Forsætisráðherrarnir lærðu að kubba önd með Lego Heimir Már Pétursson skrifar 29. október 2015 19:49 Forsætisráðherrar Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands slógu á létta strengi á Northern Future Forum, eða framtíðarvettvangi Norðursins, í Reykjavík í dag. Þeir lærðu meðal annars að til eru milljónir leiða til að búa til önd úr sex Lego kubbum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson minntist þess að David Cameron forsætisráðherra Bretlands hafði frumkvæði að þessum vettvangi forsætisraðherranna árið 2011. „Mig langar að spyrja þann sem við köllum stundum upphafsmann og stundum guðföður sem má e.t.v. ekki nota á formlegum vettvangi... En þar sem þetta er óformlegur vettvangur gætir þú, guðfaði, sagt okkur dálítið frá þessu,“ spurði Sigmundur á léttum nótum. „Ég hef verið kallaður mörgum nöfnum og „guðfaðir“ er nýtt fyrir mér og það felur í sér ýmsar áhugaverðar aukamerkinga, sérstaklegar þar sem skapandi iðngreinar eru annars vegar. Þakka þér kærlega fyrir góðar móttöku, Sigmundur. Frábært að koma hingað,“ svaraði Cameron og var greinilega skemmt. En á þessum fundum ræða forsætisráðherrarnir ýmis sameiginleg málefni á mjög óformlegum nótum og án aðstoðarmanna. „Til að undirstrika það og sýna hve óformleg við erum voru bindin rifin af okkur þegar við gengum í salinn. Svona sýna stjórnmálamenn hvernig þeir eru óformlegir,“ sagði Sigmundur Davíð. Aðalmálin á dagskrá forsætisráðherranna í Reykjavík voru skapandi greinar og upplýsingatækni á vettvangi hins opinbera. Forsætisráðherrarnir sátu fundi með um 80 sérfræðingum héðan og þaðan úr heiminum og ræddu betri stjórnsýslu og skapandi greinar. En eftir það svöruðu þeir spurningum fjölmiðla.Lentu í brasi með að búa til önd Forstjóri Lego í Danmörku var einn fjölmargra sérfræðinga sem forsætisráðherrarnir hlýddu á, en hann fjallaði um mikilvægi þess að sjá fleiri en eina lausn við úrlausn vandamála. „Við lærðum líka að búa til önd úr 6 Legó-kubbum. Forsætisráðherra Legó-landsins Danmerkur (Lars Lökke Rasmussen) stóð sig frábærlega við að búa til önd sem og hugvitsfólkið sem var með okkur,“ sagði Sigmundur Davíð. „Við tveir lentum í basli,“ skaut Cameron þá inní greinilega skemmt. „Já, það sem við gerðum líktist meira hundi en önd,“ sagði Sigmundur Davíð. Ráðherrarnir lýstu allir ánægju með fundinn og þá fyrirlestra sem þeir fengu. Það væri mikilvægt að hlusta á fólk í skapandi greinum til að kalla fram nýjungar og hagræðingu í samfélögunum og læra af sigrum og mistökum annarra.Just found this at Reykjavik summit. No.10 won't confirm if it is Dave's dodgy duck. (Suspect not). #DuckGate pic.twitter.com/nIywWvK7ei— Darren McCaffrey (@DMcCaffreySKY) October 29, 2015 Tengdar fréttir Legóönd Sigmundar Davíðs líktist meira hundi heldur en önd „Já, við áttum í erfiðleikum,“ sagði David Cameron. 29. október 2015 14:58 Cameron vill horfa til framtíðar með Íslendingum David Cameron vonar að Bretar og Íslendingar geti byggt upp jákvætt samstarf eftir erfiðleika í samskiptum á liðnum árum. 29. október 2015 19:19 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
Forsætisráðherrar Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands slógu á létta strengi á Northern Future Forum, eða framtíðarvettvangi Norðursins, í Reykjavík í dag. Þeir lærðu meðal annars að til eru milljónir leiða til að búa til önd úr sex Lego kubbum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson minntist þess að David Cameron forsætisráðherra Bretlands hafði frumkvæði að þessum vettvangi forsætisraðherranna árið 2011. „Mig langar að spyrja þann sem við köllum stundum upphafsmann og stundum guðföður sem má e.t.v. ekki nota á formlegum vettvangi... En þar sem þetta er óformlegur vettvangur gætir þú, guðfaði, sagt okkur dálítið frá þessu,“ spurði Sigmundur á léttum nótum. „Ég hef verið kallaður mörgum nöfnum og „guðfaðir“ er nýtt fyrir mér og það felur í sér ýmsar áhugaverðar aukamerkinga, sérstaklegar þar sem skapandi iðngreinar eru annars vegar. Þakka þér kærlega fyrir góðar móttöku, Sigmundur. Frábært að koma hingað,“ svaraði Cameron og var greinilega skemmt. En á þessum fundum ræða forsætisráðherrarnir ýmis sameiginleg málefni á mjög óformlegum nótum og án aðstoðarmanna. „Til að undirstrika það og sýna hve óformleg við erum voru bindin rifin af okkur þegar við gengum í salinn. Svona sýna stjórnmálamenn hvernig þeir eru óformlegir,“ sagði Sigmundur Davíð. Aðalmálin á dagskrá forsætisráðherranna í Reykjavík voru skapandi greinar og upplýsingatækni á vettvangi hins opinbera. Forsætisráðherrarnir sátu fundi með um 80 sérfræðingum héðan og þaðan úr heiminum og ræddu betri stjórnsýslu og skapandi greinar. En eftir það svöruðu þeir spurningum fjölmiðla.Lentu í brasi með að búa til önd Forstjóri Lego í Danmörku var einn fjölmargra sérfræðinga sem forsætisráðherrarnir hlýddu á, en hann fjallaði um mikilvægi þess að sjá fleiri en eina lausn við úrlausn vandamála. „Við lærðum líka að búa til önd úr 6 Legó-kubbum. Forsætisráðherra Legó-landsins Danmerkur (Lars Lökke Rasmussen) stóð sig frábærlega við að búa til önd sem og hugvitsfólkið sem var með okkur,“ sagði Sigmundur Davíð. „Við tveir lentum í basli,“ skaut Cameron þá inní greinilega skemmt. „Já, það sem við gerðum líktist meira hundi en önd,“ sagði Sigmundur Davíð. Ráðherrarnir lýstu allir ánægju með fundinn og þá fyrirlestra sem þeir fengu. Það væri mikilvægt að hlusta á fólk í skapandi greinum til að kalla fram nýjungar og hagræðingu í samfélögunum og læra af sigrum og mistökum annarra.Just found this at Reykjavik summit. No.10 won't confirm if it is Dave's dodgy duck. (Suspect not). #DuckGate pic.twitter.com/nIywWvK7ei— Darren McCaffrey (@DMcCaffreySKY) October 29, 2015
Tengdar fréttir Legóönd Sigmundar Davíðs líktist meira hundi heldur en önd „Já, við áttum í erfiðleikum,“ sagði David Cameron. 29. október 2015 14:58 Cameron vill horfa til framtíðar með Íslendingum David Cameron vonar að Bretar og Íslendingar geti byggt upp jákvætt samstarf eftir erfiðleika í samskiptum á liðnum árum. 29. október 2015 19:19 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
Legóönd Sigmundar Davíðs líktist meira hundi heldur en önd „Já, við áttum í erfiðleikum,“ sagði David Cameron. 29. október 2015 14:58
Cameron vill horfa til framtíðar með Íslendingum David Cameron vonar að Bretar og Íslendingar geti byggt upp jákvætt samstarf eftir erfiðleika í samskiptum á liðnum árum. 29. október 2015 19:19