Myndi helst sakna roksins ef hún færi frá Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2015 11:23 Sari Peltonen segir Íslendinga ekki alltaf fatta svarta finnska húmorinn sinn. Sari Peltonen frá Finnlandi, Tomoko Daimaru frá Japan og Nura A. Rashid frá Singapore kunna vel við sig á Íslandi. Tomoko Daimaru segist eiginlega hafa komið óvart til Íslands. Hún hafi verið að læra ensku í háskóla og velt fyrir sér að fara til Bretlands. Hún hafi hins vegar sótt um styrk hér á landi, fengið og komið hingað. Hún lýsir því hvernig plássið sé allt annað hérna en í Tókíó. Íslendingar séu nokkuð feimnir fyrst en mjög hjálplegir og almennilegir. Hennar uppáhaldsmatur á Íslandi er purusteik og lambakjöt. Hún saknar fjölskyldunnar mest um áramótin sem eru á pari við jólin á Íslandi. Fjölskyldan hittist, borði saman og eigi gleðilega stund. Vissuð þið að kvenkyns nöfn í japan enda mjög oft á -ko sem þýðir barn?Tomoko Daimaru frá Japan kom óvart til Íslands á sínum tíma, fáum að heyra í henni og hennar dásamlegu dóttur. #viðöllPosted by PIPAR\TBWA on Saturday, December 5, 2015 Nura A. Rashid frá Singapore er leikskólakennari sem býr í Kópavogi. Eftir námsdvöl í Bandaríkjunum hélt hún til Íslands um tvítugt. Hún segir æskuna í Singapore snúast mikið um lærdóm en ekki leik öfugt við á Íslandi þar sem krakkar læra mikið í gegnum leiki. „Þegar ég kom hingað var enginn að brosa að ókunnu fólki,“ segir Nura en það hafi breyst rosalega mikið. Fólk sé bara brosandi á Íslandi. Hún segir mikilvægt fyrir sig að vera hamingjusöm í lífinu. Hún hafi sigrast á brjóstakrabbameini og minnir á mikilvægi þess að vera hamingjusöm. Það er 4. desember og því komið að fjórða viðtalinu. Að þessu sinni er það hún Nura A. Rashid frá Singapore. #viðöll #hamingjanPosted by PIPAR\TBWA on Friday, December 4, 2015 Sari Peltonen frá Finnlandi hefur búið í Reykjavík í átta ár og starfar hjá Hönnunarmiðstöð Íslands. Böð og saunur eru á allt öðru stigi í Finnlandi en heima á Íslandi. Sari segist keyra háfltíma í Mosfellsbæ til að komast í bestu saununa. Almennt séð séu böðin og saunur hér á landi ekki nógu heitar. Fyrstu kynni af Íslandi hafi verið nokkuð erfið en í dag líði henni vel. Þá fatti Íslendingar ekki alltaf finnska húmorin hennar og mögulega sé hann of svartur. „Finnar borða meira skyr heldur en Íslendingur held ég,“ segir Sari Peltonen. Svo grínast hún með að hún myndi sakna roksins mest af öllu á Íslandi og vísar í svartan finnskan húmor. Sari Peltonen, Tomoko Daimaruog Nura A. Rashid taka þátt í verkefni PIPAR/TBWA undir merkinu #viðöll. Sari Peltonen frá Finnlandi myndi helst sakna roksins færi hún frá Íslandi! #viðöll #finnskaldhæðiniPosted by PIPAR\TBWA on Sunday, December 6, 2015 Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Sari Peltonen frá Finnlandi, Tomoko Daimaru frá Japan og Nura A. Rashid frá Singapore kunna vel við sig á Íslandi. Tomoko Daimaru segist eiginlega hafa komið óvart til Íslands. Hún hafi verið að læra ensku í háskóla og velt fyrir sér að fara til Bretlands. Hún hafi hins vegar sótt um styrk hér á landi, fengið og komið hingað. Hún lýsir því hvernig plássið sé allt annað hérna en í Tókíó. Íslendingar séu nokkuð feimnir fyrst en mjög hjálplegir og almennilegir. Hennar uppáhaldsmatur á Íslandi er purusteik og lambakjöt. Hún saknar fjölskyldunnar mest um áramótin sem eru á pari við jólin á Íslandi. Fjölskyldan hittist, borði saman og eigi gleðilega stund. Vissuð þið að kvenkyns nöfn í japan enda mjög oft á -ko sem þýðir barn?Tomoko Daimaru frá Japan kom óvart til Íslands á sínum tíma, fáum að heyra í henni og hennar dásamlegu dóttur. #viðöllPosted by PIPAR\TBWA on Saturday, December 5, 2015 Nura A. Rashid frá Singapore er leikskólakennari sem býr í Kópavogi. Eftir námsdvöl í Bandaríkjunum hélt hún til Íslands um tvítugt. Hún segir æskuna í Singapore snúast mikið um lærdóm en ekki leik öfugt við á Íslandi þar sem krakkar læra mikið í gegnum leiki. „Þegar ég kom hingað var enginn að brosa að ókunnu fólki,“ segir Nura en það hafi breyst rosalega mikið. Fólk sé bara brosandi á Íslandi. Hún segir mikilvægt fyrir sig að vera hamingjusöm í lífinu. Hún hafi sigrast á brjóstakrabbameini og minnir á mikilvægi þess að vera hamingjusöm. Það er 4. desember og því komið að fjórða viðtalinu. Að þessu sinni er það hún Nura A. Rashid frá Singapore. #viðöll #hamingjanPosted by PIPAR\TBWA on Friday, December 4, 2015 Sari Peltonen frá Finnlandi hefur búið í Reykjavík í átta ár og starfar hjá Hönnunarmiðstöð Íslands. Böð og saunur eru á allt öðru stigi í Finnlandi en heima á Íslandi. Sari segist keyra háfltíma í Mosfellsbæ til að komast í bestu saununa. Almennt séð séu böðin og saunur hér á landi ekki nógu heitar. Fyrstu kynni af Íslandi hafi verið nokkuð erfið en í dag líði henni vel. Þá fatti Íslendingar ekki alltaf finnska húmorin hennar og mögulega sé hann of svartur. „Finnar borða meira skyr heldur en Íslendingur held ég,“ segir Sari Peltonen. Svo grínast hún með að hún myndi sakna roksins mest af öllu á Íslandi og vísar í svartan finnskan húmor. Sari Peltonen, Tomoko Daimaruog Nura A. Rashid taka þátt í verkefni PIPAR/TBWA undir merkinu #viðöll. Sari Peltonen frá Finnlandi myndi helst sakna roksins færi hún frá Íslandi! #viðöll #finnskaldhæðiniPosted by PIPAR\TBWA on Sunday, December 6, 2015
Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira