Kúluvarpsmót á miðju hallargólfinu á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2015 13:00 Pétur Guðmundssion setti metin sín í nóvember 1990. Mynd/Brynjar Gauti Pétur Guðmundsson bætti bæði Íslandsmetin í kúluvarpi fyrir 25 árum síðan og hann mun standa fyrir afmælismóti Íslandsmetanna á morgun í nýju Laugardalshöllinni. Mótið kallast Afmæliskastmót PG. Pétur bætti bæði met Hreins Halldórssonar, Strandamannsins sterka, haustið 1990 en metin voru bæði orðin þrettán ára gömul þegar Pétur sló þau. Hreinn hafði kastað 20,59 metra innanhúss og 21,09 metra utanhúss árið 1977. Pétur bætt bæði metin með því að kasta 20,66 metra innanhúss og 21,26 metra utanhúss. Afmælismótið verður alþjóðlegt kúluvarpsmót og hefst klukkan 13.00 á morgun. Upphitun og kynning á keppendum hefst 12:30. Kúluvarpið verður haldið á miðju hallargólfinu og það verða stúkur í kring svo stemmning verði enn betri. Frítt er á viðburðinn og tekur mótið um klukkutíma. Enginn hefur náð metinu af Pétri á þessum aldafjórðungi og enginn hefur heldur náð að kasta lengra en Hreinn. Óðinn Björn Þorsteinsson komst næst því þegar hann kastaði 19,83 metra utanhúss árið 2011 og 20,22 metra innanhúss árið 2012. Óðinn Björn er einn af sjö keppendum sem eru skráðir til leiks á mótið en meðal þeirra eru Hollendingurinn Remco Goetheer og Írinn John Kelly. Óðinn Björn hefur kastað lengst og er því sigurstranglegastur á þessu móti. Íslensku keppendurnir eru Guðni Valur Guðnason, Orri Davíðsson, Sindri Lárusson og Kristján Viktor Kristinsson. Frétt DV um Íslandsmet Péturs Guðmundssonar í nóvember 1990. Frétt um Íslandsmet Péturs í DV í nóvember 1990. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Vekur reiði með þátttöku sinni á Steraleikunum Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sjá meira
Pétur Guðmundsson bætti bæði Íslandsmetin í kúluvarpi fyrir 25 árum síðan og hann mun standa fyrir afmælismóti Íslandsmetanna á morgun í nýju Laugardalshöllinni. Mótið kallast Afmæliskastmót PG. Pétur bætti bæði met Hreins Halldórssonar, Strandamannsins sterka, haustið 1990 en metin voru bæði orðin þrettán ára gömul þegar Pétur sló þau. Hreinn hafði kastað 20,59 metra innanhúss og 21,09 metra utanhúss árið 1977. Pétur bætt bæði metin með því að kasta 20,66 metra innanhúss og 21,26 metra utanhúss. Afmælismótið verður alþjóðlegt kúluvarpsmót og hefst klukkan 13.00 á morgun. Upphitun og kynning á keppendum hefst 12:30. Kúluvarpið verður haldið á miðju hallargólfinu og það verða stúkur í kring svo stemmning verði enn betri. Frítt er á viðburðinn og tekur mótið um klukkutíma. Enginn hefur náð metinu af Pétri á þessum aldafjórðungi og enginn hefur heldur náð að kasta lengra en Hreinn. Óðinn Björn Þorsteinsson komst næst því þegar hann kastaði 19,83 metra utanhúss árið 2011 og 20,22 metra innanhúss árið 2012. Óðinn Björn er einn af sjö keppendum sem eru skráðir til leiks á mótið en meðal þeirra eru Hollendingurinn Remco Goetheer og Írinn John Kelly. Óðinn Björn hefur kastað lengst og er því sigurstranglegastur á þessu móti. Íslensku keppendurnir eru Guðni Valur Guðnason, Orri Davíðsson, Sindri Lárusson og Kristján Viktor Kristinsson. Frétt DV um Íslandsmet Péturs Guðmundssonar í nóvember 1990. Frétt um Íslandsmet Péturs í DV í nóvember 1990.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Vekur reiði með þátttöku sinni á Steraleikunum Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sjá meira