Fótbolti

Viðar á skotskónum í sigri Jiangsu Sainty

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viðar Örn hefur skorað í öllum leikjum Jiangsu Sainty í bikarkeppninni.
Viðar Örn hefur skorað í öllum leikjum Jiangsu Sainty í bikarkeppninni. vísir/getty
Viðar Örn Kjartansson skoraði fyrra mark Jiangsu Sainty í 1-2 sigri á Shandong Luneng í dag.

Þetta var fyrri leikur liðanna í undanúrslitum bikarkeppninnar en seinni leikurinn fer fram á heimavelli Jiangsu Sainty 21. október næstkomandi.

Viðar kom Jiangsu Sainty yfir eftir rúman hálftíma með sínu fjórða marki í bikarkeppninni en hann hefur skorað í öllum leikjum liðsins í keppninni.

Wu Xi kom Jiangsu Sainty í 0-2 á 57. mínútu en Brasilíumaðurinn Aloísio skoraði mikilvægt mark fyrir Shandong Luneng í uppbótartíma þegar hann minnkaði muninn í 1-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×