Kúluvarpsmót á miðju hallargólfinu á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2015 13:00 Pétur Guðmundssion setti metin sín í nóvember 1990. Mynd/Brynjar Gauti Pétur Guðmundsson bætti bæði Íslandsmetin í kúluvarpi fyrir 25 árum síðan og hann mun standa fyrir afmælismóti Íslandsmetanna á morgun í nýju Laugardalshöllinni. Mótið kallast Afmæliskastmót PG. Pétur bætti bæði met Hreins Halldórssonar, Strandamannsins sterka, haustið 1990 en metin voru bæði orðin þrettán ára gömul þegar Pétur sló þau. Hreinn hafði kastað 20,59 metra innanhúss og 21,09 metra utanhúss árið 1977. Pétur bætt bæði metin með því að kasta 20,66 metra innanhúss og 21,26 metra utanhúss. Afmælismótið verður alþjóðlegt kúluvarpsmót og hefst klukkan 13.00 á morgun. Upphitun og kynning á keppendum hefst 12:30. Kúluvarpið verður haldið á miðju hallargólfinu og það verða stúkur í kring svo stemmning verði enn betri. Frítt er á viðburðinn og tekur mótið um klukkutíma. Enginn hefur náð metinu af Pétri á þessum aldafjórðungi og enginn hefur heldur náð að kasta lengra en Hreinn. Óðinn Björn Þorsteinsson komst næst því þegar hann kastaði 19,83 metra utanhúss árið 2011 og 20,22 metra innanhúss árið 2012. Óðinn Björn er einn af sjö keppendum sem eru skráðir til leiks á mótið en meðal þeirra eru Hollendingurinn Remco Goetheer og Írinn John Kelly. Óðinn Björn hefur kastað lengst og er því sigurstranglegastur á þessu móti. Íslensku keppendurnir eru Guðni Valur Guðnason, Orri Davíðsson, Sindri Lárusson og Kristján Viktor Kristinsson. Frétt DV um Íslandsmet Péturs Guðmundssonar í nóvember 1990. Frétt um Íslandsmet Péturs í DV í nóvember 1990. Frjálsar íþróttir Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Sjá meira
Pétur Guðmundsson bætti bæði Íslandsmetin í kúluvarpi fyrir 25 árum síðan og hann mun standa fyrir afmælismóti Íslandsmetanna á morgun í nýju Laugardalshöllinni. Mótið kallast Afmæliskastmót PG. Pétur bætti bæði met Hreins Halldórssonar, Strandamannsins sterka, haustið 1990 en metin voru bæði orðin þrettán ára gömul þegar Pétur sló þau. Hreinn hafði kastað 20,59 metra innanhúss og 21,09 metra utanhúss árið 1977. Pétur bætt bæði metin með því að kasta 20,66 metra innanhúss og 21,26 metra utanhúss. Afmælismótið verður alþjóðlegt kúluvarpsmót og hefst klukkan 13.00 á morgun. Upphitun og kynning á keppendum hefst 12:30. Kúluvarpið verður haldið á miðju hallargólfinu og það verða stúkur í kring svo stemmning verði enn betri. Frítt er á viðburðinn og tekur mótið um klukkutíma. Enginn hefur náð metinu af Pétri á þessum aldafjórðungi og enginn hefur heldur náð að kasta lengra en Hreinn. Óðinn Björn Þorsteinsson komst næst því þegar hann kastaði 19,83 metra utanhúss árið 2011 og 20,22 metra innanhúss árið 2012. Óðinn Björn er einn af sjö keppendum sem eru skráðir til leiks á mótið en meðal þeirra eru Hollendingurinn Remco Goetheer og Írinn John Kelly. Óðinn Björn hefur kastað lengst og er því sigurstranglegastur á þessu móti. Íslensku keppendurnir eru Guðni Valur Guðnason, Orri Davíðsson, Sindri Lárusson og Kristján Viktor Kristinsson. Frétt DV um Íslandsmet Péturs Guðmundssonar í nóvember 1990. Frétt um Íslandsmet Péturs í DV í nóvember 1990.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Sjá meira