Innlent

Særð ugla á Suðurnesjum drifin undir læknishendur

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lögregluþjónn með uglunni (t.h.).
Lögregluþjónn með uglunni (t.h.). mynd/lögreglustjórinn á Suðurnesjum
Það er óhætt að segja að starf lögreglumannsins sé jafn krefjandi og það er fjölbreytt.

Lögreglumenn á Suðurnesjum fengu áminningu um það þegar særð ugla, sem sjá má hér að ofan, rataði inn á borð til embættisins í dag. 

Að sögn Fésbókarsíðu lögreglustjórans á Suðurnesjum hafði fólk sem var að viðra hundana sína í Reykjanesbæ gengið fram á ugluna þar sem hún var föst í girðingu. 

Í ljós kom að fuglinn var mjög særður á væng og þyrfti aðhlynningu. 

„Í þessum töluðu orðum er Uglan í öruggum höndum hjá "dýralöggunni" okkar á leið til dýralæknis í Reykjavík,“ segir lögreglan á Facebook 


Fólk sem var að viðra hundana sína í Reykjanesbæ nú fyrir stundu gengu fram á Uglu sem var föst í girðingu og er hún...

Posted by Lögreglustjórinn á Suðurnesjum on Sunday, 1 November 2015Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.