Hugðist drepa sig en stofnar nú félag fólks með Wilson-sjúkdóminn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. nóvember 2015 07:00 Guðmundur var langt leiddur af þunglyndi en komst á bataveg þegar hann fékk loks rétta sjúkdómsgreiningu. „Ég var orðinn það langt niðri að ég ætlaði að fara að drepa mig,“ segir Guðmundur Pálmason á Dalvík sem gengst fyrir stofnun samtaka fyrir þá sem eru með Wilson-sjúkdóminn. Guðmundur segir aðeins átta manns á Íslandi með Wilson-sjúkdóminn en hann veldur því að kopar safnast upp í heila og lifur sjúklinganna. Einkennin séu afar mismunandi eftir einstaklingum. Til dæmis hafi ein konan sem þjáist af sjúkdómnum hérlendis þurft að fara í lifrarskipti. Sjálfur kveðst Guðmundur, sem er 32 ára, hafa veikst fyrir um þremur árum. Sjúkdómurinn hafi þó ekki verið greindur fyrr en í byrjun þessa árs eftir mikla þrautagöngu sem einkennst hafi af skelfilegu þunglyndi. „Læknirinn dældi bara í mig þunglyndislyfjum og þau virkuðu ekki neitt,“ segir hann. Guðmundur segir það hafa verið yndislegt að fá loks skorið úr um hvað gengi að honum. Þá hafi hann komist í viðeigandi meðferð og þunglyndið sé algerlega á bak og burt. Hann glími þó enn við mikið máttleysi í fótum og sé ekki enn kominn til baka til vinnu. „En ég fer vonandi að vinna í Húsasmiðjunni eftir áramót,“ segir Guðmundur vongóður. „Ég þarf að vera á lyfjum alla ævi. Það er ekki hægt að losna við sjúkdóminn en það er hægt að halda honum niðri. Ég mun ná fyrri styrk; ég veit bara ekki hvort það tekur tuttugu daga eða tuttugu ár.“ Stofnfundurinn verður á föstudag klukkan fjögur á Center Hotel Plaza í Reykjavík sem Guðmundur segir veita nýja félaginu endurgjaldslaus afnot af sal í hótelinu. „Markmiðið hjá mér er að ná í sérfræðiþekkingu að utan; að fá fyrirlesara og lækna til landsins,“ segir Guðmundur sem kveður ekki mjög mikla þekkingu til hérlendis um þennan sjaldgæfa sjúkdóm. Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
„Ég var orðinn það langt niðri að ég ætlaði að fara að drepa mig,“ segir Guðmundur Pálmason á Dalvík sem gengst fyrir stofnun samtaka fyrir þá sem eru með Wilson-sjúkdóminn. Guðmundur segir aðeins átta manns á Íslandi með Wilson-sjúkdóminn en hann veldur því að kopar safnast upp í heila og lifur sjúklinganna. Einkennin séu afar mismunandi eftir einstaklingum. Til dæmis hafi ein konan sem þjáist af sjúkdómnum hérlendis þurft að fara í lifrarskipti. Sjálfur kveðst Guðmundur, sem er 32 ára, hafa veikst fyrir um þremur árum. Sjúkdómurinn hafi þó ekki verið greindur fyrr en í byrjun þessa árs eftir mikla þrautagöngu sem einkennst hafi af skelfilegu þunglyndi. „Læknirinn dældi bara í mig þunglyndislyfjum og þau virkuðu ekki neitt,“ segir hann. Guðmundur segir það hafa verið yndislegt að fá loks skorið úr um hvað gengi að honum. Þá hafi hann komist í viðeigandi meðferð og þunglyndið sé algerlega á bak og burt. Hann glími þó enn við mikið máttleysi í fótum og sé ekki enn kominn til baka til vinnu. „En ég fer vonandi að vinna í Húsasmiðjunni eftir áramót,“ segir Guðmundur vongóður. „Ég þarf að vera á lyfjum alla ævi. Það er ekki hægt að losna við sjúkdóminn en það er hægt að halda honum niðri. Ég mun ná fyrri styrk; ég veit bara ekki hvort það tekur tuttugu daga eða tuttugu ár.“ Stofnfundurinn verður á föstudag klukkan fjögur á Center Hotel Plaza í Reykjavík sem Guðmundur segir veita nýja félaginu endurgjaldslaus afnot af sal í hótelinu. „Markmiðið hjá mér er að ná í sérfræðiþekkingu að utan; að fá fyrirlesara og lækna til landsins,“ segir Guðmundur sem kveður ekki mjög mikla þekkingu til hérlendis um þennan sjaldgæfa sjúkdóm.
Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira