Íslendingar gripnir í fíkniefnarassíu á Spáni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. október 2015 07:00 Um 6.000 marijúanaplöntur voru í ræktun í húsinu. Mynd/Guardia Civil Fjórir Íslendingar eru nú í haldi lögreglu á Spáni í tengslum við mjög umfangsmikla kannabisræktun í yfirgefinni vöruskemmu í iðnaðarhverfi í bænum Molina de Segura á Spáni. Samkvæmt spænskum fjölmiðlum er um að ræða eitthvert háþróaðasta kannabisgróðurhús sem fundist hefur í Evrópu, metið á um 140 milljónir íslenskra króna. Talið er að einn mannanna, 58 ára Íslendingur, hafi verið skráður eigandi fyrirtækis sem hagnaður af framleiðslunni rann til. Þá leigði hann húsnæðið sem framleiðslan fór fram í. Í frétt La Opinión de Murcia um málið kemur fram að 58 ára Íslendingur og sjö Hollendingar á aldrinum 27 til 43 ára hafi verið handteknir grunaðir um fíkniefnasmygl og skipulagða glæpastarfsemi. Þá segir í miðlinum La Verdad að tveir íslenskir ríkisborgarar hafi verið handteknir á leið úr landi. Jafnframt hafi fleiri meðlimir glæpasamtakanna verið handteknir á flugvellinum í Alicante á leið til Íslands. Rannsókn lögreglu á Spáni hófst þegar fyrirtæki í nágrenninu tilkynntu um einkennileg frávik í rafmagnslínum í iðnaðarhverfinu. Við nánari skoðun kom í ljós að rafmagni var veitt í stóra vöruskemmu sem borgaði enga rafmagnsreikninga. Í skemmunni fundust sex þúsund kannabisplöntur sem lögreglan lagði hald á. Talið er að framleiðslan hafi verið hluti af starfsemi umfangsmikils smyglhrings, sem hafi flutt tugi tonna af marijúana til Hollands í hverjum mánuði. Götuvirði efnanna, sem send voru á markað í hverjum mánuði, nemur um þrjátíu milljörðum íslenskra króna. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að önnur verksmiðja var í bígerð í vöruhúsi í Alicante-héraði. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir að ráðuneytið hafi ekki fengið upplýsingar um málið. „Það hefur ekki verið beðið um aðstoð frá okkur,“ segir Urður. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins teygir rannsóknin sig ekki hingað til lands og hafa lögregluyfirvöld á Íslandi ekki verið beðin um að aðstoða við rannsókn málsins. Tengdar fréttir Íslendingar handteknir í tengslum við gríðarstóra kannabisræktun á Spáni Þrír handteknir voru eftir að lögregla fann gróðurhús með sex þúsund plöntum. 11. október 2015 11:25 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Fjórir Íslendingar eru nú í haldi lögreglu á Spáni í tengslum við mjög umfangsmikla kannabisræktun í yfirgefinni vöruskemmu í iðnaðarhverfi í bænum Molina de Segura á Spáni. Samkvæmt spænskum fjölmiðlum er um að ræða eitthvert háþróaðasta kannabisgróðurhús sem fundist hefur í Evrópu, metið á um 140 milljónir íslenskra króna. Talið er að einn mannanna, 58 ára Íslendingur, hafi verið skráður eigandi fyrirtækis sem hagnaður af framleiðslunni rann til. Þá leigði hann húsnæðið sem framleiðslan fór fram í. Í frétt La Opinión de Murcia um málið kemur fram að 58 ára Íslendingur og sjö Hollendingar á aldrinum 27 til 43 ára hafi verið handteknir grunaðir um fíkniefnasmygl og skipulagða glæpastarfsemi. Þá segir í miðlinum La Verdad að tveir íslenskir ríkisborgarar hafi verið handteknir á leið úr landi. Jafnframt hafi fleiri meðlimir glæpasamtakanna verið handteknir á flugvellinum í Alicante á leið til Íslands. Rannsókn lögreglu á Spáni hófst þegar fyrirtæki í nágrenninu tilkynntu um einkennileg frávik í rafmagnslínum í iðnaðarhverfinu. Við nánari skoðun kom í ljós að rafmagni var veitt í stóra vöruskemmu sem borgaði enga rafmagnsreikninga. Í skemmunni fundust sex þúsund kannabisplöntur sem lögreglan lagði hald á. Talið er að framleiðslan hafi verið hluti af starfsemi umfangsmikils smyglhrings, sem hafi flutt tugi tonna af marijúana til Hollands í hverjum mánuði. Götuvirði efnanna, sem send voru á markað í hverjum mánuði, nemur um þrjátíu milljörðum íslenskra króna. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að önnur verksmiðja var í bígerð í vöruhúsi í Alicante-héraði. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir að ráðuneytið hafi ekki fengið upplýsingar um málið. „Það hefur ekki verið beðið um aðstoð frá okkur,“ segir Urður. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins teygir rannsóknin sig ekki hingað til lands og hafa lögregluyfirvöld á Íslandi ekki verið beðin um að aðstoða við rannsókn málsins.
Tengdar fréttir Íslendingar handteknir í tengslum við gríðarstóra kannabisræktun á Spáni Þrír handteknir voru eftir að lögregla fann gróðurhús með sex þúsund plöntum. 11. október 2015 11:25 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Íslendingar handteknir í tengslum við gríðarstóra kannabisræktun á Spáni Þrír handteknir voru eftir að lögregla fann gróðurhús með sex þúsund plöntum. 11. október 2015 11:25