Innlent

Leitin að Herði enn engan árangur borið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hörður Björnsson.
Hörður Björnsson.
Ekkert hefur spurst til Harðar Björnssonar sem leitað hefur verið að á og í kringum höfuðborgarsvæðið undanfarnar rúmar tvær vikur. Enn berast vísbendingar en engar sem hafa leitt til nokkurs árangurs við leitina að sögn Ágústs Svanssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Ágúst segir engin sérstök plön varðandi leitina um helgina. Lögreglan haldi áfram að elta þær vísbendingar sem berist. Afar umfangsmikil leit var um síðustu helgi þar sem á annað hundrað björgunarsveitarmenn komu við sögu.

Leitað var í hellum og útivistarsvæðum en þegar hefur þéttbýlið í Reykjavík verið þakið vel. Þá hefur einnig verið leitað eftir strandlengjunni í kringum Sundahöfn en það hefur engu skilað til þessa. Þá hafa drónar verið notaðir við leitina.

Leitin að Herði mun halda áfram þar til hún ber árangur segir Ágúst í samtali við Vísi.


Tengdar fréttir

Leitað áfram á Suðurlandi í dag

Hörður Björnsson er enn ófundinn. Leitað var á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði fram að kvöldmat í gær.

Leita að manni sem vill ekki finnast

Á fjórða hundrað manns hafa leitað Harðar Björnssonar frá því á fimmtudag. Lögreglu hafa borist tugir ábendinga um ferðir Harðar en fleiri vísbendingar vantar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×