Innlent

Með fíkniefnasprautu og hníf í innbroti

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Annar maðurinn sem var handtekinn var með fíkniefnasprautu.
Annar maðurinn sem var handtekinn var með fíkniefnasprautu. vísir/getty
Lögreglan á Suðurnesjum barst nýlega tilkynning um innbrot og handtók tvo menn í kjölfarið sem grunur leikur á að hafi verið að undirbúa handrukkun þar þeir töldu íbúa húsnæðisins, sem þeir reyndu að brjótast inn í, skulda sér peninga. Þriðji maðurinn sem grunaður er um að hafa ætlað að brjótast inn komst undan á hlaupum.

Annar þeirra sem var handtekinn hélt á sprautu með meintum fíknefnum þegar hann var handtekinn þá var hann einnig með butterfly-hníf í vasanum. Þá var hinn maðurinn með barefli falið innan klæða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×