Erfiðleikar íslenskra kvenna við brjóstagjöf: Endurteknar sýkingar og innfallnar geirvörtur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2015 13:31 Fjölmargar konur höfðu samband við Sunnu eftir að hún auglýsti eftir reynslusögum af erfiðleikum við brjóstagjöf. vísir/getty Konur sem hafa átt erfitt með brjóstagjöf burðast oft með mjög sára reynslu og tilfinningar vegna þess og þær minnast tímans eftir fæðingu og fyrstu mánuði barnsins með sorg í hjarta þar sem ekkert rými var til að njóta með barninu. Krafan um að láta brjóstagjöfina ganga hafi orðið yfirþyrmandi. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í rannsókn sem Sunna Símonardóttir, doktorsnemi í félagsfræði við Háskóla Íslands, vinnur nú að. Doktorsverkefni hennar fjallar um upplifun kvenna af móðurhlutverkinu og ráðandi samfélagslegar hugmyndir um það hlutverk en rannsóknin er eigindleg. „Ég byrjaði á rannsókninni 2012. Ég tók viðtöl við 22 konur, annars vegar á meðan þær voru óléttar og hins vegar eftir að barnið kom í heiminn. Brjóstagjöfin var mikið rædd hjá þeim og margt áhugavert sem kom fram og út frá því kviknaði hugmynd um að bæta einum anga við rannsóknina þar sem ég myndi skoða brjóstagjöf sem gengur illa sérstaklega,“ segir Sunna í samtali við Vísi.Eins og belja sem er bundin á bás Sunna auglýsti eftir konum sem væru tilbúnar til að segja henni sögu sína í síðustu viku og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Á aðeins tveimur sólarhringum höfðu um 60 konur sett sig í samband við hana og sagt henni frá erfiðleikum sínum við brjóstagjöf. „Þetta er reynsla sem lýsir algjörum vanmætti, endurteknum sýkingum, innföllnum geirvörtum og geirvörtum sem duttu hreinlega af. Algeng mynd sem þær margar draga upp af sér er bara belja bundin á bás. Ef þær bregðast í brjóstagjöfinni þá upplifa þær margar að þær séu ekki nógu góðar mæður og að þær séu gölluð eintök.“Sunna SímonardóttirSterk hugmynd um að allar konur geti gefið brjóst Sunna segir að á Norðurlöndunum sé mun meiri krafa gerð til kvenna en víðast hvar annars staðar um að vera með börn á brjósti og helst lengi, jafnvel allt upp í tvö ár. En hvers vegna ætli þessi krafa sé gerð til nýbakaðra mæðra, þrátt fyrir að brjóstagjöfin gangi illa? „Það er ekki til neitt einfalt svar við því en ég held að það sé rosalega sterk hugmynd, bæði innan heilbrigðiskerfisins og samfélagsins, um að allar konur geti undir öllum kringumstæðum brjóstfætt börnin sín eins lengi og þær vilja. Þar af leiðandi vilja þær og eru þær líka hvattar til að þess að gefast ekki upp heldur reyna meira og reyna meira,“ segir Sunna. Konurnar lýsa þó margar hverjar mjög góðri þjónustu og stuðningi innan heilbrigðiskerfisins. Margar hefðu þó viljað að einhver hefði stoppað þær af og einfaldlega sagt: „Þetta er nóg, þú ert búin að gera nóg og það að barnið fái þurrmjólk er ekki heimsendir.“Neikvæð umræða um þurrmjólk hefur slæm áhrif „Þetta tengist að mörgu leyti þessari hugmynd um að þurrmjólk sé vondur kostur en í raun er það besta fæða í heimi fyrir ungabörn fyrir utan brjóstamjólk. Það skiptir hins vegar máli hvernig við tölum um hlutina því orðin hafa svo mikið vald. Þessi einstrengingslega áhersla á að þurrmjólk sé vondur kostur og það megi ekki fjalla um hana nema með neikvæðum formerkjum veldur held ég rosalega miklum kvíða og vanlíðan hjá konum sem nota þurrmjólk til að fæða börnin sín,“ segir Sunna. Hún vonast til að rannsókn sín leiði til þess að meira jafnvægi komist á í umræðunni um brjóstagjöf og þurrmjólk en einnig að heilbrigðisstarfsmenn sem vinna við mæðravernd og brjóstagjöf hlusti á sögur kvennanna með opnum hug með það að markmiði að bæta þjónustuna. Hægt er að senda Sunnu reynslusögur af brjóstagjöf sem gekk illa á netfangið erfidbrjostagjof@gmail.com. „Svo getum við öll lagt eitthvað á vogarskálarnar við það að hjálpa þessum konum að skila skömminni. Ég veit að það er rosaleg klisja en engu að síður hluti af þeirra erfiðleikum. Það hjálpar að tala opinskátt um brjóstagjöf og þá staðreynd að hún er ekki alltaf náttúruleg, auðveld eða sjálfsögð.“ Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Konur sem hafa átt erfitt með brjóstagjöf burðast oft með mjög sára reynslu og tilfinningar vegna þess og þær minnast tímans eftir fæðingu og fyrstu mánuði barnsins með sorg í hjarta þar sem ekkert rými var til að njóta með barninu. Krafan um að láta brjóstagjöfina ganga hafi orðið yfirþyrmandi. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í rannsókn sem Sunna Símonardóttir, doktorsnemi í félagsfræði við Háskóla Íslands, vinnur nú að. Doktorsverkefni hennar fjallar um upplifun kvenna af móðurhlutverkinu og ráðandi samfélagslegar hugmyndir um það hlutverk en rannsóknin er eigindleg. „Ég byrjaði á rannsókninni 2012. Ég tók viðtöl við 22 konur, annars vegar á meðan þær voru óléttar og hins vegar eftir að barnið kom í heiminn. Brjóstagjöfin var mikið rædd hjá þeim og margt áhugavert sem kom fram og út frá því kviknaði hugmynd um að bæta einum anga við rannsóknina þar sem ég myndi skoða brjóstagjöf sem gengur illa sérstaklega,“ segir Sunna í samtali við Vísi.Eins og belja sem er bundin á bás Sunna auglýsti eftir konum sem væru tilbúnar til að segja henni sögu sína í síðustu viku og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Á aðeins tveimur sólarhringum höfðu um 60 konur sett sig í samband við hana og sagt henni frá erfiðleikum sínum við brjóstagjöf. „Þetta er reynsla sem lýsir algjörum vanmætti, endurteknum sýkingum, innföllnum geirvörtum og geirvörtum sem duttu hreinlega af. Algeng mynd sem þær margar draga upp af sér er bara belja bundin á bás. Ef þær bregðast í brjóstagjöfinni þá upplifa þær margar að þær séu ekki nógu góðar mæður og að þær séu gölluð eintök.“Sunna SímonardóttirSterk hugmynd um að allar konur geti gefið brjóst Sunna segir að á Norðurlöndunum sé mun meiri krafa gerð til kvenna en víðast hvar annars staðar um að vera með börn á brjósti og helst lengi, jafnvel allt upp í tvö ár. En hvers vegna ætli þessi krafa sé gerð til nýbakaðra mæðra, þrátt fyrir að brjóstagjöfin gangi illa? „Það er ekki til neitt einfalt svar við því en ég held að það sé rosalega sterk hugmynd, bæði innan heilbrigðiskerfisins og samfélagsins, um að allar konur geti undir öllum kringumstæðum brjóstfætt börnin sín eins lengi og þær vilja. Þar af leiðandi vilja þær og eru þær líka hvattar til að þess að gefast ekki upp heldur reyna meira og reyna meira,“ segir Sunna. Konurnar lýsa þó margar hverjar mjög góðri þjónustu og stuðningi innan heilbrigðiskerfisins. Margar hefðu þó viljað að einhver hefði stoppað þær af og einfaldlega sagt: „Þetta er nóg, þú ert búin að gera nóg og það að barnið fái þurrmjólk er ekki heimsendir.“Neikvæð umræða um þurrmjólk hefur slæm áhrif „Þetta tengist að mörgu leyti þessari hugmynd um að þurrmjólk sé vondur kostur en í raun er það besta fæða í heimi fyrir ungabörn fyrir utan brjóstamjólk. Það skiptir hins vegar máli hvernig við tölum um hlutina því orðin hafa svo mikið vald. Þessi einstrengingslega áhersla á að þurrmjólk sé vondur kostur og það megi ekki fjalla um hana nema með neikvæðum formerkjum veldur held ég rosalega miklum kvíða og vanlíðan hjá konum sem nota þurrmjólk til að fæða börnin sín,“ segir Sunna. Hún vonast til að rannsókn sín leiði til þess að meira jafnvægi komist á í umræðunni um brjóstagjöf og þurrmjólk en einnig að heilbrigðisstarfsmenn sem vinna við mæðravernd og brjóstagjöf hlusti á sögur kvennanna með opnum hug með það að markmiði að bæta þjónustuna. Hægt er að senda Sunnu reynslusögur af brjóstagjöf sem gekk illa á netfangið erfidbrjostagjof@gmail.com. „Svo getum við öll lagt eitthvað á vogarskálarnar við það að hjálpa þessum konum að skila skömminni. Ég veit að það er rosaleg klisja en engu að síður hluti af þeirra erfiðleikum. Það hjálpar að tala opinskátt um brjóstagjöf og þá staðreynd að hún er ekki alltaf náttúruleg, auðveld eða sjálfsögð.“
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent