Nauðgunin sem klauf bæjarfélag María Lilja Þrastardóttir skrifar 9. apríl 2013 09:42 Guðný Jóna Kristjánsdóttir steig fram í Kastljósi í gærkvöldi og sagði frá fordæmalausum viðbrögðin bæjarfélagsins þar sem henni var nauðgað. Mynd/Kastljós 113 einstaklingar skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu til varnar dæmdum nauðgara á Húsavík árið 2000. Málið var rifjað upp í Kastljósi í gærkvöldi. Fyrrverandi bæjarstjóri vildi lítið tjá sig vegna málsins en honum þykir þó sæta furðu að það sé dregið upp svo löngu síðar. „Af hverju eru fjölmiðlar að varpa ljósi á þetta erfiða mál núna og hvaða tilgangi þjónar það?" spyr Reinhard Reinhardsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Húsavík, blaðakonu Fréttablaðsins vegna umfjöllunar um mál Guðnýjar Jónu Kristjánsdóttur, sem var nauðgað fyrir 14 árum. Mál Guðnýjar Jónu var rifjað upp í Kastljósinu á RÚV í gærkvöldi. Guðný Jóna er í dag læknir í Noregi. Guðnýju Jónu var nauðgað vorið 1999 eftir próflokafögnuð í Framhaldsskólanum á Húsavík. Gerandinn var jafnaldri hennar og bekkjarbróðir. Árið 2000 staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra og var maðurinn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi eftir að hann áfrýjaði og dró meðal annars játningu sína til baka.Tvær fylkingar Mál Guðnýjar Jónu þykir einkar óvægið, ekki síst vegna viðbragða samfélagsins á Húsavík sem skiptist í fylkingar. Stór hópur bæjarbúa studdi þétt við bakið á gerandanum og safnaði meðal annars 113 undirskriftum manninum til stuðnings. Undirskriftirnar voru svo birtar opinberlega í Skránni sem dreift var í bænum. Reinhard Reinhardsson var bæjarstjóri á þessum tíma en var þá tiltölulega nýkominn til starfa. Hann kveðst í raun lítið muna frá þessum tíma. „Ég man eftir umræðu í bænum um þetta en málið kom aldrei til okkar kasta í bæjarstjórninni nema þá í gegnum félagsþjónustuna sem var rekin utan bæjarins," segir Reinhard. Spurður hvort ekki hefði verið eðlilegt af bæjarstjórn að skerast í leikinn þegar ljóst var að um velferð íbúa bæjarins var að ræða segir hann erfitt að meta það eftir á. „Til þess að geta svarað því þá þyrfti ég að grafa ansi djúpt aftur í söguna."Tók þetta á hnefanum Guðný Jóna segir í samtali við Fréttablaðið að hefði hún vitað fyrir fram hvernig málið myndi þróast hefði hún ekki kært. Það hafi tekið hana langan tíma að vinna úr áfallinu og ekki síður viðbrögðum samfélagsins á Húsavík. „Til að byrja með tók ég þetta auðvitað bara á hnefanum. Ég flutti burt og hélt áfram með mitt líf og öll þau plön sem ég hafði," segir Guðný Jóna. Í dag býr hún í Noregi ásamt eiginmanni og syni. Hún hélt sig frá fjölmiðlum á sínum tíma en málið vakti mikla athygli. Meðal annars birti DV undirskriftalistann og viðtöl við fólk sem skrifað hafði á hann. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir viðbrögð sem þessi ekki óalgeng í litlum samfélögum þó vissulega sé það einsdæmi hér á landi að fólk gangi jafn langt og gerðist í máli Guðnýjar. Tölur Stígamóta sýni að algengt sé að gerendur séu kunnugir fórnarlambinu. „Það er svo óbærilegt að horfast í augu við þetta. Það er einhvern veginn auðveldara að afneita því. En þá situr fórnarlambið eftir með sárt ennið og jafnvel óverðskuldaða sök í málinu. Þetta hefur vissulega fælingarmátt og hindrar því miður einhverja í að leita réttar síns," segir Guðrún. Hún segir að svo megi þó ekki vera og bendir á að það sé alltaf rétt að greina frá ofbeldi. Mál Guðnýjar þykir svipað Steubenville-málinuTrent Mays, 17 ára, og Ma'lik Richmond, 16 ára, í réttarsal í Steubenville í Ohio þann 13. mars. Mynd/APMáli Guðnýjar þykir svipa til Steubenville-málsins svokallaða vegna viðbragða samfélagsins á Húsavík við dóminum. Í Steubenville voru tveir ungir menn dæmdir vegna hrottalegrar nauðgunar á áfengisdauðri stúlku. Aktívistahópurinn Anonyomous birti myndband af verknaðinum á vefsíðu en myndbandið þykir einkar ógeðfellt. Enginn vafi lék á sekt ungu mannanna, þrátt fyrir það skiptist bæjarfélagið Steubenville upp í fylkingar með og á móti fórnarlambinu. Eftir að dómur féll í máli þeirra þótti umfjöllun stórra miðla líkt og CNN endurspegla þau viðhorf sem fórnarlömb kynferðisbrota búa við þar sem einblínt var á brostnar framtíðarhorfur gerendanna en ekki þolendanna. Málið vakti heimsathygli. Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
113 einstaklingar skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu til varnar dæmdum nauðgara á Húsavík árið 2000. Málið var rifjað upp í Kastljósi í gærkvöldi. Fyrrverandi bæjarstjóri vildi lítið tjá sig vegna málsins en honum þykir þó sæta furðu að það sé dregið upp svo löngu síðar. „Af hverju eru fjölmiðlar að varpa ljósi á þetta erfiða mál núna og hvaða tilgangi þjónar það?" spyr Reinhard Reinhardsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Húsavík, blaðakonu Fréttablaðsins vegna umfjöllunar um mál Guðnýjar Jónu Kristjánsdóttur, sem var nauðgað fyrir 14 árum. Mál Guðnýjar Jónu var rifjað upp í Kastljósinu á RÚV í gærkvöldi. Guðný Jóna er í dag læknir í Noregi. Guðnýju Jónu var nauðgað vorið 1999 eftir próflokafögnuð í Framhaldsskólanum á Húsavík. Gerandinn var jafnaldri hennar og bekkjarbróðir. Árið 2000 staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra og var maðurinn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi eftir að hann áfrýjaði og dró meðal annars játningu sína til baka.Tvær fylkingar Mál Guðnýjar Jónu þykir einkar óvægið, ekki síst vegna viðbragða samfélagsins á Húsavík sem skiptist í fylkingar. Stór hópur bæjarbúa studdi þétt við bakið á gerandanum og safnaði meðal annars 113 undirskriftum manninum til stuðnings. Undirskriftirnar voru svo birtar opinberlega í Skránni sem dreift var í bænum. Reinhard Reinhardsson var bæjarstjóri á þessum tíma en var þá tiltölulega nýkominn til starfa. Hann kveðst í raun lítið muna frá þessum tíma. „Ég man eftir umræðu í bænum um þetta en málið kom aldrei til okkar kasta í bæjarstjórninni nema þá í gegnum félagsþjónustuna sem var rekin utan bæjarins," segir Reinhard. Spurður hvort ekki hefði verið eðlilegt af bæjarstjórn að skerast í leikinn þegar ljóst var að um velferð íbúa bæjarins var að ræða segir hann erfitt að meta það eftir á. „Til þess að geta svarað því þá þyrfti ég að grafa ansi djúpt aftur í söguna."Tók þetta á hnefanum Guðný Jóna segir í samtali við Fréttablaðið að hefði hún vitað fyrir fram hvernig málið myndi þróast hefði hún ekki kært. Það hafi tekið hana langan tíma að vinna úr áfallinu og ekki síður viðbrögðum samfélagsins á Húsavík. „Til að byrja með tók ég þetta auðvitað bara á hnefanum. Ég flutti burt og hélt áfram með mitt líf og öll þau plön sem ég hafði," segir Guðný Jóna. Í dag býr hún í Noregi ásamt eiginmanni og syni. Hún hélt sig frá fjölmiðlum á sínum tíma en málið vakti mikla athygli. Meðal annars birti DV undirskriftalistann og viðtöl við fólk sem skrifað hafði á hann. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir viðbrögð sem þessi ekki óalgeng í litlum samfélögum þó vissulega sé það einsdæmi hér á landi að fólk gangi jafn langt og gerðist í máli Guðnýjar. Tölur Stígamóta sýni að algengt sé að gerendur séu kunnugir fórnarlambinu. „Það er svo óbærilegt að horfast í augu við þetta. Það er einhvern veginn auðveldara að afneita því. En þá situr fórnarlambið eftir með sárt ennið og jafnvel óverðskuldaða sök í málinu. Þetta hefur vissulega fælingarmátt og hindrar því miður einhverja í að leita réttar síns," segir Guðrún. Hún segir að svo megi þó ekki vera og bendir á að það sé alltaf rétt að greina frá ofbeldi. Mál Guðnýjar þykir svipað Steubenville-málinuTrent Mays, 17 ára, og Ma'lik Richmond, 16 ára, í réttarsal í Steubenville í Ohio þann 13. mars. Mynd/APMáli Guðnýjar þykir svipa til Steubenville-málsins svokallaða vegna viðbragða samfélagsins á Húsavík við dóminum. Í Steubenville voru tveir ungir menn dæmdir vegna hrottalegrar nauðgunar á áfengisdauðri stúlku. Aktívistahópurinn Anonyomous birti myndband af verknaðinum á vefsíðu en myndbandið þykir einkar ógeðfellt. Enginn vafi lék á sekt ungu mannanna, þrátt fyrir það skiptist bæjarfélagið Steubenville upp í fylkingar með og á móti fórnarlambinu. Eftir að dómur féll í máli þeirra þótti umfjöllun stórra miðla líkt og CNN endurspegla þau viðhorf sem fórnarlömb kynferðisbrota búa við þar sem einblínt var á brostnar framtíðarhorfur gerendanna en ekki þolendanna. Málið vakti heimsathygli.
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira