Fótbolti

Hannes hélt hreinu í fjórða leiknum í röð með NEC

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hannes Þór Halldórsson er að gera góða hluti hjá NEC Nijmegen.
Hannes Þór Halldórsson er að gera góða hluti hjá NEC Nijmegen. Vísir/Getty
Hannes Þór Halldórsson og félagar í NEC Nijmegen komust í kvöld áfram í 3. umferð hollensku bikarkeppninnar.

NEC Nijmegen vann þá 3-0 útisigur á D-deildarliði VV Noordwijk og íslenski landsliðsmarkvörðurinn hélt því enn einu sinni marki sínu hreinu á tímabilinu.

Venesúelamaðurinn Christian Santos skoraði fyrsta markið á 35. mínútu leiksins og Austurríkismaðurinn Marcel Ritzmaier bætti við öðru marki á 54. mínútu. Þriðja og síðasta markið skoraði síðan varamaðurinn Mohammed Rayhi tveimur mínútum fyrir leikslok.

Hannes Þór Halldórsson fékk síðast mark á sig í 2-0 tapi á móti Ajax í hollensku deildinni 23. ágúst síðastliðinn. Markið var sjálfsmark liðsfélaga hans.

Síðan hefur hann haldið marki NEC Nijmegen hreinu í þremur deildarleikjum og nú einum bikarleik. Það eru alls liðnar 364 mínútur liðnar síðan að hann fékk á sig mark í leik með NEC.

NEC Nijmegen hefur alls spilað sjö deildar- og bikarleiki á leiktíðinni að Hannes hefur haldið hreinu í fimm þeirra.  NEC-liðið hefur unnið fjóra af þessum fimm leikjum þar sem Hannes hefur lokaði markinu sínu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×