„Við öll - tölum saman, skiljum hvert annað“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2015 11:39 Gestir á Kalda bar eru áskrifendur að brosinu hans Georgs Leite. Brasilíumaðurinn Georg Leite sem rekur Kalda bar á Klapparstíg hefur búið á Íslandi í átján ár. Hingað ákvað hann að koma frá Brasilíu af því hann langaði að komast eins langt í burtu og mögulegt er sem skiptinemi. Georg er einn tuttugu og fjögurra íbúa á Íslandi af erlendum uppruna sem tekur þátt í átaki PIPAR/TBWA undir yfirskriftinni „Við öll - tölum saman, skiljum hvert annað.“ Ástæðan fyrir átakinu og því að starfsfólk PIPAR\TBWA vill blanda sér í umræðuna er sú að svo virðist sem mál innflytjenda, flóttafólks og hryðjuverkamanna séu orðin að einu og sama málinu sem er hvorki rétt né ekki gott að sögn framkvæmdastjórans Valgeirs Magnússonar. „Við munum því birta eitt myndband á dag næstu 24 daga þar sem við kynnumst fólki af erlendu bergi brotið sem hér býr og starfar og tekur þátt í því að auðga okkar samfélag.“ Segja má að um jóladagatal sé að ræða en fyrsta myndbandið var birt á Facebook-síðu PIPARS/TBWA í gær. Þar er einmitt rætt við Georg sem ótrúlegt en satt spilar ekki fótbolta. Hann segir það hafa komið mörgum í opna skjöldu þegar þeir heyrðu að hann væri frá Brasilíu. Georg segist enn vera að venjast íslenskum mat. Munurinn á Brasilíu og Íslandi sé eins og svart og hvítt, heitt og kalt. Svo hægt sé að skilja annað fólk er nauðsynlegt að setja sig í þeirra spor. Einfaldasta leiðin til þess en jafnframt sú árangursríkasta er að ræða saman og því munum við fram að jólum birta stutt viðtöl við fólk af erlendu bergi brotið sem á það sameiginlegt að hafa flust frá sínum heimahögum hingað til lands. Þetta fólk er nú orðið hluti af íslenskri menningu sem þýðir að þau eru ekki lengur þau, heldur við öll. #viðöllPosted by PIPAR\TBWA on Tuesday, December 1, 2015Landsmenn verða vafalítið varir við myndböndin sem munu birtast á á Vísi og í sjónvarpinu hjá RÚV auk Facebook-síðu PIPARS/TBWA þar sem það verður frumsýnt.Valgeir segir PIPAR\TBWA hafa ákveðið að gera þetta af því að auglýsingastofan hafi kunnáttu til að ná til fólks og beina athyglinni á rétta staði og hví ekki að nýta það? „Þessi umræða snertir okkur öll,“ segir framkvæmdastjórinn um átakið. „Svo hægt sé að skilja annað fólk er nauðsynlegt að setja sig í þeirra spor. Einfaldasta leiðin til þess en jafnframt sú árangursríkasta er að ræða saman. Vinnunni fylgir mikil gleði. Hér eru allir að hjálpast að við að finna fólk, taka upp mynd og hljóð, klippa, velta fyrir sér spurningum, vinna með grafík og allt sem til fellur í verkefni á borð við þetta. Við erum öll að gera þetta með hjartanu enda erum við með þessu bara að tjá okkar sýn og hvernig við teljum að heimurinn geti orðið betri ef við kynnumst hvort öðru og tölum saman. Þess vegna köllum við átakið: Við öll - tölum saman, skiljum hvert annað.“ Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Brasilíumaðurinn Georg Leite sem rekur Kalda bar á Klapparstíg hefur búið á Íslandi í átján ár. Hingað ákvað hann að koma frá Brasilíu af því hann langaði að komast eins langt í burtu og mögulegt er sem skiptinemi. Georg er einn tuttugu og fjögurra íbúa á Íslandi af erlendum uppruna sem tekur þátt í átaki PIPAR/TBWA undir yfirskriftinni „Við öll - tölum saman, skiljum hvert annað.“ Ástæðan fyrir átakinu og því að starfsfólk PIPAR\TBWA vill blanda sér í umræðuna er sú að svo virðist sem mál innflytjenda, flóttafólks og hryðjuverkamanna séu orðin að einu og sama málinu sem er hvorki rétt né ekki gott að sögn framkvæmdastjórans Valgeirs Magnússonar. „Við munum því birta eitt myndband á dag næstu 24 daga þar sem við kynnumst fólki af erlendu bergi brotið sem hér býr og starfar og tekur þátt í því að auðga okkar samfélag.“ Segja má að um jóladagatal sé að ræða en fyrsta myndbandið var birt á Facebook-síðu PIPARS/TBWA í gær. Þar er einmitt rætt við Georg sem ótrúlegt en satt spilar ekki fótbolta. Hann segir það hafa komið mörgum í opna skjöldu þegar þeir heyrðu að hann væri frá Brasilíu. Georg segist enn vera að venjast íslenskum mat. Munurinn á Brasilíu og Íslandi sé eins og svart og hvítt, heitt og kalt. Svo hægt sé að skilja annað fólk er nauðsynlegt að setja sig í þeirra spor. Einfaldasta leiðin til þess en jafnframt sú árangursríkasta er að ræða saman og því munum við fram að jólum birta stutt viðtöl við fólk af erlendu bergi brotið sem á það sameiginlegt að hafa flust frá sínum heimahögum hingað til lands. Þetta fólk er nú orðið hluti af íslenskri menningu sem þýðir að þau eru ekki lengur þau, heldur við öll. #viðöllPosted by PIPAR\TBWA on Tuesday, December 1, 2015Landsmenn verða vafalítið varir við myndböndin sem munu birtast á á Vísi og í sjónvarpinu hjá RÚV auk Facebook-síðu PIPARS/TBWA þar sem það verður frumsýnt.Valgeir segir PIPAR\TBWA hafa ákveðið að gera þetta af því að auglýsingastofan hafi kunnáttu til að ná til fólks og beina athyglinni á rétta staði og hví ekki að nýta það? „Þessi umræða snertir okkur öll,“ segir framkvæmdastjórinn um átakið. „Svo hægt sé að skilja annað fólk er nauðsynlegt að setja sig í þeirra spor. Einfaldasta leiðin til þess en jafnframt sú árangursríkasta er að ræða saman. Vinnunni fylgir mikil gleði. Hér eru allir að hjálpast að við að finna fólk, taka upp mynd og hljóð, klippa, velta fyrir sér spurningum, vinna með grafík og allt sem til fellur í verkefni á borð við þetta. Við erum öll að gera þetta með hjartanu enda erum við með þessu bara að tjá okkar sýn og hvernig við teljum að heimurinn geti orðið betri ef við kynnumst hvort öðru og tölum saman. Þess vegna köllum við átakið: Við öll - tölum saman, skiljum hvert annað.“
Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira