Innlent

40 prósent fara á bílaleigur

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hlutfall nýskráninga sem fara í bílaleigu hefur dregist saman það sem af er ári.
Hlutfall nýskráninga sem fara í bílaleigu hefur dregist saman það sem af er ári. vísir/GVA
Af 15.662 bifreiðum sem hafa verið nýskráðar, það sem af er ári eru 6.308, eða 40 prósent, skráðar í notkunarflokkana „bílaleiga“ og „bílaleiga/húsbifreið" samkvæmt tölum frá Samgöngustofu. 8.238 bifreiðar eru skráðar í almenna notkun.

Til samanburðar voru 10.611 bílar nýskráðar allt árið 2014 samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu og því hefur orðið 50 prósent aukning milli ára.

Dregið hefur úr hlutfalli nýskráninga sem fara í bílaleigur, en árið 2014 var nærri því helmingur nýskráðra nýrra fólksbifreiða árið 2014. Því virðist sem almenni bílamarkaðurinn sé að sækja töluvert í sig veðrið.

Ef litið er til ársins 2013 má sjá að nýskráningar hafa tvöfaldast en þá voru 7.267 bílar fluttir inn. Þar af voru 3.254 bílaleigubílar, eða um 46 prósent allra innfluttra bíla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×