Innlent

Neitar að hafa skipulagt innflutning á tæpum tveimur kílóum af kókaíni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Um eitt stærsta fíkniefnamál í lengri tíma hér á landi er að ræða.
Um eitt stærsta fíkniefnamál í lengri tíma hér á landi er að ræða. Vísir/Valli
Tæplega fertugur Brasilíumaður neitaði sök í Héraðsdómi Reykjaness í gær en honum er gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á tæplega tveimur kílóum af kókaíni ætluðu til sölul hér á landi. Málið var þingfest í héraði í gær.

Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins frá Amsterdam í ágúst og fundust rúmlega 1,8 kíló af kókaíni í fórum hans. Unnt er að framleiða um 3,4 kíló af efni af því miðað við 29 prósent styrkleika að því er fram kemur í ákæru.

Framundan er aðalmeðferð í málinu en maðurinn á yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Maðurinn sætti gæsluvarðhaldi og einangrun fram í miðjan september en hefur síðan verið í gæsluvarðhaldi.

Hollensk kona var í október dæmd í ellefu ára fangelsi í héraði þótt ljóst væri að um burðardýr væri að ræða og hún hefði veitt lögreglumönnum fádæma aðstoð í tálbeituaðgerð sem sett var á svið. Þeirri aðgerð lauk þó með handtöku á sendisveini. Enn hefur lögregla ekki svarað því hvers vegna sendisveinninn, sem hlaut fimm ára dóm, var handtekinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×