Útskúfað af stórum og háværum hópi bæjarbúa fyrir að kæra nauðgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. október 2015 15:12 Stúlkurnar upplifðu höfnun og vandlætingu samfélagsins í kjölfar þess að þær kærðu nauðgun í bæjunum þar sem þær bjuggu. vísir/getty Tvær stúlkur sem kærðu nauðgun í tveimur litlum bæjum hér á landi fyrir síðustu aldamót upplifðu það sterkt að þeim væri refsað af samfélaginu fyrir kærurnar. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Guðrúnar Katrínar Jóhannesdóttur, meistaranema í félagsfræði. Hún kynnti lokaverkefni sitt „Að kæra nauðgun í litlu bæjarfélagi“ á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands í dag, en þar voru kynntar nýjustu rannsóknir í félagsvísindum á 45 málstofum. Alls ræddi Guðrún við 10 manns vegna rannsóknarinnar; stelpurnar tvær og svo fjóra íbúa úr hvorum bæ sem bjuggu þar þegar kærurnar voru lagðar fram.Hissa á viðbrögðunum sem þær fengu „Refsing samfélagsins gagnvart stúlkunum fólst í beinni vandlætingu bæjarbúa, véfengingu, útskúfun frá samfélaginu, líkamlegu ofbeldi, höfnun, umtali og almennt litlum stuðningi,“ sagði Guðrún í erindi sínu í dag. Stúlkurnar urðu hissa á viðbrögðum samfélagsins sem birtust með ýmsum hætti. Í öðru tilfellinu keyrði til að mynda pabbi þess kærða alveg upp að stúlkunni, líkt og hann ætlaði að keyra á hana og lýsti stúlkan því að hún hefði verið skíthrædd við hann.Guðrún kynnti rannsókn sína á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands í dag.vísir/ernirSlúður, sögusagnir og líkamlegt ofbeldiÞá var þeim jafnframt hafnað og sagði önnur stelpan að höfnunin sem hún upplifði frá öllum bænum hefði verið verri upplifun en sjálf nauðgunin. Slúður og sögusagnir gengu svo um bæjarfélögin um að stúlkurnar hefðu verið drukknar og að þær væru lauslátar. Í öðru tilvikinu bar einnig mikið á líkamlegu ofbeldi. „Stúlkurnar og fjölskyldur þeirra upplifðu mjög takmarkaðan stuðning. Bæjarbúar völdu frekar að vera hlutlausir eða þá var meir að sýna þeim kærðu stuðning. [...] Stúlkunum var útskúfað af háværum og stórum hópum bæjarbúa,“ sagði Guðrún. Önnur stúlkan sagði að henni hefði liðið eins og hún væri að skemma ímynd bæjarins. Þá væri hún líka „að skemma lífið hans af því að ég hafði kært hann.“ Reynt að þagga niður í stúlkunum og þeim sem stóðu með þeim Guðrún sagði að þöggun í þessum tveimur málum hefði birst á tvenns konar máta. „Annars vegar var reynt að þagga niður í stelpunum og fá þær til að draga kærurnar til baka og svo var líka reynt að þagga niður í þeim sem stóðu með þeim. Það þorðu í raun fáir að standa með þeim; aðeins þeirra nánasta fjölskylda og nánustu vinir.“ Hins vegar birtist þöggunin svo í því að annarri stúlkunni var aftur nauðgað en hún kærði ekki vegna viðbragðanna sem hún hefði fengið í bænum.Sakfelling gerði illt verra Að auki sagði einn af íbúunum frá því að henni hefði verið nauðgað í bænum en hún gat ekki hugsað sér að kæra eftir að hafa séð hvernig íbúarnir hefðu brugðist við nauðgunarkæru á sínum tíma. Sakfellt var í öðru málinu en í hinu tilvikinu var kæran felld niður vegna ónógra sönnunargagna. Guðrún sagði að sakfellingin hefði í raun gert illt verra fyrir stelpuna sem kærði en í báðum tilfellum fluttu stúlkurnar á endanum úr bæjunum vegna viðbragðanna sem þær fengu við kærunum. Tengdar fréttir Birtir Húsavíkurlistann í heild sinni: "Víti til varnaðar“ "Viðtalið við Reinhard Reinhardsson [fyrrverandi bæjarstjóra Húsavíkur] er dæmi um það af hverju það á að rifja svona lagað upp. Þetta er víti til varðnaðar,“ segir þýðandinn Gísli Ásgeirsson, en hann hefur birt nafnalistann með öllum þeim sem skrifuðu undir stuðning við dæmdan nauðgara á Húsavík árið 2000, á bloggi sínu. 9. apríl 2013 11:18 Nauðgunin sem klauf bæjarfélag 113 einstaklingar skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu til varnar dæmdum nauðgara á Húsavík árið 2000. Málið var rifjað upp í Kastljósi í gærkvöldi. Fyrrverandi bæjarstjóri vildi lítið tjá sig vegna málsins en honum þykir þó sæta furðu að það sé dregið upp svo löngu síðar. 9. apríl 2013 09:42 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
Tvær stúlkur sem kærðu nauðgun í tveimur litlum bæjum hér á landi fyrir síðustu aldamót upplifðu það sterkt að þeim væri refsað af samfélaginu fyrir kærurnar. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Guðrúnar Katrínar Jóhannesdóttur, meistaranema í félagsfræði. Hún kynnti lokaverkefni sitt „Að kæra nauðgun í litlu bæjarfélagi“ á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands í dag, en þar voru kynntar nýjustu rannsóknir í félagsvísindum á 45 málstofum. Alls ræddi Guðrún við 10 manns vegna rannsóknarinnar; stelpurnar tvær og svo fjóra íbúa úr hvorum bæ sem bjuggu þar þegar kærurnar voru lagðar fram.Hissa á viðbrögðunum sem þær fengu „Refsing samfélagsins gagnvart stúlkunum fólst í beinni vandlætingu bæjarbúa, véfengingu, útskúfun frá samfélaginu, líkamlegu ofbeldi, höfnun, umtali og almennt litlum stuðningi,“ sagði Guðrún í erindi sínu í dag. Stúlkurnar urðu hissa á viðbrögðum samfélagsins sem birtust með ýmsum hætti. Í öðru tilfellinu keyrði til að mynda pabbi þess kærða alveg upp að stúlkunni, líkt og hann ætlaði að keyra á hana og lýsti stúlkan því að hún hefði verið skíthrædd við hann.Guðrún kynnti rannsókn sína á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands í dag.vísir/ernirSlúður, sögusagnir og líkamlegt ofbeldiÞá var þeim jafnframt hafnað og sagði önnur stelpan að höfnunin sem hún upplifði frá öllum bænum hefði verið verri upplifun en sjálf nauðgunin. Slúður og sögusagnir gengu svo um bæjarfélögin um að stúlkurnar hefðu verið drukknar og að þær væru lauslátar. Í öðru tilvikinu bar einnig mikið á líkamlegu ofbeldi. „Stúlkurnar og fjölskyldur þeirra upplifðu mjög takmarkaðan stuðning. Bæjarbúar völdu frekar að vera hlutlausir eða þá var meir að sýna þeim kærðu stuðning. [...] Stúlkunum var útskúfað af háværum og stórum hópum bæjarbúa,“ sagði Guðrún. Önnur stúlkan sagði að henni hefði liðið eins og hún væri að skemma ímynd bæjarins. Þá væri hún líka „að skemma lífið hans af því að ég hafði kært hann.“ Reynt að þagga niður í stúlkunum og þeim sem stóðu með þeim Guðrún sagði að þöggun í þessum tveimur málum hefði birst á tvenns konar máta. „Annars vegar var reynt að þagga niður í stelpunum og fá þær til að draga kærurnar til baka og svo var líka reynt að þagga niður í þeim sem stóðu með þeim. Það þorðu í raun fáir að standa með þeim; aðeins þeirra nánasta fjölskylda og nánustu vinir.“ Hins vegar birtist þöggunin svo í því að annarri stúlkunni var aftur nauðgað en hún kærði ekki vegna viðbragðanna sem hún hefði fengið í bænum.Sakfelling gerði illt verra Að auki sagði einn af íbúunum frá því að henni hefði verið nauðgað í bænum en hún gat ekki hugsað sér að kæra eftir að hafa séð hvernig íbúarnir hefðu brugðist við nauðgunarkæru á sínum tíma. Sakfellt var í öðru málinu en í hinu tilvikinu var kæran felld niður vegna ónógra sönnunargagna. Guðrún sagði að sakfellingin hefði í raun gert illt verra fyrir stelpuna sem kærði en í báðum tilfellum fluttu stúlkurnar á endanum úr bæjunum vegna viðbragðanna sem þær fengu við kærunum.
Tengdar fréttir Birtir Húsavíkurlistann í heild sinni: "Víti til varnaðar“ "Viðtalið við Reinhard Reinhardsson [fyrrverandi bæjarstjóra Húsavíkur] er dæmi um það af hverju það á að rifja svona lagað upp. Þetta er víti til varðnaðar,“ segir þýðandinn Gísli Ásgeirsson, en hann hefur birt nafnalistann með öllum þeim sem skrifuðu undir stuðning við dæmdan nauðgara á Húsavík árið 2000, á bloggi sínu. 9. apríl 2013 11:18 Nauðgunin sem klauf bæjarfélag 113 einstaklingar skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu til varnar dæmdum nauðgara á Húsavík árið 2000. Málið var rifjað upp í Kastljósi í gærkvöldi. Fyrrverandi bæjarstjóri vildi lítið tjá sig vegna málsins en honum þykir þó sæta furðu að það sé dregið upp svo löngu síðar. 9. apríl 2013 09:42 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
Birtir Húsavíkurlistann í heild sinni: "Víti til varnaðar“ "Viðtalið við Reinhard Reinhardsson [fyrrverandi bæjarstjóra Húsavíkur] er dæmi um það af hverju það á að rifja svona lagað upp. Þetta er víti til varðnaðar,“ segir þýðandinn Gísli Ásgeirsson, en hann hefur birt nafnalistann með öllum þeim sem skrifuðu undir stuðning við dæmdan nauðgara á Húsavík árið 2000, á bloggi sínu. 9. apríl 2013 11:18
Nauðgunin sem klauf bæjarfélag 113 einstaklingar skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu til varnar dæmdum nauðgara á Húsavík árið 2000. Málið var rifjað upp í Kastljósi í gærkvöldi. Fyrrverandi bæjarstjóri vildi lítið tjá sig vegna málsins en honum þykir þó sæta furðu að það sé dregið upp svo löngu síðar. 9. apríl 2013 09:42