„Annað orð yfir lýðræði, er jafnrétti“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. nóvember 2015 16:30 Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women. vísir Á hverjum einasta degi eru 39 þúsund stúlkur þvingaðar í hjónaband. Af þessum sökum er mæðradauði helsta dánarorsök unglingsstúlkna á aldrinum 15-19 ára í þróunarlöndum. Enn þann dag í dag hafa 140 milljónir stúlkna þurft að þola afskurð á kynfærum sínum og enn búa yfir 600 milljónir kvenna og stúlkna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki refsivert. Þetta kemur fram í tilkynningu frá UN Women á Íslandi. Þar segir að ofbeldi gegn konum og stúlkum sé heimsfaraldur sem á sér stað inni á heimilum, í almenningsrýmum sem og í stríði og á átakasvæðum. „Nú er tækifærið til aðgerða, tækifæri til að sýna samstöðu og berjast saman gegn þessum óhugnanlega heimsfaraldri,“ segir í tilkynningunni. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum er ofbeldi gegn konum og stúlkum útbreiddasta mannréttindabrot heims. Þrátt fyrir mörg framfaraskref og sigar þá eru öll samfélög heimsins þjökuð af kynbundnu ofbeldi.Lögum ekki framfylgt „Víða ríkir refsileysi og lögum ekki framfylgt. Á meðan það viðgengst og refsileysi ríkir munu frekari framfarir ekki eiga sér stað. Kynjajafnrétti næst aðeins með áframhaldandi þrautseigju og samtakamætti.“ Í tilkynningunni segir að UN Women trúi því að forvarnir, fræðsla, aðgengi að réttri þjónustu og bætt löggjöf séu skilvirkustu leiðirnar til þess að stemma stigu við ofbeldi. Öll verkefni UN Women miða að því að styðja við og veita þolendum ofbeldis heildræna þjónustu með það að markmiði að þau verði virkir samfélagsþegnar á ný. „Því miður hefur engin þjóð enn náð raunverulegu kynjajafnrétti en til þess að ná því þurfa allir að búa við raunverulegt jafnrétti, ekki bara helmingur mannkyns.“ Líkt og framkvæmdastýra UN Women, Phumzile Mlambo Ngcuka sagði í ræðu sinni í Hörpu síðastliðinn október er hún var stödd hér á landi í opinberri heimsókn: „Við verðum að muna að annað orð yfir lýðræði, er jafnrétti. Lýðræði þýðir nefnilega „ekkert um okkur, án okkar“. Konur um allan heim eru stöðugt að reyna að verða teknar inn í ákvarðanatökur um málefni sem varða þær sjálfar.“ Um þessar mundir efnir UN Women á Íslandi til átaks og skorar á landsmenn að láta útbreiddasta mannréttindabrot heims sig varða með því að gerast mánaðarlegir styrktaraðilar UN Women á Íslandi á www.unwomen.is Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Á hverjum einasta degi eru 39 þúsund stúlkur þvingaðar í hjónaband. Af þessum sökum er mæðradauði helsta dánarorsök unglingsstúlkna á aldrinum 15-19 ára í þróunarlöndum. Enn þann dag í dag hafa 140 milljónir stúlkna þurft að þola afskurð á kynfærum sínum og enn búa yfir 600 milljónir kvenna og stúlkna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki refsivert. Þetta kemur fram í tilkynningu frá UN Women á Íslandi. Þar segir að ofbeldi gegn konum og stúlkum sé heimsfaraldur sem á sér stað inni á heimilum, í almenningsrýmum sem og í stríði og á átakasvæðum. „Nú er tækifærið til aðgerða, tækifæri til að sýna samstöðu og berjast saman gegn þessum óhugnanlega heimsfaraldri,“ segir í tilkynningunni. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum er ofbeldi gegn konum og stúlkum útbreiddasta mannréttindabrot heims. Þrátt fyrir mörg framfaraskref og sigar þá eru öll samfélög heimsins þjökuð af kynbundnu ofbeldi.Lögum ekki framfylgt „Víða ríkir refsileysi og lögum ekki framfylgt. Á meðan það viðgengst og refsileysi ríkir munu frekari framfarir ekki eiga sér stað. Kynjajafnrétti næst aðeins með áframhaldandi þrautseigju og samtakamætti.“ Í tilkynningunni segir að UN Women trúi því að forvarnir, fræðsla, aðgengi að réttri þjónustu og bætt löggjöf séu skilvirkustu leiðirnar til þess að stemma stigu við ofbeldi. Öll verkefni UN Women miða að því að styðja við og veita þolendum ofbeldis heildræna þjónustu með það að markmiði að þau verði virkir samfélagsþegnar á ný. „Því miður hefur engin þjóð enn náð raunverulegu kynjajafnrétti en til þess að ná því þurfa allir að búa við raunverulegt jafnrétti, ekki bara helmingur mannkyns.“ Líkt og framkvæmdastýra UN Women, Phumzile Mlambo Ngcuka sagði í ræðu sinni í Hörpu síðastliðinn október er hún var stödd hér á landi í opinberri heimsókn: „Við verðum að muna að annað orð yfir lýðræði, er jafnrétti. Lýðræði þýðir nefnilega „ekkert um okkur, án okkar“. Konur um allan heim eru stöðugt að reyna að verða teknar inn í ákvarðanatökur um málefni sem varða þær sjálfar.“ Um þessar mundir efnir UN Women á Íslandi til átaks og skorar á landsmenn að láta útbreiddasta mannréttindabrot heims sig varða með því að gerast mánaðarlegir styrktaraðilar UN Women á Íslandi á www.unwomen.is
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira