Innlent

Missti stjórn á skapinu vegna tölvuleysis

vísir/anton

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór ásamt sjúkraliði í nótt og sótti einstakling sem var ósjálfbjarga vegna neyslu lyfja og fíkniefna á öðrum tímanum í nótt. Viðkomandi var fluttur með sjúkrabifreið á spítala, að því er segir í tilkynningu lögreglu.

Þá hringdi foreldri til lögreglu í gærkvöldi og óskaði um aðstoð vegna þess að stálpað barn á heimilinu var í æðiskasti. Barnið hafði misst stjórn á skapinu vegna reglna sem það var ósátt við, þar með talið takmörkun á veru þess í tölvum heimilisins. Fulltrúi Barnaverndar tók við málinu.

Nokkur erill var vegna ölvunar, en um klukkan hálf tvö í nótt var karlmaður handtekinn í verslun í Reykjavík eftir að hafa verið með ónæði og endað á því að reynt að stela þaðan einhverjum munum. Hann var nokkuð viðskotaillur þegar lögreglu bar að garði, en róaðist þegar á lögreglustöðina var komið. Þar viðurkenndi hann þjófnaðinn. Á honum fannst lyfseðill sem skráður var á annan mann. Ekki náðist í þann aðila og var seðillinn því haldlagður.

Þá á hafði annar ölvaður maður ruglast á húsnæði, og var lögregla fengin til að koma honum á réttan stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×