Íslendingar gripnir í fíkniefnarassíu á Spáni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. október 2015 07:00 Um 6.000 marijúanaplöntur voru í ræktun í húsinu. Mynd/Guardia Civil Fjórir Íslendingar eru nú í haldi lögreglu á Spáni í tengslum við mjög umfangsmikla kannabisræktun í yfirgefinni vöruskemmu í iðnaðarhverfi í bænum Molina de Segura á Spáni. Samkvæmt spænskum fjölmiðlum er um að ræða eitthvert háþróaðasta kannabisgróðurhús sem fundist hefur í Evrópu, metið á um 140 milljónir íslenskra króna. Talið er að einn mannanna, 58 ára Íslendingur, hafi verið skráður eigandi fyrirtækis sem hagnaður af framleiðslunni rann til. Þá leigði hann húsnæðið sem framleiðslan fór fram í. Í frétt La Opinión de Murcia um málið kemur fram að 58 ára Íslendingur og sjö Hollendingar á aldrinum 27 til 43 ára hafi verið handteknir grunaðir um fíkniefnasmygl og skipulagða glæpastarfsemi. Þá segir í miðlinum La Verdad að tveir íslenskir ríkisborgarar hafi verið handteknir á leið úr landi. Jafnframt hafi fleiri meðlimir glæpasamtakanna verið handteknir á flugvellinum í Alicante á leið til Íslands. Rannsókn lögreglu á Spáni hófst þegar fyrirtæki í nágrenninu tilkynntu um einkennileg frávik í rafmagnslínum í iðnaðarhverfinu. Við nánari skoðun kom í ljós að rafmagni var veitt í stóra vöruskemmu sem borgaði enga rafmagnsreikninga. Í skemmunni fundust sex þúsund kannabisplöntur sem lögreglan lagði hald á. Talið er að framleiðslan hafi verið hluti af starfsemi umfangsmikils smyglhrings, sem hafi flutt tugi tonna af marijúana til Hollands í hverjum mánuði. Götuvirði efnanna, sem send voru á markað í hverjum mánuði, nemur um þrjátíu milljörðum íslenskra króna. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að önnur verksmiðja var í bígerð í vöruhúsi í Alicante-héraði. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir að ráðuneytið hafi ekki fengið upplýsingar um málið. „Það hefur ekki verið beðið um aðstoð frá okkur,“ segir Urður. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins teygir rannsóknin sig ekki hingað til lands og hafa lögregluyfirvöld á Íslandi ekki verið beðin um að aðstoða við rannsókn málsins. Tengdar fréttir Íslendingar handteknir í tengslum við gríðarstóra kannabisræktun á Spáni Þrír handteknir voru eftir að lögregla fann gróðurhús með sex þúsund plöntum. 11. október 2015 11:25 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Fjórir Íslendingar eru nú í haldi lögreglu á Spáni í tengslum við mjög umfangsmikla kannabisræktun í yfirgefinni vöruskemmu í iðnaðarhverfi í bænum Molina de Segura á Spáni. Samkvæmt spænskum fjölmiðlum er um að ræða eitthvert háþróaðasta kannabisgróðurhús sem fundist hefur í Evrópu, metið á um 140 milljónir íslenskra króna. Talið er að einn mannanna, 58 ára Íslendingur, hafi verið skráður eigandi fyrirtækis sem hagnaður af framleiðslunni rann til. Þá leigði hann húsnæðið sem framleiðslan fór fram í. Í frétt La Opinión de Murcia um málið kemur fram að 58 ára Íslendingur og sjö Hollendingar á aldrinum 27 til 43 ára hafi verið handteknir grunaðir um fíkniefnasmygl og skipulagða glæpastarfsemi. Þá segir í miðlinum La Verdad að tveir íslenskir ríkisborgarar hafi verið handteknir á leið úr landi. Jafnframt hafi fleiri meðlimir glæpasamtakanna verið handteknir á flugvellinum í Alicante á leið til Íslands. Rannsókn lögreglu á Spáni hófst þegar fyrirtæki í nágrenninu tilkynntu um einkennileg frávik í rafmagnslínum í iðnaðarhverfinu. Við nánari skoðun kom í ljós að rafmagni var veitt í stóra vöruskemmu sem borgaði enga rafmagnsreikninga. Í skemmunni fundust sex þúsund kannabisplöntur sem lögreglan lagði hald á. Talið er að framleiðslan hafi verið hluti af starfsemi umfangsmikils smyglhrings, sem hafi flutt tugi tonna af marijúana til Hollands í hverjum mánuði. Götuvirði efnanna, sem send voru á markað í hverjum mánuði, nemur um þrjátíu milljörðum íslenskra króna. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að önnur verksmiðja var í bígerð í vöruhúsi í Alicante-héraði. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir að ráðuneytið hafi ekki fengið upplýsingar um málið. „Það hefur ekki verið beðið um aðstoð frá okkur,“ segir Urður. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins teygir rannsóknin sig ekki hingað til lands og hafa lögregluyfirvöld á Íslandi ekki verið beðin um að aðstoða við rannsókn málsins.
Tengdar fréttir Íslendingar handteknir í tengslum við gríðarstóra kannabisræktun á Spáni Þrír handteknir voru eftir að lögregla fann gróðurhús með sex þúsund plöntum. 11. október 2015 11:25 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Íslendingar handteknir í tengslum við gríðarstóra kannabisræktun á Spáni Þrír handteknir voru eftir að lögregla fann gróðurhús með sex þúsund plöntum. 11. október 2015 11:25