Gæsluvarðhald misalgengt eftir málaflokkum Snærós Sindradóttir skrifar 12. nóvember 2015 08:00 Á síðasta ári sátu 72 í einangrun á meðan gæsluvarðhaldi stóð. Ísland þykir nota einangrunarvist gríðarlega mikið og óvarlega. vísir/heiðahelgadóttir „Verknaður, jafnvel þó að hann sé alvarlegur og geti varðað þunga refsingu, þarf ekki að þýða að það réttlæti gæsluvarðhald,“ segir Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.Í lögum um meðferð sakamála segir að til að hneppa einstakling í gæsluvarðhald þurfi rökstuddan grun um saknæmt athæfi en einnig að eitthvað bendi til þess að sakborningur muni torvelda rannsókn málsins. Krafa um gæsluvarðhald er mjög ólík eftir málaflokkum, þannig fer lögreglan gjarnan fram á gæsluvarðhald vegna innflutnings fíkniefna en það er nærri óþekkt að farið sé fram á gæsluvarðhald vegna umferðarlagabrots. Í manndrápsmálum er nærri alltaf farið fram á gæsluvarðhald þar til dómur fellur. „Það er hegðun sem gengur svo langt að það er ekki talið réttlætanlegt annað en að beita gæsluvarðhaldi til þess að skoða hvernig geðheilbrigði viðkomandi er háttað. Í raun og veru er algjör sérstaða með manndrápsmálin,“ segir Svala. Hún segir að einkenni kynferðisbrota sé að kæra berist löngu eftir að verknaður hefur verið framinn, þó það sé ekki algilt. Þá þjóni engum tilgangi að beita gæsluvarðhaldi því ekki þurfi til dæmis að tryggja vettvang glæpsins. „Gæsluvarðhald þarf að skoða algjörlega sjálfstætt í hverju tilviki fyrir sig. Ef ekki er talin stafa hætta af manni, hann hefur til dæmis játað og málið er þannig séð að mestu leyti upplýst þá er ekki talin ástæða til að beita gæsluvarðhaldi. Þannig að gæsluvarðhald, handtaka og refsidómur lýtur allt ólíkum skilyrðum og ólíkum forsendum.“ Þegar smygl á fíkniefnum er annars vegar er aftur á móti mikil hætta á að sönnunargögn fari forgörðum. „Það þarf að koma í veg fyrir að sá sem grunaður er um að hafa framið brot af því tagi geti sett sig í samband við þá sem standa að því með honum. Það er sjaldnast einn maður frá upphafi til enda í því broti á meðan það er oftast einn maður frá upphafi til enda í kynferðisbroti.“vísir/valli Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
„Verknaður, jafnvel þó að hann sé alvarlegur og geti varðað þunga refsingu, þarf ekki að þýða að það réttlæti gæsluvarðhald,“ segir Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.Í lögum um meðferð sakamála segir að til að hneppa einstakling í gæsluvarðhald þurfi rökstuddan grun um saknæmt athæfi en einnig að eitthvað bendi til þess að sakborningur muni torvelda rannsókn málsins. Krafa um gæsluvarðhald er mjög ólík eftir málaflokkum, þannig fer lögreglan gjarnan fram á gæsluvarðhald vegna innflutnings fíkniefna en það er nærri óþekkt að farið sé fram á gæsluvarðhald vegna umferðarlagabrots. Í manndrápsmálum er nærri alltaf farið fram á gæsluvarðhald þar til dómur fellur. „Það er hegðun sem gengur svo langt að það er ekki talið réttlætanlegt annað en að beita gæsluvarðhaldi til þess að skoða hvernig geðheilbrigði viðkomandi er háttað. Í raun og veru er algjör sérstaða með manndrápsmálin,“ segir Svala. Hún segir að einkenni kynferðisbrota sé að kæra berist löngu eftir að verknaður hefur verið framinn, þó það sé ekki algilt. Þá þjóni engum tilgangi að beita gæsluvarðhaldi því ekki þurfi til dæmis að tryggja vettvang glæpsins. „Gæsluvarðhald þarf að skoða algjörlega sjálfstætt í hverju tilviki fyrir sig. Ef ekki er talin stafa hætta af manni, hann hefur til dæmis játað og málið er þannig séð að mestu leyti upplýst þá er ekki talin ástæða til að beita gæsluvarðhaldi. Þannig að gæsluvarðhald, handtaka og refsidómur lýtur allt ólíkum skilyrðum og ólíkum forsendum.“ Þegar smygl á fíkniefnum er annars vegar er aftur á móti mikil hætta á að sönnunargögn fari forgörðum. „Það þarf að koma í veg fyrir að sá sem grunaður er um að hafa framið brot af því tagi geti sett sig í samband við þá sem standa að því með honum. Það er sjaldnast einn maður frá upphafi til enda í því broti á meðan það er oftast einn maður frá upphafi til enda í kynferðisbroti.“vísir/valli
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira