Mögulegum sönnunargögnum um nauðgun eytt eftir níu vikur Snærós Sindradóttir skrifar 3. nóvember 2015 07:00 Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisbrota er í lítilli stofu á Landspítalanum í Fossvogi. Þar inni eru sýnin geymd í skáp. vísir/Heiða Helgadóttir Sýni og sönnunargögn á Neyðarmóttöku fyrir kynferðisbrot eru geymd í tvo mánuði, eða níu vikur, og svo er þeim eytt. Fréttablaðið þekkir dæmi þess að sautján ára þolandi hafi hætt við að kæra nauðgun þegar ljóst var að sönnunargögn voru ekki lengur til staðar. Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis hefur aðstöðu í litlu herbergi á Landspítalanum í Fossvogi. Sönnunargögn og sýni, svo sem nærföt, eru sömuleiðis geymd í því herbergi í skáp. Blóðsýni eru geymd í kæliskáp. Eyrún Björg Jónsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar, segir að brýnt sé fyrir þolendum að kæra brotið sem fyrst. „Það hefur einfaldlega sýnt sig að sönnunarlega er langbest að taka ákvörðun sem fyrst. Það eru tvær hliðar á málinu og ef lögreglan kemst sem fyrst í málið þá eru meiri líkur á að það sé hægt að finna hugsanlega eitthvað sem styður við málsmeðferð út frá fleiri sjónarhornum, bæði hvað varðar vitni og út frá því að yfirheyra geranda,“ segir Eyrún.Eyrún Björg Jónsdóttirvísir/anton brinkHún segir það hafa sýnt sig að þeim málum farnist betur í kerfinu þar sem ákvörðun er tekin snemma. „Þá er hugsanlega hægt að hafa uppi á fleiri gögnum og ná í vitni sem eru áreiðanleg, þá er ég ekki að tala um vitni að atburði heldir vitni að ástandi og kringumstæðum. Því það snjóar mjög fljótt í sporin.“ Hún segir að það ríði líka á að kæra snemma svo nálgast megi upptökur úr eftirlitsmyndavélakerfum, til dæmis úr miðbæ eða af skemmtistöðum. Eyrún segir að þessi stutti frestur myndi að vissu leyti þrýsting á þolanda. „Já, til að pressa á ákvarðanatöku.“ Hún segir sjaldgæft að fólk þurfi lengri frest en tvo mánuði. „Það gerist sjaldan að manneskjur taka ákvörðun löngu seinna. Það er þá yfirleitt vegna þess að verið er að áreita ákæranda eða það er eitthvað sem kemur til að manneskja tekur ákvörðun seinna, hótanir eða ýmislegt.Þetta eru einfaldlega verklagsreglur og við höfum ekki rými til að geyma gögnin út í hið óendanlega,“ segir Eyrún. Nýjum yfirmanni kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Árna Þór Sigmundssyni, var ekki kunnugt um níu vikna vinnuregluna. Hann gat ekki staðfest að mál hefðu farið forgörðum vegna reglunnar. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Sýni og sönnunargögn á Neyðarmóttöku fyrir kynferðisbrot eru geymd í tvo mánuði, eða níu vikur, og svo er þeim eytt. Fréttablaðið þekkir dæmi þess að sautján ára þolandi hafi hætt við að kæra nauðgun þegar ljóst var að sönnunargögn voru ekki lengur til staðar. Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis hefur aðstöðu í litlu herbergi á Landspítalanum í Fossvogi. Sönnunargögn og sýni, svo sem nærföt, eru sömuleiðis geymd í því herbergi í skáp. Blóðsýni eru geymd í kæliskáp. Eyrún Björg Jónsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar, segir að brýnt sé fyrir þolendum að kæra brotið sem fyrst. „Það hefur einfaldlega sýnt sig að sönnunarlega er langbest að taka ákvörðun sem fyrst. Það eru tvær hliðar á málinu og ef lögreglan kemst sem fyrst í málið þá eru meiri líkur á að það sé hægt að finna hugsanlega eitthvað sem styður við málsmeðferð út frá fleiri sjónarhornum, bæði hvað varðar vitni og út frá því að yfirheyra geranda,“ segir Eyrún.Eyrún Björg Jónsdóttirvísir/anton brinkHún segir það hafa sýnt sig að þeim málum farnist betur í kerfinu þar sem ákvörðun er tekin snemma. „Þá er hugsanlega hægt að hafa uppi á fleiri gögnum og ná í vitni sem eru áreiðanleg, þá er ég ekki að tala um vitni að atburði heldir vitni að ástandi og kringumstæðum. Því það snjóar mjög fljótt í sporin.“ Hún segir að það ríði líka á að kæra snemma svo nálgast megi upptökur úr eftirlitsmyndavélakerfum, til dæmis úr miðbæ eða af skemmtistöðum. Eyrún segir að þessi stutti frestur myndi að vissu leyti þrýsting á þolanda. „Já, til að pressa á ákvarðanatöku.“ Hún segir sjaldgæft að fólk þurfi lengri frest en tvo mánuði. „Það gerist sjaldan að manneskjur taka ákvörðun löngu seinna. Það er þá yfirleitt vegna þess að verið er að áreita ákæranda eða það er eitthvað sem kemur til að manneskja tekur ákvörðun seinna, hótanir eða ýmislegt.Þetta eru einfaldlega verklagsreglur og við höfum ekki rými til að geyma gögnin út í hið óendanlega,“ segir Eyrún. Nýjum yfirmanni kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Árna Þór Sigmundssyni, var ekki kunnugt um níu vikna vinnuregluna. Hann gat ekki staðfest að mál hefðu farið forgörðum vegna reglunnar.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira