Begovic um stöðuna hjá Chelsea: Megum ekki fara að vorkenna sjálfum okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2015 10:30 Asmir Begovic. Vísir/Getty Asmir Begovic, varamarkvörður Chelsea, kallar eftir því að leikmenn liðsins sýni meiri karakter og hugi aftur að grunnatriðum fótboltans. Það hefur lítið gengið hjá Englandsmeisturunum í upphafi tímabilsins. Chelsea tapaði aðeins þremur leikjum allt síðasta tímabil en hefur nú tapað fjórum af fyrstu átta leikjum sínum á þessu tímabili. Liðið er þegar búið að fá á sig 17 mörk í þessum átta leikjum eða meiri en helming af því sem liðið fékk á sig í öllum 38 leikjunum á síðasta tímabili. „Svona er lífið og svona er fótboltinn. Þetta er upp og niður hjá liðum. Við erum í niðursveiflu núna og þurfum að bæta okkur. Við verðum að huga aftur af grunnatriðunum og leggja meira á okkur," sagði Asmir Begovic við heimasíðu Chelsea. „Við þurfum að sýna rétta karakterinn og megum ekki fara að vorkenna sjálfum okkur. Þetta gengi er ekki það sem við eigum að venjast hjá félaginu og þetta er því mjög erfiður tími fyrir alla," sagði Begovic. „Það er alltaf erfitt þegar hlutirnir eru ekki að falla með þér þá en við verðum bara að berjast í gegnum þetta þó að það líti út fyrir að við séum að spila á móti mörgu þessa dagana," sagði Begovic. „Vonandi kemur þetta landsleikjahlé á réttum tíma og hjálpar okkur að endurstilla liðið. Svo er bara að vinna fyrsta leikinn eftir hlé og byggja ofan á því. Markmið er enn það að berjast um toppsæti deildarinnar," sagði Begovic. Asmir Begovic kom til Chelsea í sumar og er því einn af fáum leikmönnum liðsins sem vann ekki enska meistaratitilinn í fyrra. Hann hafði leikið með Stoke City frá árinu 2010 en hefur verið í Englandi frá því að hann var sextán ára.Asmir Begovic fær hér á sig mark.Vísir/Getty Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea segist vera með rétta knattspyrnustjórann | Mourinho fær fullan stuðning Jose Mourinho fékk í dag stuðningsyfirlýsingu frá Chelsea en það hefur lítið gengið hjá Englandsmeisturunum í byrjun tímabilsins. 5. október 2015 13:45 Ensku meistararnir fengu skell á heimavelli | Sjáðu mörkin Englandsmeistarar Chelsea fengu skell á heimavelli gegn Southampton í lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag en eftir að Chelsea komst yfir tókst lærisveinum Ronald Koeman að svara með þremur mörkum. 3. október 2015 00:01 Mourinho: Vill enga strúta hjá félaginu Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að leikmenn sínir geti ekki stungið hausinum í sandinn til að fela sig líkt og strútar gera eftir slakt gengi undanfarnar vikur. 3. október 2015 12:30 Mourinho: Ég skal fara ef leikmenn vilja Meistararnir eru rétt fyrir ofan fallsvæðið eftir fjögur töp í átta leikjum. 5. október 2015 08:45 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Fleiri fréttir Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Sjá meira
Asmir Begovic, varamarkvörður Chelsea, kallar eftir því að leikmenn liðsins sýni meiri karakter og hugi aftur að grunnatriðum fótboltans. Það hefur lítið gengið hjá Englandsmeisturunum í upphafi tímabilsins. Chelsea tapaði aðeins þremur leikjum allt síðasta tímabil en hefur nú tapað fjórum af fyrstu átta leikjum sínum á þessu tímabili. Liðið er þegar búið að fá á sig 17 mörk í þessum átta leikjum eða meiri en helming af því sem liðið fékk á sig í öllum 38 leikjunum á síðasta tímabili. „Svona er lífið og svona er fótboltinn. Þetta er upp og niður hjá liðum. Við erum í niðursveiflu núna og þurfum að bæta okkur. Við verðum að huga aftur af grunnatriðunum og leggja meira á okkur," sagði Asmir Begovic við heimasíðu Chelsea. „Við þurfum að sýna rétta karakterinn og megum ekki fara að vorkenna sjálfum okkur. Þetta gengi er ekki það sem við eigum að venjast hjá félaginu og þetta er því mjög erfiður tími fyrir alla," sagði Begovic. „Það er alltaf erfitt þegar hlutirnir eru ekki að falla með þér þá en við verðum bara að berjast í gegnum þetta þó að það líti út fyrir að við séum að spila á móti mörgu þessa dagana," sagði Begovic. „Vonandi kemur þetta landsleikjahlé á réttum tíma og hjálpar okkur að endurstilla liðið. Svo er bara að vinna fyrsta leikinn eftir hlé og byggja ofan á því. Markmið er enn það að berjast um toppsæti deildarinnar," sagði Begovic. Asmir Begovic kom til Chelsea í sumar og er því einn af fáum leikmönnum liðsins sem vann ekki enska meistaratitilinn í fyrra. Hann hafði leikið með Stoke City frá árinu 2010 en hefur verið í Englandi frá því að hann var sextán ára.Asmir Begovic fær hér á sig mark.Vísir/Getty
Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea segist vera með rétta knattspyrnustjórann | Mourinho fær fullan stuðning Jose Mourinho fékk í dag stuðningsyfirlýsingu frá Chelsea en það hefur lítið gengið hjá Englandsmeisturunum í byrjun tímabilsins. 5. október 2015 13:45 Ensku meistararnir fengu skell á heimavelli | Sjáðu mörkin Englandsmeistarar Chelsea fengu skell á heimavelli gegn Southampton í lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag en eftir að Chelsea komst yfir tókst lærisveinum Ronald Koeman að svara með þremur mörkum. 3. október 2015 00:01 Mourinho: Vill enga strúta hjá félaginu Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að leikmenn sínir geti ekki stungið hausinum í sandinn til að fela sig líkt og strútar gera eftir slakt gengi undanfarnar vikur. 3. október 2015 12:30 Mourinho: Ég skal fara ef leikmenn vilja Meistararnir eru rétt fyrir ofan fallsvæðið eftir fjögur töp í átta leikjum. 5. október 2015 08:45 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Fleiri fréttir Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Sjá meira
Chelsea segist vera með rétta knattspyrnustjórann | Mourinho fær fullan stuðning Jose Mourinho fékk í dag stuðningsyfirlýsingu frá Chelsea en það hefur lítið gengið hjá Englandsmeisturunum í byrjun tímabilsins. 5. október 2015 13:45
Ensku meistararnir fengu skell á heimavelli | Sjáðu mörkin Englandsmeistarar Chelsea fengu skell á heimavelli gegn Southampton í lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag en eftir að Chelsea komst yfir tókst lærisveinum Ronald Koeman að svara með þremur mörkum. 3. október 2015 00:01
Mourinho: Vill enga strúta hjá félaginu Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að leikmenn sínir geti ekki stungið hausinum í sandinn til að fela sig líkt og strútar gera eftir slakt gengi undanfarnar vikur. 3. október 2015 12:30
Mourinho: Ég skal fara ef leikmenn vilja Meistararnir eru rétt fyrir ofan fallsvæðið eftir fjögur töp í átta leikjum. 5. október 2015 08:45