Forsætisráðherrarnir lærðu að kubba önd með Lego Heimir Már Pétursson skrifar 29. október 2015 19:49 Forsætisráðherrar Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands slógu á létta strengi á Northern Future Forum, eða framtíðarvettvangi Norðursins, í Reykjavík í dag. Þeir lærðu meðal annars að til eru milljónir leiða til að búa til önd úr sex Lego kubbum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson minntist þess að David Cameron forsætisráðherra Bretlands hafði frumkvæði að þessum vettvangi forsætisraðherranna árið 2011. „Mig langar að spyrja þann sem við köllum stundum upphafsmann og stundum guðföður sem má e.t.v. ekki nota á formlegum vettvangi... En þar sem þetta er óformlegur vettvangur gætir þú, guðfaði, sagt okkur dálítið frá þessu,“ spurði Sigmundur á léttum nótum. „Ég hef verið kallaður mörgum nöfnum og „guðfaðir“ er nýtt fyrir mér og það felur í sér ýmsar áhugaverðar aukamerkinga, sérstaklegar þar sem skapandi iðngreinar eru annars vegar. Þakka þér kærlega fyrir góðar móttöku, Sigmundur. Frábært að koma hingað,“ svaraði Cameron og var greinilega skemmt. En á þessum fundum ræða forsætisráðherrarnir ýmis sameiginleg málefni á mjög óformlegum nótum og án aðstoðarmanna. „Til að undirstrika það og sýna hve óformleg við erum voru bindin rifin af okkur þegar við gengum í salinn. Svona sýna stjórnmálamenn hvernig þeir eru óformlegir,“ sagði Sigmundur Davíð. Aðalmálin á dagskrá forsætisráðherranna í Reykjavík voru skapandi greinar og upplýsingatækni á vettvangi hins opinbera. Forsætisráðherrarnir sátu fundi með um 80 sérfræðingum héðan og þaðan úr heiminum og ræddu betri stjórnsýslu og skapandi greinar. En eftir það svöruðu þeir spurningum fjölmiðla.Lentu í brasi með að búa til önd Forstjóri Lego í Danmörku var einn fjölmargra sérfræðinga sem forsætisráðherrarnir hlýddu á, en hann fjallaði um mikilvægi þess að sjá fleiri en eina lausn við úrlausn vandamála. „Við lærðum líka að búa til önd úr 6 Legó-kubbum. Forsætisráðherra Legó-landsins Danmerkur (Lars Lökke Rasmussen) stóð sig frábærlega við að búa til önd sem og hugvitsfólkið sem var með okkur,“ sagði Sigmundur Davíð. „Við tveir lentum í basli,“ skaut Cameron þá inní greinilega skemmt. „Já, það sem við gerðum líktist meira hundi en önd,“ sagði Sigmundur Davíð. Ráðherrarnir lýstu allir ánægju með fundinn og þá fyrirlestra sem þeir fengu. Það væri mikilvægt að hlusta á fólk í skapandi greinum til að kalla fram nýjungar og hagræðingu í samfélögunum og læra af sigrum og mistökum annarra.Just found this at Reykjavik summit. No.10 won't confirm if it is Dave's dodgy duck. (Suspect not). #DuckGate pic.twitter.com/nIywWvK7ei— Darren McCaffrey (@DMcCaffreySKY) October 29, 2015 Tengdar fréttir Legóönd Sigmundar Davíðs líktist meira hundi heldur en önd „Já, við áttum í erfiðleikum,“ sagði David Cameron. 29. október 2015 14:58 Cameron vill horfa til framtíðar með Íslendingum David Cameron vonar að Bretar og Íslendingar geti byggt upp jákvætt samstarf eftir erfiðleika í samskiptum á liðnum árum. 29. október 2015 19:19 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Sjá meira
Forsætisráðherrar Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands slógu á létta strengi á Northern Future Forum, eða framtíðarvettvangi Norðursins, í Reykjavík í dag. Þeir lærðu meðal annars að til eru milljónir leiða til að búa til önd úr sex Lego kubbum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson minntist þess að David Cameron forsætisráðherra Bretlands hafði frumkvæði að þessum vettvangi forsætisraðherranna árið 2011. „Mig langar að spyrja þann sem við köllum stundum upphafsmann og stundum guðföður sem má e.t.v. ekki nota á formlegum vettvangi... En þar sem þetta er óformlegur vettvangur gætir þú, guðfaði, sagt okkur dálítið frá þessu,“ spurði Sigmundur á léttum nótum. „Ég hef verið kallaður mörgum nöfnum og „guðfaðir“ er nýtt fyrir mér og það felur í sér ýmsar áhugaverðar aukamerkinga, sérstaklegar þar sem skapandi iðngreinar eru annars vegar. Þakka þér kærlega fyrir góðar móttöku, Sigmundur. Frábært að koma hingað,“ svaraði Cameron og var greinilega skemmt. En á þessum fundum ræða forsætisráðherrarnir ýmis sameiginleg málefni á mjög óformlegum nótum og án aðstoðarmanna. „Til að undirstrika það og sýna hve óformleg við erum voru bindin rifin af okkur þegar við gengum í salinn. Svona sýna stjórnmálamenn hvernig þeir eru óformlegir,“ sagði Sigmundur Davíð. Aðalmálin á dagskrá forsætisráðherranna í Reykjavík voru skapandi greinar og upplýsingatækni á vettvangi hins opinbera. Forsætisráðherrarnir sátu fundi með um 80 sérfræðingum héðan og þaðan úr heiminum og ræddu betri stjórnsýslu og skapandi greinar. En eftir það svöruðu þeir spurningum fjölmiðla.Lentu í brasi með að búa til önd Forstjóri Lego í Danmörku var einn fjölmargra sérfræðinga sem forsætisráðherrarnir hlýddu á, en hann fjallaði um mikilvægi þess að sjá fleiri en eina lausn við úrlausn vandamála. „Við lærðum líka að búa til önd úr 6 Legó-kubbum. Forsætisráðherra Legó-landsins Danmerkur (Lars Lökke Rasmussen) stóð sig frábærlega við að búa til önd sem og hugvitsfólkið sem var með okkur,“ sagði Sigmundur Davíð. „Við tveir lentum í basli,“ skaut Cameron þá inní greinilega skemmt. „Já, það sem við gerðum líktist meira hundi en önd,“ sagði Sigmundur Davíð. Ráðherrarnir lýstu allir ánægju með fundinn og þá fyrirlestra sem þeir fengu. Það væri mikilvægt að hlusta á fólk í skapandi greinum til að kalla fram nýjungar og hagræðingu í samfélögunum og læra af sigrum og mistökum annarra.Just found this at Reykjavik summit. No.10 won't confirm if it is Dave's dodgy duck. (Suspect not). #DuckGate pic.twitter.com/nIywWvK7ei— Darren McCaffrey (@DMcCaffreySKY) October 29, 2015
Tengdar fréttir Legóönd Sigmundar Davíðs líktist meira hundi heldur en önd „Já, við áttum í erfiðleikum,“ sagði David Cameron. 29. október 2015 14:58 Cameron vill horfa til framtíðar með Íslendingum David Cameron vonar að Bretar og Íslendingar geti byggt upp jákvætt samstarf eftir erfiðleika í samskiptum á liðnum árum. 29. október 2015 19:19 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Sjá meira
Legóönd Sigmundar Davíðs líktist meira hundi heldur en önd „Já, við áttum í erfiðleikum,“ sagði David Cameron. 29. október 2015 14:58
Cameron vill horfa til framtíðar með Íslendingum David Cameron vonar að Bretar og Íslendingar geti byggt upp jákvætt samstarf eftir erfiðleika í samskiptum á liðnum árum. 29. október 2015 19:19
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent