Endurskoða löggjöf um fóstureyðingar Sæunn Gísladóttir skrifar 8. desember 2015 06:00 Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, vonast til að leggja fram frumvarp um breytingar á löggjöf um fóstureyðingar á næsta haustþingi. Fréttablaðið/Pjetur Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hyggst endurskoða löggjöf um fóstureyðingar sem er frá árinu 1975. Nýverið birtist grein í Læknablaðinu þar sem gagnrýnt var að konur væru enn í þeirri formlegu aðstöðu að tveir aðilar konunni óskyldir verði að samþykkja beiðni hennar um þungunarrof. „Ég fól starfsmönnunum sem eru að vinna á þessu sviði í upphafi árs að fara að undirbúa endurskoðun á þessum lögum vegna þess að þau eru bara barn síns tíma og það er full þörf á því að endurskoða löggjöf um þessi mál,“ segir Kristján Þór. Hann segist vilja að löggjöfin verði endurskoðuð í heild sinni.Hópurinn Lífsvernd hittist í hádeginu á hverjum þriðjudegi fyrir utan kvennadeildina og bað fyrir eyddum fóstrum. Fréttablaðið/Ernir„Megináhersla mín í þessum efnum er að konur hafi ákvörðunarvald yfir eigin málum. Í mínum huga er þetta ákvörðun sem konan sjálf er best búin og fær um að taka og hún á að hafa ákvörðunarvaldið í þessu efni.“ Í greininni Þungunarrof á Íslandi í 80 ár. Góð reynsla en er þörf á að breyta? sem birtist í nýjasta tölublaði Læknablaðsins fyrir skömmu, rekja fjórir reyndir heilbrigðisstarfsmenn sögu fóstureyðingarlöggjafar á Íslandi. Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur, ásamt Steinunni Rögnvaldsdóttur, gaf nýlega út bók byggða á reynslusögum kvenna sem farið hafa í fóstureyðingu hér á landi. Hún tekur undir gagnrýnina. „Við erum með dæmi frá konum sem tala um niðurlægingu, að þurfa að spyrja einhvern annan og efann sem vaknar hjá konum þegar þær fara í gegnum þetta ferli,“ sagði Silja Bára við Stöð 2 um liðna helgi. Ísland var meðal fyrstu landa í Vestur-Evrópu til að setja lög sem leyfðu fóstureyðingar árið 1935. Fram að því voru engar heimildir til að framkvæma slíkar aðgerðir. Höfundarnir færa rök fyrir því að núgildandi lög, lög nr. 25 frá 1975, „Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir“, þurfi að endurmeta til að láta þau sjónarmið ráða för sem styðja nútímalegt sjálfræði kvenna. En samkvæmt lögunum þurfa tveir aðilar óskyldir konunni sem hyggst fara í fóstureyðingu að samþykkja beiðni hennar um þungunarrof. Kristján Þór segir að vinnan miðist við að leggja fram frumvarp um breytingu á lögum á næsta haustþingi. „Vonandi getum við þá séð einhverjar breytingar á löggjöfinni á árinu 2017,“ segir Kristján Þór. Hann vill ekki spá hvort þverpólitísk sátt náist um málið. „Ég fól starfsmönnunum sem eru að vinna á þessu sviði hér að hefja undirbúning að þessari vinnu, svo þegar við erum lengra komin getur vel verið að við útvíkkum hópinn. Sjáum bara til hverju starfið skilar okkur.“ Tengdar fréttir Íslensk fóstureyðingarlög úrelt og niðurlægjandi Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn segja tímabært að endurmeta fóstureyðingarlög, en ólíkt nágrannalöndum okkar eru fóstureyðingar ekki frjálsar hér á landi. Sérfræðingur segir ferlið eins og það er í dag niðurlægjandi og lögin brjóta á sjálfsákvörðunarrétti kvenna. 5. desember 2015 19:15 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hyggst endurskoða löggjöf um fóstureyðingar sem er frá árinu 1975. Nýverið birtist grein í Læknablaðinu þar sem gagnrýnt var að konur væru enn í þeirri formlegu aðstöðu að tveir aðilar konunni óskyldir verði að samþykkja beiðni hennar um þungunarrof. „Ég fól starfsmönnunum sem eru að vinna á þessu sviði í upphafi árs að fara að undirbúa endurskoðun á þessum lögum vegna þess að þau eru bara barn síns tíma og það er full þörf á því að endurskoða löggjöf um þessi mál,“ segir Kristján Þór. Hann segist vilja að löggjöfin verði endurskoðuð í heild sinni.Hópurinn Lífsvernd hittist í hádeginu á hverjum þriðjudegi fyrir utan kvennadeildina og bað fyrir eyddum fóstrum. Fréttablaðið/Ernir„Megináhersla mín í þessum efnum er að konur hafi ákvörðunarvald yfir eigin málum. Í mínum huga er þetta ákvörðun sem konan sjálf er best búin og fær um að taka og hún á að hafa ákvörðunarvaldið í þessu efni.“ Í greininni Þungunarrof á Íslandi í 80 ár. Góð reynsla en er þörf á að breyta? sem birtist í nýjasta tölublaði Læknablaðsins fyrir skömmu, rekja fjórir reyndir heilbrigðisstarfsmenn sögu fóstureyðingarlöggjafar á Íslandi. Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur, ásamt Steinunni Rögnvaldsdóttur, gaf nýlega út bók byggða á reynslusögum kvenna sem farið hafa í fóstureyðingu hér á landi. Hún tekur undir gagnrýnina. „Við erum með dæmi frá konum sem tala um niðurlægingu, að þurfa að spyrja einhvern annan og efann sem vaknar hjá konum þegar þær fara í gegnum þetta ferli,“ sagði Silja Bára við Stöð 2 um liðna helgi. Ísland var meðal fyrstu landa í Vestur-Evrópu til að setja lög sem leyfðu fóstureyðingar árið 1935. Fram að því voru engar heimildir til að framkvæma slíkar aðgerðir. Höfundarnir færa rök fyrir því að núgildandi lög, lög nr. 25 frá 1975, „Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir“, þurfi að endurmeta til að láta þau sjónarmið ráða för sem styðja nútímalegt sjálfræði kvenna. En samkvæmt lögunum þurfa tveir aðilar óskyldir konunni sem hyggst fara í fóstureyðingu að samþykkja beiðni hennar um þungunarrof. Kristján Þór segir að vinnan miðist við að leggja fram frumvarp um breytingu á lögum á næsta haustþingi. „Vonandi getum við þá séð einhverjar breytingar á löggjöfinni á árinu 2017,“ segir Kristján Þór. Hann vill ekki spá hvort þverpólitísk sátt náist um málið. „Ég fól starfsmönnunum sem eru að vinna á þessu sviði hér að hefja undirbúning að þessari vinnu, svo þegar við erum lengra komin getur vel verið að við útvíkkum hópinn. Sjáum bara til hverju starfið skilar okkur.“
Tengdar fréttir Íslensk fóstureyðingarlög úrelt og niðurlægjandi Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn segja tímabært að endurmeta fóstureyðingarlög, en ólíkt nágrannalöndum okkar eru fóstureyðingar ekki frjálsar hér á landi. Sérfræðingur segir ferlið eins og það er í dag niðurlægjandi og lögin brjóta á sjálfsákvörðunarrétti kvenna. 5. desember 2015 19:15 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Íslensk fóstureyðingarlög úrelt og niðurlægjandi Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn segja tímabært að endurmeta fóstureyðingarlög, en ólíkt nágrannalöndum okkar eru fóstureyðingar ekki frjálsar hér á landi. Sérfræðingur segir ferlið eins og það er í dag niðurlægjandi og lögin brjóta á sjálfsákvörðunarrétti kvenna. 5. desember 2015 19:15