Innlent

Særð ugla á Suðurnesjum drifin undir læknishendur

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lögregluþjónn með uglunni (t.h.).
Lögregluþjónn með uglunni (t.h.). mynd/lögreglustjórinn á Suðurnesjum

Það er óhætt að segja að starf lögreglumannsins sé jafn krefjandi og það er fjölbreytt.

Lögreglumenn á Suðurnesjum fengu áminningu um það þegar særð ugla, sem sjá má hér að ofan, rataði inn á borð til embættisins í dag. 

Að sögn Fésbókarsíðu lögreglustjórans á Suðurnesjum hafði fólk sem var að viðra hundana sína í Reykjanesbæ gengið fram á ugluna þar sem hún var föst í girðingu. 

Í ljós kom að fuglinn var mjög særður á væng og þyrfti aðhlynningu. 

„Í þessum töluðu orðum er Uglan í öruggum höndum hjá "dýralöggunni" okkar á leið til dýralæknis í Reykjavík,“ segir lögreglan á Facebook 

Fólk sem var að viðra hundana sína í Reykjanesbæ nú fyrir stundu gengu fram á Uglu sem var föst í girðingu og er hún...

Posted by Lögreglustjórinn á Suðurnesjum on Sunday, 1 November 2015


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.