Þrír leikir í úrvalsdeildinni en valinn í enska landsliðið | Hver er þessi Dele Alli? Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. október 2015 13:00 Dele Alli á framtíðina fyrir sér. vísir/getty Dele Alli, 19 ára gamall leikmaður Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, var annar tveggja nýliða í landsliðshópi Englands sem Roy Hodgson tilkynnti í dag. England er nú þegar búið að tryggja sér sæti á EM 2016 líkt og strákarnir okkar í íslenska landsliðinu, en þeir ensku eiga fyrir höndum leiki gegn Eistlandi og Litháen. En hver er þessi Dele Alli sem er kominn í enska landsliðið eftir að spila aðeins fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni?Dele Alli er stór og sterkur og góður með boltann.vísir/gettyDeli Alli heitir fullu nafni Bamidele Jermaine Alli. Hann fæddist 11. apríl 1996 í Milton Keynes á Englandi og gekk í raðir Milton Keynes Dons árið 2007 þegar hann var ellefu ára gamall. Hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir MK Dons sextán ára gamall í nóvember 2012 þegar hann kom inn á sem varamaður í bikarleik. Fyrsta snerting hans með boltann var hælsending. Fyrsta markið fyrir MK Dons skoraði hann ellefu dögum síðar í bikarnum þegar Dons vann Cambridge í endurteknum bikarleik, 6-1. Það var jafnframt hans fyrsti byrjunarliðsleikur. Alli komst í byrjunarliðið hjá MK Dons fyrir tímabilið 2013/2014 og skoraði þá sex mörk í 33 leikjum í C-deildinni. Lið í úrvalsdeildinni voru farin að skoða Alli sem ákvað þó að taka slaginn aftur með Dons á síðustu leiktíð. Fyrsta mark Dele Alli fyrir Tottenham gegn Leicester: MK Dons tók 3,5 milljóna punda tilboði Liverpool í strákinn sumarið 2014, en Alli, sem hefur alla tíð verið stuðningsmaður Liverpool og mikill aðdáandi Steven Gerrard, vildi ekki fara frá sínu félagi. „Ég vildi spila fyrir MK aðeins lengur og fá fleiri leiki í byrjunarliðinu. Ég vissi að með aðeins meiri reynslu væri ég tilbúinn til að fara,“ sagði Alli í viðtali við Four Four Two. Biðin borgaði sig því Alli vakti enn meiri áhuga hjá stóru liðunum þegar hann átti stórleik gegn Manchester United í deildabikarnum á síðustu leiktíð. MK Dons vann leikinn, 4-0. MK Dons gat ekki haldið í strákinn lengur og keypti Tottenham Alli fyrir fimm milljónir punda í janúar á þessu ári. Sú upphæð á eftir að vera hærri þegar árangurstengdar greiðslur fara að skila sér til Dons. Alli var aftur á móti lánaður strax aftur til MK Dons og kláraði hann tímabilið með uppeldisfélaginu. Alli skoraði 16 mörk og gaf níu stoðsendingar og hjálpaði Dons upp í B-deildina. Hann var svo kjörinn efnilegasti leikmaður neðri deildanna á Englandi eftir síðasta tímabil.Dele Alli fór á kostum með MK Dons í fyrra; komst upp um deild og var valinn efnilegasti leikmaðurinn.vísir/getty„Ég get ekki logið, þetta verður erfitt og mikil áskorun. En ég trúi því að ég sé tilbúinn. Að mínu mati fer ég til Tottenham til að spila og ég mun leggja mikið á mig til að komast í byrjunarliðið,“ sagði Alli áður en hann hóf undirbúningstímabilið á White Hart Lane. Hann hefur svo sannarlega gert alla réttu hlutina síðan hann kom til Tottenham. Alli spilaði sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni 8. ágúst þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Manchester United og skoraði sitt fyrsta mark gegn Leicester 22. ágúst í 1-1 jafntefli. Alli er í heildina búinn að spila þrjá leiki í úrvalsdeildinni fyrir Tottenham og skora eitt mark, en hann á einnig að baki leiki fyrir öll yngri landslið Englands. Margir eru á því að framtíðin sé björt á enska landsliðinu með unga leikmenn á borð við Harry Kane, Alex Oxlade-Chamberlain, Luke Shaw og Ross Barkley. Dele Alli virðist vera enn eitt ungstirnið. Enski boltinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira
Dele Alli, 19 ára gamall leikmaður Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, var annar tveggja nýliða í landsliðshópi Englands sem Roy Hodgson tilkynnti í dag. England er nú þegar búið að tryggja sér sæti á EM 2016 líkt og strákarnir okkar í íslenska landsliðinu, en þeir ensku eiga fyrir höndum leiki gegn Eistlandi og Litháen. En hver er þessi Dele Alli sem er kominn í enska landsliðið eftir að spila aðeins fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni?Dele Alli er stór og sterkur og góður með boltann.vísir/gettyDeli Alli heitir fullu nafni Bamidele Jermaine Alli. Hann fæddist 11. apríl 1996 í Milton Keynes á Englandi og gekk í raðir Milton Keynes Dons árið 2007 þegar hann var ellefu ára gamall. Hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir MK Dons sextán ára gamall í nóvember 2012 þegar hann kom inn á sem varamaður í bikarleik. Fyrsta snerting hans með boltann var hælsending. Fyrsta markið fyrir MK Dons skoraði hann ellefu dögum síðar í bikarnum þegar Dons vann Cambridge í endurteknum bikarleik, 6-1. Það var jafnframt hans fyrsti byrjunarliðsleikur. Alli komst í byrjunarliðið hjá MK Dons fyrir tímabilið 2013/2014 og skoraði þá sex mörk í 33 leikjum í C-deildinni. Lið í úrvalsdeildinni voru farin að skoða Alli sem ákvað þó að taka slaginn aftur með Dons á síðustu leiktíð. Fyrsta mark Dele Alli fyrir Tottenham gegn Leicester: MK Dons tók 3,5 milljóna punda tilboði Liverpool í strákinn sumarið 2014, en Alli, sem hefur alla tíð verið stuðningsmaður Liverpool og mikill aðdáandi Steven Gerrard, vildi ekki fara frá sínu félagi. „Ég vildi spila fyrir MK aðeins lengur og fá fleiri leiki í byrjunarliðinu. Ég vissi að með aðeins meiri reynslu væri ég tilbúinn til að fara,“ sagði Alli í viðtali við Four Four Two. Biðin borgaði sig því Alli vakti enn meiri áhuga hjá stóru liðunum þegar hann átti stórleik gegn Manchester United í deildabikarnum á síðustu leiktíð. MK Dons vann leikinn, 4-0. MK Dons gat ekki haldið í strákinn lengur og keypti Tottenham Alli fyrir fimm milljónir punda í janúar á þessu ári. Sú upphæð á eftir að vera hærri þegar árangurstengdar greiðslur fara að skila sér til Dons. Alli var aftur á móti lánaður strax aftur til MK Dons og kláraði hann tímabilið með uppeldisfélaginu. Alli skoraði 16 mörk og gaf níu stoðsendingar og hjálpaði Dons upp í B-deildina. Hann var svo kjörinn efnilegasti leikmaður neðri deildanna á Englandi eftir síðasta tímabil.Dele Alli fór á kostum með MK Dons í fyrra; komst upp um deild og var valinn efnilegasti leikmaðurinn.vísir/getty„Ég get ekki logið, þetta verður erfitt og mikil áskorun. En ég trúi því að ég sé tilbúinn. Að mínu mati fer ég til Tottenham til að spila og ég mun leggja mikið á mig til að komast í byrjunarliðið,“ sagði Alli áður en hann hóf undirbúningstímabilið á White Hart Lane. Hann hefur svo sannarlega gert alla réttu hlutina síðan hann kom til Tottenham. Alli spilaði sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni 8. ágúst þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Manchester United og skoraði sitt fyrsta mark gegn Leicester 22. ágúst í 1-1 jafntefli. Alli er í heildina búinn að spila þrjá leiki í úrvalsdeildinni fyrir Tottenham og skora eitt mark, en hann á einnig að baki leiki fyrir öll yngri landslið Englands. Margir eru á því að framtíðin sé björt á enska landsliðinu með unga leikmenn á borð við Harry Kane, Alex Oxlade-Chamberlain, Luke Shaw og Ross Barkley. Dele Alli virðist vera enn eitt ungstirnið.
Enski boltinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira