Læknir ekki framseldur þótt hún yrði dæmd sek Snærós Sindradóttir skrifar 6. október 2015 07:00 Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir verjandi konunnar. mynd/aðsend Íslensk kona sem er ákærð fyrir morðtilraun í Ungverjalandi segir að málið hafi haft áhrif á hana á allan mögulegan hátt. Hún eigi erfitt með vinnu og að sinna fjölskyldu sinni. Konan er á fertugsaldri og er starfandi læknir hér á landi. Hún var í læknisnámi í Debrecen, næststærstu borg Ungverjalands, árið 2012 þegar atvikið átti sér stað sem síðar leiddi til ákæru á hendur henni. Samkvæmt ungverskum fjölmiðlum er henni gefið að sök að hafa byrlað nígerískri vinkonu sinni svefnlyf og barið hana í höfuðið með hamri. Konan vísar þessu alfarið á bug. „Hún í rauninni telur að þarna hafi verið sviðsettur glæpur. Það er ekki um að ræða höfuðkúpubrot í þessu máli. Þarna er um að ræða, að mér skilst, nokkur spor í höfuðið og það eru áverkar sem umbjóðandi minn telur að fórnarlambið svokallaða hafi valdið sér sjálf,“ segir Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, verjandi konunnar. „Þetta er hið hræðilegasta mál í raun og veru. Hún er ásökuð um mjög alvarlegan glæp sem hún segir sjálf að hún hafi ekki framið. Þannig að eðlilega er hún í miklu uppnámi, þetta er mjög alvarlegt mál.“ Ingibjörg segir að rannsókn málsins ytra sé ábótavant. Konunni hafi hingað til gengið illa að koma sinni hlið málsins á framfæri við stjórnvöld. Þá hafi sönnunargögnum sem hún hafi reynt að koma á framfæri ekki verið gefinn gaumur og sýni, sem hefðu verið tekin í sambærilegu máli hér á landi, ekki verið tekin. „Það átti að dæma í málinu í síðasta mánuði en eftir að ungversk yfirvöld komust á snoðir um það að íslensk yfirvöld vissu af málinu þá var því frestað,“ segir Ingibjörg. Aðspurð hvers vegna hún telji að svo sé segir hún: „Það er góð spurning. Ég held að það sé svona spurning um að leggja saman einhverjar tölur þarna. Það styður það sem hún segir að þarna er einhver undarleg málsmeðferð í gangi.“ Konan er starfsmaður Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU). Henni hefur nú verið veitt leyfi frá störfum. Samkvæmt 2. gr laga um framsal sakamanna má ekki undir neinum kringumstæðum framselja íslenska ríkisborgara. Fari svo að konan verði dæmd í Ungverjalandi á hún því ekki á hættu að vera send þangað til að afplána dóminn. Vafi ríkir um hvort hún myndi yfirhöfuð afplána neinn dóm. Fyrirtaka í málinu fer fram í nóvember á undirdómstigi sem svipar til héraðsdóms hér á landi. Tengdar fréttir Íslensk kona ákærð í Ungverjalandi: Segir fórnarlambið ekki hafa mætt fyrir dómstóla Íslensk kona, sem bíður dóms í Ungverjalandi fyrir tilraun til manndráps sumarið 2012, segist vera saklaus í málinu og að meint fórnarlamb hennar hafi sviðsett það, en hún er sökuð um að hafa byrlað vinkonu sinni svefnlyf og barið hana tvívegis í höfuðið með hamri. Konan starfar sem læknir á Íslandi. 5. október 2015 19:15 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Íslensk kona sem er ákærð fyrir morðtilraun í Ungverjalandi segir að málið hafi haft áhrif á hana á allan mögulegan hátt. Hún eigi erfitt með vinnu og að sinna fjölskyldu sinni. Konan er á fertugsaldri og er starfandi læknir hér á landi. Hún var í læknisnámi í Debrecen, næststærstu borg Ungverjalands, árið 2012 þegar atvikið átti sér stað sem síðar leiddi til ákæru á hendur henni. Samkvæmt ungverskum fjölmiðlum er henni gefið að sök að hafa byrlað nígerískri vinkonu sinni svefnlyf og barið hana í höfuðið með hamri. Konan vísar þessu alfarið á bug. „Hún í rauninni telur að þarna hafi verið sviðsettur glæpur. Það er ekki um að ræða höfuðkúpubrot í þessu máli. Þarna er um að ræða, að mér skilst, nokkur spor í höfuðið og það eru áverkar sem umbjóðandi minn telur að fórnarlambið svokallaða hafi valdið sér sjálf,“ segir Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, verjandi konunnar. „Þetta er hið hræðilegasta mál í raun og veru. Hún er ásökuð um mjög alvarlegan glæp sem hún segir sjálf að hún hafi ekki framið. Þannig að eðlilega er hún í miklu uppnámi, þetta er mjög alvarlegt mál.“ Ingibjörg segir að rannsókn málsins ytra sé ábótavant. Konunni hafi hingað til gengið illa að koma sinni hlið málsins á framfæri við stjórnvöld. Þá hafi sönnunargögnum sem hún hafi reynt að koma á framfæri ekki verið gefinn gaumur og sýni, sem hefðu verið tekin í sambærilegu máli hér á landi, ekki verið tekin. „Það átti að dæma í málinu í síðasta mánuði en eftir að ungversk yfirvöld komust á snoðir um það að íslensk yfirvöld vissu af málinu þá var því frestað,“ segir Ingibjörg. Aðspurð hvers vegna hún telji að svo sé segir hún: „Það er góð spurning. Ég held að það sé svona spurning um að leggja saman einhverjar tölur þarna. Það styður það sem hún segir að þarna er einhver undarleg málsmeðferð í gangi.“ Konan er starfsmaður Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU). Henni hefur nú verið veitt leyfi frá störfum. Samkvæmt 2. gr laga um framsal sakamanna má ekki undir neinum kringumstæðum framselja íslenska ríkisborgara. Fari svo að konan verði dæmd í Ungverjalandi á hún því ekki á hættu að vera send þangað til að afplána dóminn. Vafi ríkir um hvort hún myndi yfirhöfuð afplána neinn dóm. Fyrirtaka í málinu fer fram í nóvember á undirdómstigi sem svipar til héraðsdóms hér á landi.
Tengdar fréttir Íslensk kona ákærð í Ungverjalandi: Segir fórnarlambið ekki hafa mætt fyrir dómstóla Íslensk kona, sem bíður dóms í Ungverjalandi fyrir tilraun til manndráps sumarið 2012, segist vera saklaus í málinu og að meint fórnarlamb hennar hafi sviðsett það, en hún er sökuð um að hafa byrlað vinkonu sinni svefnlyf og barið hana tvívegis í höfuðið með hamri. Konan starfar sem læknir á Íslandi. 5. október 2015 19:15 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Íslensk kona ákærð í Ungverjalandi: Segir fórnarlambið ekki hafa mætt fyrir dómstóla Íslensk kona, sem bíður dóms í Ungverjalandi fyrir tilraun til manndráps sumarið 2012, segist vera saklaus í málinu og að meint fórnarlamb hennar hafi sviðsett það, en hún er sökuð um að hafa byrlað vinkonu sinni svefnlyf og barið hana tvívegis í höfuðið með hamri. Konan starfar sem læknir á Íslandi. 5. október 2015 19:15