Innlent

Óttast fordóma

Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar
 Höskuldur Kári Schram fréttamaður Stöðvar 2 virðir fyrir sér tákn sem var krotað á Menningarsetur múslima.
Höskuldur Kári Schram fréttamaður Stöðvar 2 virðir fyrir sér tákn sem var krotað á Menningarsetur múslima. Vísir/GVA

Eyrún Eyþórsdóttir lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem mun gegna nýrri stöðu hjá embættinu sem fer með rannsókn hatursglæpa eftir áramót segir hatursglæpum fjölga eftir hryðjuverkaárásir. „Það er að sýna sig í Bretlandi 300% aukning í hatursglæpum gegn múslimum eftir París. Aðrar rannsóknir hafa sýnt í gegnum tíðina aukningu á hatursglæpum gegn múslimum eftir hryðjuverkaárásir í hinum vestræna heimi.“

Á sunnudagsmorgunn var kallað til lögreglu vegna spjalla sem höfðu verið unnin á Menningarsetri múslima í Skógarhlíð, ýmis tákn höfðu verið krotuð á bygginguna. Áður hefur verið fleygt rusli við inngang hússins.

„Við í menningasetrinu erum þeirrar skoðunar að sá eða þeir sem gerði þetta séu ekki fulltrúar almennings á Íslandi. Hér ættum við að sameinast um að vera í friði og ekki láta afvegaleiðast af vanþekkingu eða dreifa hatri og fordómum,“ segir Ahmad Seddeeq iman í Menningarsetri múslima við Skógarhlíð í Reykjavík.

Ahmad segir lögreglu hafa komið á vettvang og tekið mynd af spjöllunum. Hann segir ekkert þessu líkt hafa komið fyrir hjá Menningarsetri múslima áður þó að stöku sinnum hafi verið skilið eftir rusl við bygginguna.  „Skítugu drasli hefur verið fleygt í bygginguna eða rusl skilið eftir við innganginn, en það hefur verið smávægilegt.“

Ahmad segist hafa ástæðu til að óttast hatursáróður þótt hann voni að svo sé ekki. „Við heyrum frá múslimum í nágrannalöndum okkar og þar hafa moskur verið brenndar.

Á Facebooksíðu Menningarsetursins tjáir einn meðlima ótta sinn og mælir með því að íslenskir múslimar fari varlega, sér í lagi á kvöldin.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.