Innlent

Hefja átak gegn útbreiddasta mannréttindabroti heims

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Unnsteinn Manuel í Retro Stefson leggur átakinu lið.
Unnsteinn Manuel í Retro Stefson leggur átakinu lið. mynd/un women
UN Women á Íslandi efna nú til átaks gegn útbreiddasta mannréttindabroti heims sem er ofbeldi gegn konum og stúlkum.

Í fréttatilkynningu frá UN Women kemur fram að á hverjum einasta degi eru 39 þúsund stúlkur þvingaðar í hjónaband.

 

„Af þessum sökum er mæðradauði helsta dánarorsök unglingsstúlkna á aldrinum 15-19 ára í þróunarlöndum. Enn þann dag í dag hafa 140 milljónir stúlkna þurft að þola afskurð á kynfærum sínum og enn búa yfir 600 milljónir kvenna og stúlkna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki refsivert. Ofbeldi gegn konum og stúlkum er heimsfaraldur sem á sér stað inni á heimilum, í almenningsrýmum sem og í stríði og á átakasvæðum,“ segir í tilkynningu.

UN Women á Íslandi skorar á landsmenn til að láta sig málið varða með því að gerast mánaðarlegir styrktaraðilar samtakanna en hægt er að skrá sig á unwomen.is.


Tengdar fréttir

Stórbrotin HeForShe myndbönd með Dubsmash appinu

Emmu Watson, velgjörðarsendiherra UN Women hélt áhrifamikla ræðu í höfuðstöðvum Sameinuðu Þjóðanna þegar HeForShe átakinu var ýtt úr vör síðastliðið haust.

Íslenskir karlmenn geta gert enn betur

Íslenskir karlmenn eru til fyrirmyndar í jafnréttismálum en geta gert betur, að mati framkvæmdastýru UNWOMEN. Tveir ungir femínistar segja mestu skipta að ala börn upp við kynjajafnrétti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×