Innlent

Hyllir undir hópleit að ristilkrabbameini

Una Sighvatsdóttir skrifar
Ragnheiður Haraldsdóttir lét af störfum í dag eftir sex ára starf sem forstjóri Krabbameinsfélagsins, þar sem hún hefur meðal annars beitt sér fyrir skipulagðri hópleit að ristilkrabbameini.
Ragnheiður Haraldsdóttir lét af störfum í dag eftir sex ára starf sem forstjóri Krabbameinsfélagsins, þar sem hún hefur meðal annars beitt sér fyrir skipulagðri hópleit að ristilkrabbameini.
Krabbameinsfélagið hefur allt fráárinu 1988 annast skipulagða leit að krabbameini í brjóstum og síðar einnig leghálsi, samkvæmt þjónustusamningum við ríkið. Um áraraðir hefur félagið beitt sér fyrir því að einnig verði skimað eftir ristilkrabbameini og áttu í dag fund með heilbrigðisráðherra til aðþrýsta á um málið.

Ragnheiður Haraldsdóttir forstjóri Krabbameinsfélagsins segir allar vísbendingar leiða að þeirri niðurstöðu að hópleit að ristilkrabbameini sé síst minna hagkvæm en þær leitir sem þegar tíðkast.

„Og hún er áreiðanlega jafnmikilvæg fyrir landann, því að þetta krabbamein getur verið slæmt ef það greinist seint. Kostnaður við meðferð er mjög hár og fer vaxandi, þannig að það má leiða aðþví líkum aðþví fyrr sem við hefjum þessa leit því betur erum við öll stödd," segir Ragnheiður.

Að meðaltali greinast yfir 130 Íslendingar á ári með krabbamein í ristli og endaþarmi og á hverju ári deyja um 50 manns vegna sjúkdómsins. Heilbrigðisráðherra segist velviljaður fyrir því að skipulögð leit verði loks að veruleika.

„Það hefur margoft átt sér stað umræða á Alþingi um þetta á mörgum undangengnum árum en aldrei komist á framkvæmdastig, ég leyfi mér að fullyrða aðþað hylli undir það nú," segir Kristján Þór Júlíusson.

Þess sér þó ekki staðí fjárlögum næsta árs en ráðherra gerir þó ráð fyrir að nokkrum tugum milljóna verði varið til nauðsynlegs undirbúnings. „Ég geri ráð fyrir aðþað verði fjármagnaðá næsta ári til undirbúnings því að sjálf skimunin hefjist síðan á árinu 2017."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×