Innlent

Flest málin eru vegna ofbeldis af hálfu maka

Snærós Sindradóttir skrifar
Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur er ánægð með ávinninginn af nýja verklaginu. Nú kemur lögregla fyrr inn í mál og með virkum hætti.
Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur er ánægð með ávinninginn af nýja verklaginu. Nú kemur lögregla fyrr inn í mál og með virkum hætti. vísir/gva
Heimilisofbeldi er að jafnaði tilkynnt til lögreglu tvisvar á dag. Fram til 14. desember höfðu 766 tilvik verið tilkynnt til lögreglunnar um land allt. 519 þeirra voru af hendi maka eða fyrrverandi maka.

Þetta kemur fram í afbrotatíðindum Ríkislögreglustjóra fyrir nóvembermánuð. Farið hefur verið eftir nýjum verklagsreglum lögreglunnar um meðferð og skráningu heimilisofbeldis í eitt ár. Áður fyrr var heimilisofbeldi ekki sérstaklega skráð og umfang þess því illa kortlagt.

„Þetta nýja verklag hefur ótvírætt sannað gildi sitt og hjálpað mörgum. Þetta er aukin vinna og mikið álag á starfsfólk en algjörlega þess virði,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.

Markmið hinnar nýju verklagsreglu lögreglunnar var að ná utan um brot sem sjaldan eru tilkynnt en hafa tilhneigingu til að vera ítrekuð og að stigmagnast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×