Segist aldrei hafa gefið grænt ljós á 250 þúsund króna bakvaktagreiðslur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2015 14:48 Eyþór Arnalds er fyrrverandi formaður stjórnar Brunavarna Árnessýslu, nú fagráðs Brunavarna Árnessýslu. Hann hætti um áramótin 2012 til 2013 eða á sama tíma og rekstrarformi og nafni var breytt. Vísir/GVA Eyþór Arnalds, fyrrverandi formaður stjórnar Brunavarna Árnessýslu, þvertekur fyrir að hafa gefið grænt ljós á að Kristján Einarsson slökkviliðsstjóri og varaslökkviliðstjóri, hægri hönd Kristjáns, fengi greiddar 250 þúsund krónur á mánuði sem bakvaktagreiðslur. Kristjáni var sagt upp störfum eftir 22 ár í starfi í gær. Eyþór hætti sem formaður stjórnar í árslok 2012 en um það leyti var rekstrarforminu breytt og ný stjórn mynduð sem nú heitir Fagráð Brunavarna Árnessýslu.„Þetta kemur mjög á óvart,“ segir Eyþór um frásögn Kristjáns í fyrri frétt Vísis í dag. Þar fullyrti Kristján að Eyþór hefði gefið grænt ljós á bakvaktagreiðslur á meðan hann gegndi formennsku. „Allar launagreiðslur voru ræddar og samþykktar í stjórn enda er um sameiginlega ákvörðun að ræða. Það er enginn einn sem tekur slíkur ákvarðanir,“ segir Eyþór.Ari Björn Thorarensen, formaður fagráðs Brunavarna Árnessýslu.Ekkert rætt umfram það sem samþykkt var í stjórn Ari Björn Thorarensen, formaður fagráðsins, sagði við Vísi fyrr í dag að upp hefði komist um ósamþykktu bakvaktagreiðslurnar í vor. Greiðslurnar hefðu hafist í maí 2014 og slökkviliðsstjóra og aðstoðarmanni greidd auka 250 þúsund krónur afturvikt frá áramótum. Aðspurður hvort Eyþór hafi gefið Kristjáni vilyrði fyrir umræddum bakvaktagreiðslum segir Eyþór það af og frá. Bendir hann á að greiðslurnar hefjist ári eftir að hann láti af stjórn og rekstrarformi breytt. „Það er alveg á hreinu að öll laun voru rædd í stjórn og samþykkt og ekkert umfram það.“ Launagreiðslurnar hafa ekki verið tilkynntar til lögreglu. Ari telur að Kristján muni höfða mál vegna þess sem slökkviliðsstjórinn telur vera ólögmæta uppsögn. Það sé það ferli sem málið muni að líkindum fara í. Kristján er kominn með lögmann í málið. Tengdar fréttir Slökkviliðsstjóri með 22 ára reynslu rekinn vegna ósamþykktrar 250 þúsund króna launahækkunar Fagráð Brunavarna Árnessýslu telur Kristján Einarsson hafa hækkað laun sín og aðstoðarmanns um 250 þúsund krónur án heimildar. Kristján segir Eyþór Arnalds hafa gefið grænt ljós á hækkanir. 15. október 2015 13:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Eyþór Arnalds, fyrrverandi formaður stjórnar Brunavarna Árnessýslu, þvertekur fyrir að hafa gefið grænt ljós á að Kristján Einarsson slökkviliðsstjóri og varaslökkviliðstjóri, hægri hönd Kristjáns, fengi greiddar 250 þúsund krónur á mánuði sem bakvaktagreiðslur. Kristjáni var sagt upp störfum eftir 22 ár í starfi í gær. Eyþór hætti sem formaður stjórnar í árslok 2012 en um það leyti var rekstrarforminu breytt og ný stjórn mynduð sem nú heitir Fagráð Brunavarna Árnessýslu.„Þetta kemur mjög á óvart,“ segir Eyþór um frásögn Kristjáns í fyrri frétt Vísis í dag. Þar fullyrti Kristján að Eyþór hefði gefið grænt ljós á bakvaktagreiðslur á meðan hann gegndi formennsku. „Allar launagreiðslur voru ræddar og samþykktar í stjórn enda er um sameiginlega ákvörðun að ræða. Það er enginn einn sem tekur slíkur ákvarðanir,“ segir Eyþór.Ari Björn Thorarensen, formaður fagráðs Brunavarna Árnessýslu.Ekkert rætt umfram það sem samþykkt var í stjórn Ari Björn Thorarensen, formaður fagráðsins, sagði við Vísi fyrr í dag að upp hefði komist um ósamþykktu bakvaktagreiðslurnar í vor. Greiðslurnar hefðu hafist í maí 2014 og slökkviliðsstjóra og aðstoðarmanni greidd auka 250 þúsund krónur afturvikt frá áramótum. Aðspurður hvort Eyþór hafi gefið Kristjáni vilyrði fyrir umræddum bakvaktagreiðslum segir Eyþór það af og frá. Bendir hann á að greiðslurnar hefjist ári eftir að hann láti af stjórn og rekstrarformi breytt. „Það er alveg á hreinu að öll laun voru rædd í stjórn og samþykkt og ekkert umfram það.“ Launagreiðslurnar hafa ekki verið tilkynntar til lögreglu. Ari telur að Kristján muni höfða mál vegna þess sem slökkviliðsstjórinn telur vera ólögmæta uppsögn. Það sé það ferli sem málið muni að líkindum fara í. Kristján er kominn með lögmann í málið.
Tengdar fréttir Slökkviliðsstjóri með 22 ára reynslu rekinn vegna ósamþykktrar 250 þúsund króna launahækkunar Fagráð Brunavarna Árnessýslu telur Kristján Einarsson hafa hækkað laun sín og aðstoðarmanns um 250 þúsund krónur án heimildar. Kristján segir Eyþór Arnalds hafa gefið grænt ljós á hækkanir. 15. október 2015 13:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Slökkviliðsstjóri með 22 ára reynslu rekinn vegna ósamþykktrar 250 þúsund króna launahækkunar Fagráð Brunavarna Árnessýslu telur Kristján Einarsson hafa hækkað laun sín og aðstoðarmanns um 250 þúsund krónur án heimildar. Kristján segir Eyþór Arnalds hafa gefið grænt ljós á hækkanir. 15. október 2015 13:30