Fótbolti

Samningslaus Ronaldinho ætlar ekki að hætta strax

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Ronaldinho sem var um tíma einn besti knattspyrnumaður heims er hann lék með Barcelona var á dögunum leystur undan samningi hjá Fluminense á dögunum.

Þrátt fyrir það segir bróðir hans sem sinnir einnig starfi umboðsmanns hans hann eiga nóg eftir.

Hinn 35 árs gamli Ronaldinho hefur verið á töluverðu flakki undanfarin ár en Fluminense var fimmta félag hans á jafn mörgum árum eftir að hafa leikið með AC Milan í þrjú ár.

Ronaldinho var á sínum tíma valinn besti leikmaður heims og vann alla titla sem í boði voru í liði Barcelona en töluvert hefur dregið af honum á undanförnum árum.

„Fólk sem heldur að hann sé að hætta hlýtur að vera brjálað. Hann á eftir að koma mörgum á óvart, hann hefur enn hæfileikana til að spila fótbolta í fremstu röð. Við erum með nokkrar fyrirspurnir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×