Gæsluvarðhald misalgengt eftir málaflokkum Snærós Sindradóttir skrifar 12. nóvember 2015 08:00 Á síðasta ári sátu 72 í einangrun á meðan gæsluvarðhaldi stóð. Ísland þykir nota einangrunarvist gríðarlega mikið og óvarlega. vísir/heiðahelgadóttir „Verknaður, jafnvel þó að hann sé alvarlegur og geti varðað þunga refsingu, þarf ekki að þýða að það réttlæti gæsluvarðhald,“ segir Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.Í lögum um meðferð sakamála segir að til að hneppa einstakling í gæsluvarðhald þurfi rökstuddan grun um saknæmt athæfi en einnig að eitthvað bendi til þess að sakborningur muni torvelda rannsókn málsins. Krafa um gæsluvarðhald er mjög ólík eftir málaflokkum, þannig fer lögreglan gjarnan fram á gæsluvarðhald vegna innflutnings fíkniefna en það er nærri óþekkt að farið sé fram á gæsluvarðhald vegna umferðarlagabrots. Í manndrápsmálum er nærri alltaf farið fram á gæsluvarðhald þar til dómur fellur. „Það er hegðun sem gengur svo langt að það er ekki talið réttlætanlegt annað en að beita gæsluvarðhaldi til þess að skoða hvernig geðheilbrigði viðkomandi er háttað. Í raun og veru er algjör sérstaða með manndrápsmálin,“ segir Svala. Hún segir að einkenni kynferðisbrota sé að kæra berist löngu eftir að verknaður hefur verið framinn, þó það sé ekki algilt. Þá þjóni engum tilgangi að beita gæsluvarðhaldi því ekki þurfi til dæmis að tryggja vettvang glæpsins. „Gæsluvarðhald þarf að skoða algjörlega sjálfstætt í hverju tilviki fyrir sig. Ef ekki er talin stafa hætta af manni, hann hefur til dæmis játað og málið er þannig séð að mestu leyti upplýst þá er ekki talin ástæða til að beita gæsluvarðhaldi. Þannig að gæsluvarðhald, handtaka og refsidómur lýtur allt ólíkum skilyrðum og ólíkum forsendum.“ Þegar smygl á fíkniefnum er annars vegar er aftur á móti mikil hætta á að sönnunargögn fari forgörðum. „Það þarf að koma í veg fyrir að sá sem grunaður er um að hafa framið brot af því tagi geti sett sig í samband við þá sem standa að því með honum. Það er sjaldnast einn maður frá upphafi til enda í því broti á meðan það er oftast einn maður frá upphafi til enda í kynferðisbroti.“vísir/valli Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
„Verknaður, jafnvel þó að hann sé alvarlegur og geti varðað þunga refsingu, þarf ekki að þýða að það réttlæti gæsluvarðhald,“ segir Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.Í lögum um meðferð sakamála segir að til að hneppa einstakling í gæsluvarðhald þurfi rökstuddan grun um saknæmt athæfi en einnig að eitthvað bendi til þess að sakborningur muni torvelda rannsókn málsins. Krafa um gæsluvarðhald er mjög ólík eftir málaflokkum, þannig fer lögreglan gjarnan fram á gæsluvarðhald vegna innflutnings fíkniefna en það er nærri óþekkt að farið sé fram á gæsluvarðhald vegna umferðarlagabrots. Í manndrápsmálum er nærri alltaf farið fram á gæsluvarðhald þar til dómur fellur. „Það er hegðun sem gengur svo langt að það er ekki talið réttlætanlegt annað en að beita gæsluvarðhaldi til þess að skoða hvernig geðheilbrigði viðkomandi er háttað. Í raun og veru er algjör sérstaða með manndrápsmálin,“ segir Svala. Hún segir að einkenni kynferðisbrota sé að kæra berist löngu eftir að verknaður hefur verið framinn, þó það sé ekki algilt. Þá þjóni engum tilgangi að beita gæsluvarðhaldi því ekki þurfi til dæmis að tryggja vettvang glæpsins. „Gæsluvarðhald þarf að skoða algjörlega sjálfstætt í hverju tilviki fyrir sig. Ef ekki er talin stafa hætta af manni, hann hefur til dæmis játað og málið er þannig séð að mestu leyti upplýst þá er ekki talin ástæða til að beita gæsluvarðhaldi. Þannig að gæsluvarðhald, handtaka og refsidómur lýtur allt ólíkum skilyrðum og ólíkum forsendum.“ Þegar smygl á fíkniefnum er annars vegar er aftur á móti mikil hætta á að sönnunargögn fari forgörðum. „Það þarf að koma í veg fyrir að sá sem grunaður er um að hafa framið brot af því tagi geti sett sig í samband við þá sem standa að því með honum. Það er sjaldnast einn maður frá upphafi til enda í því broti á meðan það er oftast einn maður frá upphafi til enda í kynferðisbroti.“vísir/valli
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira