Innlent

Abaaoud stóð að skipulagningu fleiri hryðjuverka

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Abdelhamid Abaaoud var 28 ára belgískur ríkisborgari.
Abdelhamid Abaaoud var 28 ára belgískur ríkisborgari. VÍSIR/EPA
Höfuðpaur hryðjuverkaárásanna í Frakklandi á föstudag féll í áhlaupi lögreglu á íbúð í St-Denis í norðurhluta Parísar í gær. Þetta staðfesta frönsk stjórnvöld. Forsetisráðherra Frakklands varaði í dag frönsku þjóðina við því að hryðjuverkahópar gætu gripið til efna- eða sýklavopnaárása. 

Abdelhamid Abaaoud var 28 ára belgískur ríkisborgari af marakóskum uppruna, en hann er sagður hafa gengið til liðs við íslamska ríkið árið 2013. Abaoud er talinn hafa verið aðalskipuleggjandi árásanna í París, auk þess sem frönsk yfirvöld segja hann hafa staðið að skipulagningu fleiri hryðjuverka sem frönskum lögregluyfirvöldum hefur tekist að stöðva. 

Átta manns voru handteknir í áhlaupi lögreglu á íbúð í norðurhluta Frakklands í gær þar sem talið var að Abaoud héldi til, og féll hann þar fyrir handsprengju lögreglu. Auk Abaaoud féll í aðgerðunum kona sem sögð er hafa verið frænka hans, en hún var girt sprengjubelti.

Lögregla í Belgíu hefur á síðustu dögum bert húsleit á sex stöðum í og í kringum Brussel sem tengjast Salah Abdeslam, sem talinn er hafa tekið þátt í árásunum á föstudaginn. Þá er einnig lýst eftir hinum nítján ára Mohamed Khoualed sem grunaður er um að hafa framleitt sprengjurnar sem notaðar voru í hryðjuverkaárásunum. 

Þingmenn franska þingsins hafa samþykkt að neyðarástand í landinu verði framlengt um þrjá mánuði en Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, segir ógnina af liðsmönnum íslamska ríkisins fara sífellt vaxandi, og varaði í dag frönsku þjóðina við því aðþeir gætu gripið til efna- eða sýklavopna í árásum sínum. 


Tengdar fréttir

Höfuðpaursins ákaft leitað í Frakklandi

Sjö voru handteknir og þrír féllu í áhlaupi lögreglunnar á íbúð í París í gær. Fólkið í íbúðinni sagt hafa verið að undirbúa hryðjuverk í fjármálahverfinu La Défense.

Hver var Abdel-Hamid Abu Oud?

Eldri systir Abu Oud segir að hann hafi ekki sótt moskur á sínum yngri árum eða sýnt trúmálum mikinn áhuga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×