Á þriðja hundrað með í málinu gegn Björgólfi Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. október 2015 05:30 Vilhjálmur Bjarnason. „Með þessari hópmálsókn er stigið mikilvægt skref í átt að aukinni vernd fyrir fjárfesta á Íslandi. Það er mikilvægt að allir þeir sem taka þátt í viðskiptum með hlutabréf veiti stjórnendum og eigendum þessara félaga raunverulegt aðhald og kalli þá til ábyrgðar,“ segir Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður um stefnu málsóknarfélags á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni. Stefnan verður þingfest á morgun. Á sama tíma verður lagður fram listi yfir þá sem taka þátt í málsókninni. Þátttakendur eru núna 207 talsins, en þeir sem að málsókninni standa telja að fleiri muni bætast í hópinn. Á meðal þeirra eru Karen Millen, Kristján Loftsson í Hval, Bolli Héðinsson hagfræðingur, Svana Helen Björnsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins, Lífeyrissjóður verkfræðinga, Lífeyrissjóður starfsmanna íslenskra sveitarfélaga og fleiri. Áður hafði verið greint frá aðkomu Vilhjálms Bjarnasonar alþingismanns og lífeyrissjóðsins Stapa að málinu. Málsóknarfélagið telur að Björgólfur Thor hafi með saknæmum hætti leynt upplýsingum um eignarhald sitt á Landsbankanum til að komast undan reglum um birtingu upplýsinga um viðskipti bankans við hann. Þau viðskipti hafi verið umfangsmikil og langt yfir þeim mörkum sem Fjármálaeftirlitið heimilaði. Þá byggir félagið málatilbúning sinn á því að Samson eignarhaldsfélag, sem var í eigu Björgólfs og föður hans, hafi allt frá árinu 2006 ráðið yfir meirihluta atkvæða í Landsbanka Íslands hf. og því hafi félagið haft skyldu til að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. Þetta hafi komið í ljós eftir að upplýst varð um umfangsmikil kaup Landsbankans á eigin bréfum sem meðal annars voru geymd í aflandsfélögum sem lutu stjórn bankans.Ragnar H HallÞegar fréttir voru sagðar af málshöfðuninni sendi Björgólfur Thor Björgólfsson fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem hann varaði hugsanlega þátttakendur í málsóknarfélaginu við miklum kostnaði sem þeir myndu þurfa að bera af henni. „Leiði rangar ásakanir lögmanna í minn garð til tjóns bera félagsmenn óskipta ábyrgð á hugsanlegum bótum. Þeir sem hafa hæst í málinu fría sig þannig ábyrgð á kostnað almennra hluthafa,“ sagði Björgólfur. Í lögfræðiáliti sem Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður hefur gert fyrir málsóknarfélagið hafnar Ragnar því að Björgólfur geti sótt bætur til félagsmanna vegna rangra sakargifta. „Um ábyrgð á yfirlýsingum lögmanna undir rekstri máls fer annars eftir almennum reglum – lögmenn geta eins og aðrir bakað sér ábyrgð með orðum sínum og framgöngu. Undirritaður fær ekki séð hvernig slíkt geti beint snert félagsmenn í hópmálsóknarfélagi sem lögmaðurinn vinnur fyrir,“ segir í áliti Ragnars. Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira
„Með þessari hópmálsókn er stigið mikilvægt skref í átt að aukinni vernd fyrir fjárfesta á Íslandi. Það er mikilvægt að allir þeir sem taka þátt í viðskiptum með hlutabréf veiti stjórnendum og eigendum þessara félaga raunverulegt aðhald og kalli þá til ábyrgðar,“ segir Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður um stefnu málsóknarfélags á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni. Stefnan verður þingfest á morgun. Á sama tíma verður lagður fram listi yfir þá sem taka þátt í málsókninni. Þátttakendur eru núna 207 talsins, en þeir sem að málsókninni standa telja að fleiri muni bætast í hópinn. Á meðal þeirra eru Karen Millen, Kristján Loftsson í Hval, Bolli Héðinsson hagfræðingur, Svana Helen Björnsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins, Lífeyrissjóður verkfræðinga, Lífeyrissjóður starfsmanna íslenskra sveitarfélaga og fleiri. Áður hafði verið greint frá aðkomu Vilhjálms Bjarnasonar alþingismanns og lífeyrissjóðsins Stapa að málinu. Málsóknarfélagið telur að Björgólfur Thor hafi með saknæmum hætti leynt upplýsingum um eignarhald sitt á Landsbankanum til að komast undan reglum um birtingu upplýsinga um viðskipti bankans við hann. Þau viðskipti hafi verið umfangsmikil og langt yfir þeim mörkum sem Fjármálaeftirlitið heimilaði. Þá byggir félagið málatilbúning sinn á því að Samson eignarhaldsfélag, sem var í eigu Björgólfs og föður hans, hafi allt frá árinu 2006 ráðið yfir meirihluta atkvæða í Landsbanka Íslands hf. og því hafi félagið haft skyldu til að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. Þetta hafi komið í ljós eftir að upplýst varð um umfangsmikil kaup Landsbankans á eigin bréfum sem meðal annars voru geymd í aflandsfélögum sem lutu stjórn bankans.Ragnar H HallÞegar fréttir voru sagðar af málshöfðuninni sendi Björgólfur Thor Björgólfsson fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem hann varaði hugsanlega þátttakendur í málsóknarfélaginu við miklum kostnaði sem þeir myndu þurfa að bera af henni. „Leiði rangar ásakanir lögmanna í minn garð til tjóns bera félagsmenn óskipta ábyrgð á hugsanlegum bótum. Þeir sem hafa hæst í málinu fría sig þannig ábyrgð á kostnað almennra hluthafa,“ sagði Björgólfur. Í lögfræðiáliti sem Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður hefur gert fyrir málsóknarfélagið hafnar Ragnar því að Björgólfur geti sótt bætur til félagsmanna vegna rangra sakargifta. „Um ábyrgð á yfirlýsingum lögmanna undir rekstri máls fer annars eftir almennum reglum – lögmenn geta eins og aðrir bakað sér ábyrgð með orðum sínum og framgöngu. Undirritaður fær ekki séð hvernig slíkt geti beint snert félagsmenn í hópmálsóknarfélagi sem lögmaðurinn vinnur fyrir,“ segir í áliti Ragnars.
Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira