Íslendingar gripnir í fíkniefnarassíu á Spáni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. október 2015 07:00 Um 6.000 marijúanaplöntur voru í ræktun í húsinu. Mynd/Guardia Civil Fjórir Íslendingar eru nú í haldi lögreglu á Spáni í tengslum við mjög umfangsmikla kannabisræktun í yfirgefinni vöruskemmu í iðnaðarhverfi í bænum Molina de Segura á Spáni. Samkvæmt spænskum fjölmiðlum er um að ræða eitthvert háþróaðasta kannabisgróðurhús sem fundist hefur í Evrópu, metið á um 140 milljónir íslenskra króna. Talið er að einn mannanna, 58 ára Íslendingur, hafi verið skráður eigandi fyrirtækis sem hagnaður af framleiðslunni rann til. Þá leigði hann húsnæðið sem framleiðslan fór fram í. Í frétt La Opinión de Murcia um málið kemur fram að 58 ára Íslendingur og sjö Hollendingar á aldrinum 27 til 43 ára hafi verið handteknir grunaðir um fíkniefnasmygl og skipulagða glæpastarfsemi. Þá segir í miðlinum La Verdad að tveir íslenskir ríkisborgarar hafi verið handteknir á leið úr landi. Jafnframt hafi fleiri meðlimir glæpasamtakanna verið handteknir á flugvellinum í Alicante á leið til Íslands. Rannsókn lögreglu á Spáni hófst þegar fyrirtæki í nágrenninu tilkynntu um einkennileg frávik í rafmagnslínum í iðnaðarhverfinu. Við nánari skoðun kom í ljós að rafmagni var veitt í stóra vöruskemmu sem borgaði enga rafmagnsreikninga. Í skemmunni fundust sex þúsund kannabisplöntur sem lögreglan lagði hald á. Talið er að framleiðslan hafi verið hluti af starfsemi umfangsmikils smyglhrings, sem hafi flutt tugi tonna af marijúana til Hollands í hverjum mánuði. Götuvirði efnanna, sem send voru á markað í hverjum mánuði, nemur um þrjátíu milljörðum íslenskra króna. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að önnur verksmiðja var í bígerð í vöruhúsi í Alicante-héraði. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir að ráðuneytið hafi ekki fengið upplýsingar um málið. „Það hefur ekki verið beðið um aðstoð frá okkur,“ segir Urður. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins teygir rannsóknin sig ekki hingað til lands og hafa lögregluyfirvöld á Íslandi ekki verið beðin um að aðstoða við rannsókn málsins. Tengdar fréttir Íslendingar handteknir í tengslum við gríðarstóra kannabisræktun á Spáni Þrír handteknir voru eftir að lögregla fann gróðurhús með sex þúsund plöntum. 11. október 2015 11:25 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Fjórir Íslendingar eru nú í haldi lögreglu á Spáni í tengslum við mjög umfangsmikla kannabisræktun í yfirgefinni vöruskemmu í iðnaðarhverfi í bænum Molina de Segura á Spáni. Samkvæmt spænskum fjölmiðlum er um að ræða eitthvert háþróaðasta kannabisgróðurhús sem fundist hefur í Evrópu, metið á um 140 milljónir íslenskra króna. Talið er að einn mannanna, 58 ára Íslendingur, hafi verið skráður eigandi fyrirtækis sem hagnaður af framleiðslunni rann til. Þá leigði hann húsnæðið sem framleiðslan fór fram í. Í frétt La Opinión de Murcia um málið kemur fram að 58 ára Íslendingur og sjö Hollendingar á aldrinum 27 til 43 ára hafi verið handteknir grunaðir um fíkniefnasmygl og skipulagða glæpastarfsemi. Þá segir í miðlinum La Verdad að tveir íslenskir ríkisborgarar hafi verið handteknir á leið úr landi. Jafnframt hafi fleiri meðlimir glæpasamtakanna verið handteknir á flugvellinum í Alicante á leið til Íslands. Rannsókn lögreglu á Spáni hófst þegar fyrirtæki í nágrenninu tilkynntu um einkennileg frávik í rafmagnslínum í iðnaðarhverfinu. Við nánari skoðun kom í ljós að rafmagni var veitt í stóra vöruskemmu sem borgaði enga rafmagnsreikninga. Í skemmunni fundust sex þúsund kannabisplöntur sem lögreglan lagði hald á. Talið er að framleiðslan hafi verið hluti af starfsemi umfangsmikils smyglhrings, sem hafi flutt tugi tonna af marijúana til Hollands í hverjum mánuði. Götuvirði efnanna, sem send voru á markað í hverjum mánuði, nemur um þrjátíu milljörðum íslenskra króna. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að önnur verksmiðja var í bígerð í vöruhúsi í Alicante-héraði. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir að ráðuneytið hafi ekki fengið upplýsingar um málið. „Það hefur ekki verið beðið um aðstoð frá okkur,“ segir Urður. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins teygir rannsóknin sig ekki hingað til lands og hafa lögregluyfirvöld á Íslandi ekki verið beðin um að aðstoða við rannsókn málsins.
Tengdar fréttir Íslendingar handteknir í tengslum við gríðarstóra kannabisræktun á Spáni Þrír handteknir voru eftir að lögregla fann gróðurhús með sex þúsund plöntum. 11. október 2015 11:25 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Íslendingar handteknir í tengslum við gríðarstóra kannabisræktun á Spáni Þrír handteknir voru eftir að lögregla fann gróðurhús með sex þúsund plöntum. 11. október 2015 11:25