Íslendingar gripnir í fíkniefnarassíu á Spáni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. október 2015 07:00 Um 6.000 marijúanaplöntur voru í ræktun í húsinu. Mynd/Guardia Civil Fjórir Íslendingar eru nú í haldi lögreglu á Spáni í tengslum við mjög umfangsmikla kannabisræktun í yfirgefinni vöruskemmu í iðnaðarhverfi í bænum Molina de Segura á Spáni. Samkvæmt spænskum fjölmiðlum er um að ræða eitthvert háþróaðasta kannabisgróðurhús sem fundist hefur í Evrópu, metið á um 140 milljónir íslenskra króna. Talið er að einn mannanna, 58 ára Íslendingur, hafi verið skráður eigandi fyrirtækis sem hagnaður af framleiðslunni rann til. Þá leigði hann húsnæðið sem framleiðslan fór fram í. Í frétt La Opinión de Murcia um málið kemur fram að 58 ára Íslendingur og sjö Hollendingar á aldrinum 27 til 43 ára hafi verið handteknir grunaðir um fíkniefnasmygl og skipulagða glæpastarfsemi. Þá segir í miðlinum La Verdad að tveir íslenskir ríkisborgarar hafi verið handteknir á leið úr landi. Jafnframt hafi fleiri meðlimir glæpasamtakanna verið handteknir á flugvellinum í Alicante á leið til Íslands. Rannsókn lögreglu á Spáni hófst þegar fyrirtæki í nágrenninu tilkynntu um einkennileg frávik í rafmagnslínum í iðnaðarhverfinu. Við nánari skoðun kom í ljós að rafmagni var veitt í stóra vöruskemmu sem borgaði enga rafmagnsreikninga. Í skemmunni fundust sex þúsund kannabisplöntur sem lögreglan lagði hald á. Talið er að framleiðslan hafi verið hluti af starfsemi umfangsmikils smyglhrings, sem hafi flutt tugi tonna af marijúana til Hollands í hverjum mánuði. Götuvirði efnanna, sem send voru á markað í hverjum mánuði, nemur um þrjátíu milljörðum íslenskra króna. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að önnur verksmiðja var í bígerð í vöruhúsi í Alicante-héraði. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir að ráðuneytið hafi ekki fengið upplýsingar um málið. „Það hefur ekki verið beðið um aðstoð frá okkur,“ segir Urður. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins teygir rannsóknin sig ekki hingað til lands og hafa lögregluyfirvöld á Íslandi ekki verið beðin um að aðstoða við rannsókn málsins. Tengdar fréttir Íslendingar handteknir í tengslum við gríðarstóra kannabisræktun á Spáni Þrír handteknir voru eftir að lögregla fann gróðurhús með sex þúsund plöntum. 11. október 2015 11:25 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira
Fjórir Íslendingar eru nú í haldi lögreglu á Spáni í tengslum við mjög umfangsmikla kannabisræktun í yfirgefinni vöruskemmu í iðnaðarhverfi í bænum Molina de Segura á Spáni. Samkvæmt spænskum fjölmiðlum er um að ræða eitthvert háþróaðasta kannabisgróðurhús sem fundist hefur í Evrópu, metið á um 140 milljónir íslenskra króna. Talið er að einn mannanna, 58 ára Íslendingur, hafi verið skráður eigandi fyrirtækis sem hagnaður af framleiðslunni rann til. Þá leigði hann húsnæðið sem framleiðslan fór fram í. Í frétt La Opinión de Murcia um málið kemur fram að 58 ára Íslendingur og sjö Hollendingar á aldrinum 27 til 43 ára hafi verið handteknir grunaðir um fíkniefnasmygl og skipulagða glæpastarfsemi. Þá segir í miðlinum La Verdad að tveir íslenskir ríkisborgarar hafi verið handteknir á leið úr landi. Jafnframt hafi fleiri meðlimir glæpasamtakanna verið handteknir á flugvellinum í Alicante á leið til Íslands. Rannsókn lögreglu á Spáni hófst þegar fyrirtæki í nágrenninu tilkynntu um einkennileg frávik í rafmagnslínum í iðnaðarhverfinu. Við nánari skoðun kom í ljós að rafmagni var veitt í stóra vöruskemmu sem borgaði enga rafmagnsreikninga. Í skemmunni fundust sex þúsund kannabisplöntur sem lögreglan lagði hald á. Talið er að framleiðslan hafi verið hluti af starfsemi umfangsmikils smyglhrings, sem hafi flutt tugi tonna af marijúana til Hollands í hverjum mánuði. Götuvirði efnanna, sem send voru á markað í hverjum mánuði, nemur um þrjátíu milljörðum íslenskra króna. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að önnur verksmiðja var í bígerð í vöruhúsi í Alicante-héraði. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir að ráðuneytið hafi ekki fengið upplýsingar um málið. „Það hefur ekki verið beðið um aðstoð frá okkur,“ segir Urður. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins teygir rannsóknin sig ekki hingað til lands og hafa lögregluyfirvöld á Íslandi ekki verið beðin um að aðstoða við rannsókn málsins.
Tengdar fréttir Íslendingar handteknir í tengslum við gríðarstóra kannabisræktun á Spáni Þrír handteknir voru eftir að lögregla fann gróðurhús með sex þúsund plöntum. 11. október 2015 11:25 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira
Íslendingar handteknir í tengslum við gríðarstóra kannabisræktun á Spáni Þrír handteknir voru eftir að lögregla fann gróðurhús með sex þúsund plöntum. 11. október 2015 11:25