Þrír leikir í úrvalsdeildinni en valinn í enska landsliðið | Hver er þessi Dele Alli? Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. október 2015 13:00 Dele Alli á framtíðina fyrir sér. vísir/getty Dele Alli, 19 ára gamall leikmaður Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, var annar tveggja nýliða í landsliðshópi Englands sem Roy Hodgson tilkynnti í dag. England er nú þegar búið að tryggja sér sæti á EM 2016 líkt og strákarnir okkar í íslenska landsliðinu, en þeir ensku eiga fyrir höndum leiki gegn Eistlandi og Litháen. En hver er þessi Dele Alli sem er kominn í enska landsliðið eftir að spila aðeins fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni?Dele Alli er stór og sterkur og góður með boltann.vísir/gettyDeli Alli heitir fullu nafni Bamidele Jermaine Alli. Hann fæddist 11. apríl 1996 í Milton Keynes á Englandi og gekk í raðir Milton Keynes Dons árið 2007 þegar hann var ellefu ára gamall. Hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir MK Dons sextán ára gamall í nóvember 2012 þegar hann kom inn á sem varamaður í bikarleik. Fyrsta snerting hans með boltann var hælsending. Fyrsta markið fyrir MK Dons skoraði hann ellefu dögum síðar í bikarnum þegar Dons vann Cambridge í endurteknum bikarleik, 6-1. Það var jafnframt hans fyrsti byrjunarliðsleikur. Alli komst í byrjunarliðið hjá MK Dons fyrir tímabilið 2013/2014 og skoraði þá sex mörk í 33 leikjum í C-deildinni. Lið í úrvalsdeildinni voru farin að skoða Alli sem ákvað þó að taka slaginn aftur með Dons á síðustu leiktíð. Fyrsta mark Dele Alli fyrir Tottenham gegn Leicester: MK Dons tók 3,5 milljóna punda tilboði Liverpool í strákinn sumarið 2014, en Alli, sem hefur alla tíð verið stuðningsmaður Liverpool og mikill aðdáandi Steven Gerrard, vildi ekki fara frá sínu félagi. „Ég vildi spila fyrir MK aðeins lengur og fá fleiri leiki í byrjunarliðinu. Ég vissi að með aðeins meiri reynslu væri ég tilbúinn til að fara,“ sagði Alli í viðtali við Four Four Two. Biðin borgaði sig því Alli vakti enn meiri áhuga hjá stóru liðunum þegar hann átti stórleik gegn Manchester United í deildabikarnum á síðustu leiktíð. MK Dons vann leikinn, 4-0. MK Dons gat ekki haldið í strákinn lengur og keypti Tottenham Alli fyrir fimm milljónir punda í janúar á þessu ári. Sú upphæð á eftir að vera hærri þegar árangurstengdar greiðslur fara að skila sér til Dons. Alli var aftur á móti lánaður strax aftur til MK Dons og kláraði hann tímabilið með uppeldisfélaginu. Alli skoraði 16 mörk og gaf níu stoðsendingar og hjálpaði Dons upp í B-deildina. Hann var svo kjörinn efnilegasti leikmaður neðri deildanna á Englandi eftir síðasta tímabil.Dele Alli fór á kostum með MK Dons í fyrra; komst upp um deild og var valinn efnilegasti leikmaðurinn.vísir/getty„Ég get ekki logið, þetta verður erfitt og mikil áskorun. En ég trúi því að ég sé tilbúinn. Að mínu mati fer ég til Tottenham til að spila og ég mun leggja mikið á mig til að komast í byrjunarliðið,“ sagði Alli áður en hann hóf undirbúningstímabilið á White Hart Lane. Hann hefur svo sannarlega gert alla réttu hlutina síðan hann kom til Tottenham. Alli spilaði sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni 8. ágúst þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Manchester United og skoraði sitt fyrsta mark gegn Leicester 22. ágúst í 1-1 jafntefli. Alli er í heildina búinn að spila þrjá leiki í úrvalsdeildinni fyrir Tottenham og skora eitt mark, en hann á einnig að baki leiki fyrir öll yngri landslið Englands. Margir eru á því að framtíðin sé björt á enska landsliðinu með unga leikmenn á borð við Harry Kane, Alex Oxlade-Chamberlain, Luke Shaw og Ross Barkley. Dele Alli virðist vera enn eitt ungstirnið. Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Dele Alli, 19 ára gamall leikmaður Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, var annar tveggja nýliða í landsliðshópi Englands sem Roy Hodgson tilkynnti í dag. England er nú þegar búið að tryggja sér sæti á EM 2016 líkt og strákarnir okkar í íslenska landsliðinu, en þeir ensku eiga fyrir höndum leiki gegn Eistlandi og Litháen. En hver er þessi Dele Alli sem er kominn í enska landsliðið eftir að spila aðeins fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni?Dele Alli er stór og sterkur og góður með boltann.vísir/gettyDeli Alli heitir fullu nafni Bamidele Jermaine Alli. Hann fæddist 11. apríl 1996 í Milton Keynes á Englandi og gekk í raðir Milton Keynes Dons árið 2007 þegar hann var ellefu ára gamall. Hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir MK Dons sextán ára gamall í nóvember 2012 þegar hann kom inn á sem varamaður í bikarleik. Fyrsta snerting hans með boltann var hælsending. Fyrsta markið fyrir MK Dons skoraði hann ellefu dögum síðar í bikarnum þegar Dons vann Cambridge í endurteknum bikarleik, 6-1. Það var jafnframt hans fyrsti byrjunarliðsleikur. Alli komst í byrjunarliðið hjá MK Dons fyrir tímabilið 2013/2014 og skoraði þá sex mörk í 33 leikjum í C-deildinni. Lið í úrvalsdeildinni voru farin að skoða Alli sem ákvað þó að taka slaginn aftur með Dons á síðustu leiktíð. Fyrsta mark Dele Alli fyrir Tottenham gegn Leicester: MK Dons tók 3,5 milljóna punda tilboði Liverpool í strákinn sumarið 2014, en Alli, sem hefur alla tíð verið stuðningsmaður Liverpool og mikill aðdáandi Steven Gerrard, vildi ekki fara frá sínu félagi. „Ég vildi spila fyrir MK aðeins lengur og fá fleiri leiki í byrjunarliðinu. Ég vissi að með aðeins meiri reynslu væri ég tilbúinn til að fara,“ sagði Alli í viðtali við Four Four Two. Biðin borgaði sig því Alli vakti enn meiri áhuga hjá stóru liðunum þegar hann átti stórleik gegn Manchester United í deildabikarnum á síðustu leiktíð. MK Dons vann leikinn, 4-0. MK Dons gat ekki haldið í strákinn lengur og keypti Tottenham Alli fyrir fimm milljónir punda í janúar á þessu ári. Sú upphæð á eftir að vera hærri þegar árangurstengdar greiðslur fara að skila sér til Dons. Alli var aftur á móti lánaður strax aftur til MK Dons og kláraði hann tímabilið með uppeldisfélaginu. Alli skoraði 16 mörk og gaf níu stoðsendingar og hjálpaði Dons upp í B-deildina. Hann var svo kjörinn efnilegasti leikmaður neðri deildanna á Englandi eftir síðasta tímabil.Dele Alli fór á kostum með MK Dons í fyrra; komst upp um deild og var valinn efnilegasti leikmaðurinn.vísir/getty„Ég get ekki logið, þetta verður erfitt og mikil áskorun. En ég trúi því að ég sé tilbúinn. Að mínu mati fer ég til Tottenham til að spila og ég mun leggja mikið á mig til að komast í byrjunarliðið,“ sagði Alli áður en hann hóf undirbúningstímabilið á White Hart Lane. Hann hefur svo sannarlega gert alla réttu hlutina síðan hann kom til Tottenham. Alli spilaði sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni 8. ágúst þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Manchester United og skoraði sitt fyrsta mark gegn Leicester 22. ágúst í 1-1 jafntefli. Alli er í heildina búinn að spila þrjá leiki í úrvalsdeildinni fyrir Tottenham og skora eitt mark, en hann á einnig að baki leiki fyrir öll yngri landslið Englands. Margir eru á því að framtíðin sé björt á enska landsliðinu með unga leikmenn á borð við Harry Kane, Alex Oxlade-Chamberlain, Luke Shaw og Ross Barkley. Dele Alli virðist vera enn eitt ungstirnið.
Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira