagði Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir. Búast má við að umræður um fjárlög standi langt fram á kvöld eða nótt. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Taugastríð stjórnar og stjórnarandstöðu um þingstörfin heldur áfram og útlit fyrir að annarri umræðu um fjárlög verði enn eina ferðina framhaldið fram á kvöld eða nótt. Þingmaður Samfylkingarinnar sagði ástandið í þinginu forystu þess til skammar og líkti forsetum þingsins við nátttröll á þingfundi í morgun. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar minnti á það á Alþingi í morgun að þingfundi hefði verið slitið á fjórða tímanum í nótt og fundur í allsherjar- og menntamálanefnd hefði hafist fimm tímum síðar eða klukkan hálf níu í morun. Ólína segir að ítrekað hafi verið gengið eftir svörum hjá þingforsetum hver verkáætlun Alþingis væri, en formlegri starfsáætlun þingsins lauk á föstudag. „Það er talað inn í næturnar. Engin svör berast og menn sitja eins og nátttröll á stóli á bakvið einhvern kjánalegan þagnarskjöld og neita að upplýsa þingmenn um hvað þeim sé ætlað að gera. Hvernig verkáætlun þeirra eigi að líta út,“ sagði Ólína. Þingið setti niður við þessi vinnubrögð. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis sagði ástandið í þinginu vera óvanalegt. „Meðan sú staða er uppi að ekki sér fyrir endann á þeirri umræðu sem stendur yfir um fjárlögin er forseta og forsætisnefnd gjörsamlega fyrirmunað að skipuleggja störf þingsins. Hvað þá boðið upp á einhvern fyrirsjáanleika,“ sagði Einar. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins og einn varaforseta Alþingis sagði umræðurnar um fjárlögin undanfarnar daga og nætur hafa verið góðar og upplýsandi. En Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins sagði umræðuna hafa staðið hátt í sextíu klukkustundir og vísaði ábyrgðinni á ástandinu í þinginu til stjórnarandstöðunnar. „Það er miður desember, það styttist til jóla og það er auðvitað ábyrgð stjórnarandstöðunnar að setja niður fyrir sig hvenær hún ætlar að ljúka þessari umræðu,“ sagði Ásmundur Einar. Ólína sagði stífni stjórnarforystunnar kalla fram stífni hjá stjórnarandstöðunni og verið væri að búa til vandamál að ástæðulausu. „Það er þess vegna sem þingið setur niður við þetta og ég hafna því algerlega að stjórnarandstaðan beri ábyrgðina á ástandinu í þessu húsi núna. Það er þingforystan sem á það algerlega skuldlaust og forsetarnir, sem sitja hér eins og steinrunnin nátttröll á stóli,“ sagði Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir. Búast má við að umræður um fjárlög standi langt fram á kvöld eða nótt.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent