Nærri þrefalt fleiri leita til talmeinafræðinga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. október 2015 19:15 MYND/Getty Nærri þrefalt fleiri leituðu sér aðstoðar talmeinafræðinga á síðasta ári en fimm árum áður. Formaður Félags talmeinafræðinga segir um árs bið vera eftir því að komast að með börn hjá talmeinafræðingum. Þeim hefur fjölgað verulega síðustu árin sem leita sér aðstoðar talmeinafræðinga. Tölur frá Sjúkratryggingum Íslands sýna að árið 2009 tóku þær þátt í að greiða fyrir talþjálfun 578 barna. Á síðasta ári var fjöldinn kominn í 1.387 börn. Kostnaður ríksins hefur á sama tíma aukist verulega vegna talþjálfurnar barna en á aðeins tveimur árum, frá árunum 2012 til 2014, fór hann úr um sextíu milljónum króna í um eitt hundrað milljónir króna. „Það er mikil vakning í því að átta sig á því á þessum erfiðleikum og áhrifum þessara erfiðleika fyrir þessi börn og þannig að ég held að þeim sé svo sem ekkert að fjölga neitt við erum bara að finna þau betur,“ segir Þórunn Hanna Halldórsdóttir formaður Félags talmeinafræðinga á Íslandi. Þórunn segir ungbarnavernd heilsugæslunnar hafa mikið að segja um það að verið sé að greina talvandamál fyrr en áður. Yngstu börnin sem koma til talmeinafræðinga gera það upp úr tveggja og hálfs árs aldri og oftar en ekki eftir skoðun á heilsugæslustöð. Algengt er þó að vandinn greinist síðar eða um 4 eða 5 ára aldur. Þórunn segir mikilvægt að greina börn snemma. „Rannsóknir eru að sýna að málþroskafrávik geta haft mjög slæm áhrif á velgengni í námi og jafnvel upp á unglingsaldur og jafnvel á framtíðarhorfur þessar barna,“ segir Þórunn. Takmarkaður fjöldi talmeinafræðinga er við störf hér á landi og hefur myndast töluverður biðlisti eftir því að komast með börn til þeirra á síðustu árum. „Rúmlega árs bið á flestum stöðum. Það er náttúrulega mjög langur tími fyrir þau börn sem eru nýgreind og þurfa að komast í þjónustu og þarf að fara að taka á þeirra vanda af skipulögðum hætti. Þannig að eitt ár er langur tími í lífi barns. Sérstaklega á leikskólaaldri,“ segir Þórunn. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Nærri þrefalt fleiri leituðu sér aðstoðar talmeinafræðinga á síðasta ári en fimm árum áður. Formaður Félags talmeinafræðinga segir um árs bið vera eftir því að komast að með börn hjá talmeinafræðingum. Þeim hefur fjölgað verulega síðustu árin sem leita sér aðstoðar talmeinafræðinga. Tölur frá Sjúkratryggingum Íslands sýna að árið 2009 tóku þær þátt í að greiða fyrir talþjálfun 578 barna. Á síðasta ári var fjöldinn kominn í 1.387 börn. Kostnaður ríksins hefur á sama tíma aukist verulega vegna talþjálfurnar barna en á aðeins tveimur árum, frá árunum 2012 til 2014, fór hann úr um sextíu milljónum króna í um eitt hundrað milljónir króna. „Það er mikil vakning í því að átta sig á því á þessum erfiðleikum og áhrifum þessara erfiðleika fyrir þessi börn og þannig að ég held að þeim sé svo sem ekkert að fjölga neitt við erum bara að finna þau betur,“ segir Þórunn Hanna Halldórsdóttir formaður Félags talmeinafræðinga á Íslandi. Þórunn segir ungbarnavernd heilsugæslunnar hafa mikið að segja um það að verið sé að greina talvandamál fyrr en áður. Yngstu börnin sem koma til talmeinafræðinga gera það upp úr tveggja og hálfs árs aldri og oftar en ekki eftir skoðun á heilsugæslustöð. Algengt er þó að vandinn greinist síðar eða um 4 eða 5 ára aldur. Þórunn segir mikilvægt að greina börn snemma. „Rannsóknir eru að sýna að málþroskafrávik geta haft mjög slæm áhrif á velgengni í námi og jafnvel upp á unglingsaldur og jafnvel á framtíðarhorfur þessar barna,“ segir Þórunn. Takmarkaður fjöldi talmeinafræðinga er við störf hér á landi og hefur myndast töluverður biðlisti eftir því að komast með börn til þeirra á síðustu árum. „Rúmlega árs bið á flestum stöðum. Það er náttúrulega mjög langur tími fyrir þau börn sem eru nýgreind og þurfa að komast í þjónustu og þarf að fara að taka á þeirra vanda af skipulögðum hætti. Þannig að eitt ár er langur tími í lífi barns. Sérstaklega á leikskólaaldri,“ segir Þórunn.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira